Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:45 Birgir Jónsson, forstjóri Play, gerir ráð fyrir að ferðamönnum muni aðeins fjölga á næstunni. Vísir/Vilhelm Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé í uppsveiflu víða leita erlendir ferðamenn í auknum mæli til Íslands og má segja það sama um Íslendinga sem ferðast til útlanda. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að um sé að ræða breytingu frá fyrri bylgjum faraldursins, þá helst þegar kemur að hegðun Íslendinga. „Þessi bylgja sem að við erum að horfa á núna er öðruvísi en bylgjan sem sem við sáum í sumar þar sem það virtist koma meira óöryggi inn á markaðinn og fólk var seinka og breyta ferðum í talsverðum mæli, sérstaklega Íslendingar reyndar ekki mikið um erlenda ferðamenn, en við erum ekki að sjá þessa hegðun núna,“ segir Birgir. Hann segir markaðinn stöðugan að svo stöddu. Ljóst er að fólk er ekki að láta þróunina raska sínum ferðaáætlunum jafn mikið og fyrr í faraldrinum. „Sem er auðvitað bara mjög jákvætt held ég. Ég held að fólk sé að átta sig á því að þetta sé eitthvað sem við þurfum að lifa með og lífið verður að halda áfram,“ segir Birgir. Nýgengi smita hér á landi hefur aldrei verið hærra og reglulega er met slegið í fjölda einstaklinga sem greinast með veiruna. Birgir segir að þrátt fyrir slæma stöðu þá sé fólk nú yfirvegaðara og farið að átta sig á því að um sé að ræða nýjan veruleika, frekar en bara tímabil. Þá gerir hann ráð fyrir að ferðamönnum muni aðeins fjölga á komandi mánuðum. „Við horfum á þessi gögn bara dag frá degi og það er ekkert í þessu sem að gefur okkur neitt annað til kynna, bara þvert á móti, við sjáum bara aukna sölu og aukna nýtingu og ég held að það sé bara það sem maður heyrir í ferðaþjónustunni almennt séð, að það sé bara mjög mikil eftirspurn,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. 15. nóvember 2021 22:42 Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. 10. nóvember 2021 10:08 Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10. nóvember 2021 13:09 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira
Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé í uppsveiflu víða leita erlendir ferðamenn í auknum mæli til Íslands og má segja það sama um Íslendinga sem ferðast til útlanda. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að um sé að ræða breytingu frá fyrri bylgjum faraldursins, þá helst þegar kemur að hegðun Íslendinga. „Þessi bylgja sem að við erum að horfa á núna er öðruvísi en bylgjan sem sem við sáum í sumar þar sem það virtist koma meira óöryggi inn á markaðinn og fólk var seinka og breyta ferðum í talsverðum mæli, sérstaklega Íslendingar reyndar ekki mikið um erlenda ferðamenn, en við erum ekki að sjá þessa hegðun núna,“ segir Birgir. Hann segir markaðinn stöðugan að svo stöddu. Ljóst er að fólk er ekki að láta þróunina raska sínum ferðaáætlunum jafn mikið og fyrr í faraldrinum. „Sem er auðvitað bara mjög jákvætt held ég. Ég held að fólk sé að átta sig á því að þetta sé eitthvað sem við þurfum að lifa með og lífið verður að halda áfram,“ segir Birgir. Nýgengi smita hér á landi hefur aldrei verið hærra og reglulega er met slegið í fjölda einstaklinga sem greinast með veiruna. Birgir segir að þrátt fyrir slæma stöðu þá sé fólk nú yfirvegaðara og farið að átta sig á því að um sé að ræða nýjan veruleika, frekar en bara tímabil. Þá gerir hann ráð fyrir að ferðamönnum muni aðeins fjölga á komandi mánuðum. „Við horfum á þessi gögn bara dag frá degi og það er ekkert í þessu sem að gefur okkur neitt annað til kynna, bara þvert á móti, við sjáum bara aukna sölu og aukna nýtingu og ég held að það sé bara það sem maður heyrir í ferðaþjónustunni almennt séð, að það sé bara mjög mikil eftirspurn,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. 15. nóvember 2021 22:42 Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. 10. nóvember 2021 10:08 Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10. nóvember 2021 13:09 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira
Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. 15. nóvember 2021 22:42
Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. 10. nóvember 2021 10:08
Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10. nóvember 2021 13:09