Var kominn fram fyrir De Gea í goggunarröðinni þegar allt fór fjandans til Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. nóvember 2021 07:00 David De Gea, Eric Steele og Anders Lindegaard fagna Englandsmeistaratitli Manchester United vorið 2013. ohn Peters/Getty Images Danski markvörðurinn Anders Lindegaard opnaði sig nýverið varðandi meiðsli sem hann varð fyrir er hann var leikmaður Manchester United. Meiðsli sem leiddu til endaloka hans hjá félaginu og skyldu hann eftir á dimmum og drungalegum stað. Anders Rozenkrantz Lindegaard er í dag 37 ára gamall. Árið 2010 festi enska stórliðið Manchester United kaup á honum. Eftir að hafa verið undir smásjá Man United ákvað Sir Alex Ferguson að eyða 3.5 milljónum punda í danska markverðinum eftir að hann kom inn af bekknum í landsleik gegn Portúgal og varði eins og berserkur. Í viðtali við The Guardian fór Lindegaard yfir tíma sinn hjá Man United þar sem hann barðist við Spánverjann David De Gea um markmannsstöðuna. Lindegaard hafði stutt félagið frá unga aldri og var því að upplifa drauminn. Anders Lindegaard: I lay on the ground crying my world was falling apart .Interview by @JamieJackson___ https://t.co/O1WkGsfN21 #Mufc— Guardian sport (@guardian_sport) November 15, 2021 Tímabilið 2011/2012 var mikil óvissa um markmannsstöðuna hjá Man Utd þar sem De Gea hafði gert mistök og Lindegaard nýtti tækifæri sín vel. Snemma árs 2012 sagði Eric Steele, þáverandi markmannsþjálfari liðsins, við Lindegaard að Sir Alex væri ánægður með hann og Daninn myndi spila alla þá deildarleiki sem eftir væru. Síðar sama dag var Lindegaard að kýla bolta frá í fyrirgjafaæfingu en lenti illa og sneri ökklann illa. „Ég var meiddur það sem eftir lifði tímabils. Þegar ég hóf æfingar gat ég ekki stokkið upp af hægri fæti, sparkgeta mín var horfin. Ég var ekki nægilega þroskaður til að segja að ég væri meiddur og gæti ekki spilað. Samkeppnin var mikil og ég vissi að ég myndi fá tækifæri ef David myndi gera mistök, sem ég og gerði,“ segir Lindegaard í viðtalinu. Lindegaard í búningi Man United.Vísir/getty Í septembermánuði virtist hann vera orðinn aðalmarkvörður liðsins en frammistaðan var ekki nægilega góð og Sir Alex leitaði aftur til De Gea. Hann fékk aftur tækifæri í nóvember en var settur á bekkinn eftir 4-3 sigur á Reading. Hann sneri ekki aftur fyrr en í lokaleik tímabilsins, 5-5 jafntefli gegn West Bromwich Albion. Manchester United vann deildina þetta tímabilið og þó Lindegaard sé stoltur þá veit hann vel að Man United hefði unnið deildina án hans. Eftir þetta hætti Sir Alex með Man Utd og Lindegaard sat sem fastast á bekknum allt til ársins 2015 er hann fór til West Brom. Þaðan fór hann á láni til Preston North End og skipti svo alfarið ári síðar. Þaðan lá leiðin til Burnley og svo loks Helsingborg í Svíþjóð þar sem hann spilar enn. Lindegaard segir að mikil óreiða hafi verið í einkalífi hans og hann hafi ekki getað einbeitt sér 100 prósent að fótboltanum. Meiðslin hrjáðu hann áfram sem og biturð yfir því sem gerðist. Hinn 37 ára gamli markvörður virðist hafa fundið innri frið í dag. Hann er búsettur í Kaupmannahöfn en keyrir yfir til Svíþjóðar til að æfa og spila með Helsingborg sem leikur í sænsku B-deildinni. Ástríðan er enn til staðar og þó hann sé kominn yfir