Í umdæminu Kópavogur/Breiðholt bárust tvær tilkynningar um þjófnað í verslun. Lögregla hefur einstakling grunaðan í öðru málinu en í hinu tilvikinu komst gerandinn undan. Þá var tilkynnt um tvær líkamsárásir í nótt, aðra í Hafnarfirði/Garðabæ og hina í Miðborginni.
Þar var einnig tilkynnt um innbrot og þjófnað á gististað, þar sem verkfærum var stolið, og þá var ökumaður handtekinn eftir stutta eftirför en hann er grunaður um akstur undir áhrifum, fyrir að aka án ökuréttinda og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.