hin skelfilegu ökklameiðsli frá árinu 2012 þá veltir hann enn stundum fyrir sér hvað hefði getað orðið. Hver veit hvað hefði gerst ef Lindegaard hefði ekki snúið ökkla sinn á sínum tíma.Nordic Photos/Getty Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Anders Rozenkrantz Lindegaard er í dag 37 ára gamall. Árið 2010 festi enska stórliðið Manchester United kaup á honum. Eftir að hafa verið undir smásjá Man United ákvað Sir Alex Ferguson að eyða 3.5 milljónum punda í danska markverðinum eftir að hann kom inn af bekknum í landsleik gegn Portúgal og varði eins og berserkur. Í viðtali við The Guardian fór Lindegaard yfir tíma sinn hjá Man United þar sem hann barðist við Spánverjann David De Gea um markmannsstöðuna. Lindegaard hafði stutt félagið frá unga aldri og var því að upplifa drauminn. Anders Lindegaard: I lay on the ground crying my world was falling apart .Interview by @JamieJackson___ https://t.co/O1WkGsfN21 #Mufc— Guardian sport (@guardian_sport) November 15, 2021 Tímabilið 2011/2012 var mikil óvissa um markmannsstöðuna hjá Man Utd þar sem De Gea hafði gert mistök og Lindegaard nýtti tækifæri sín vel. Snemma árs 2012 sagði Eric Steele, þáverandi markmannsþjálfari liðsins, við Lindegaard að Sir Alex væri ánægður með hann og Daninn myndi spila alla þá deildarleiki sem eftir væru. Síðar sama dag var Lindegaard að kýla bolta frá í fyrirgjafaæfingu en lenti illa og sneri ökklann illa. „Ég var meiddur það sem eftir lifði tímabils. Þegar ég hóf æfingar gat ég ekki stokkið upp af hægri fæti, sparkgeta mín var horfin. Ég var ekki nægilega þroskaður til að segja að ég væri meiddur og gæti ekki spilað. Samkeppnin var mikil og ég vissi að ég myndi fá tækifæri ef David myndi gera mistök, sem ég og gerði,“ segir Lindegaard í viðtalinu. Lindegaard í búningi Man United.Vísir/getty Í septembermánuði virtist hann vera orðinn aðalmarkvörður liðsins en frammistaðan var ekki nægilega góð og Sir Alex leitaði aftur til De Gea. Hann fékk aftur tækifæri í nóvember en var settur á bekkinn eftir 4-3 sigur á Reading. Hann sneri ekki aftur fyrr en í lokaleik tímabilsins, 5-5 jafntefli gegn West Bromwich Albion. Manchester United vann deildina þetta tímabilið og þó Lindegaard sé stoltur þá veit hann vel að Man United hefði unnið deildina án hans. Eftir þetta hætti Sir Alex með Man Utd og Lindegaard sat sem fastast á bekknum allt til ársins 2015 er hann fór til West Brom. Þaðan fór hann á láni til Preston North End og skipti svo alfarið ári síðar. Þaðan lá leiðin til Burnley og svo loks Helsingborg í Svíþjóð þar sem hann spilar enn. Lindegaard segir að mikil óreiða hafi verið í einkalífi hans og hann hafi ekki getað einbeitt sér 100 prósent að fótboltanum. Meiðslin hrjáðu hann áfram sem og biturð yfir því sem gerðist. Hinn 37 ára gamli markvörður virðist hafa fundið innri frið í dag. Hann er búsettur í Kaupmannahöfn en keyrir yfir til Svíþjóðar til að æfa og spila með Helsingborg sem leikur í sænsku B-deildinni. Ástríðan er enn til staðar og þó hann sé kominn yfir hin skelfilegu ökklameiðsli frá árinu 2012 þá veltir hann enn stundum fyrir sér hvað hefði getað orðið. Hver veit hvað hefði gerst ef Lindegaard hefði ekki snúið ökkla sinn á sínum tíma.Nordic Photos/Getty
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti