Bjarki Már markahæstur í naumum sigri | Kristján og Aðalsteinn töpuðu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2021 19:21 Bjarki Már Elísson evar markahæsti maður vallarins í kvöld. Getty/Marius Becker Það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur leikjum sem nú er nýlokið í Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins er lið hans, Lemgo, vann nauman sigur á útivelli gegn rússneska liðinu Checkhovskiye Medvedi í B-riðli, 28-30. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en í stöðunni 5-5 skoruðu heimamenn þrjú mörk í röð og héldu þeirri forystu út hálfleikinn. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 15-16, Medvedi í vil. Í seinni hálfleik sveiflaðist foyrstan fram og til baka. Bjarki og félagar náðu eins mark forystu snemma í seinni hálfleik, en Rússarnir snéru leiknum fljótlega aftur sér í vil. Heimamenn náðu þriggja marka forskoti á ný, en leikmenn Lemgo jöfnuðu leikinni í stöðunni 22-22. Við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Að lokum voru það Bjarki og félagar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Lokatölur 28-30, en Bjarki og félagar hafa nú fengið fjögur stig úr fyrstu þrem leikjum sínum í riðlinum og eru jafnir GOG í öðru sæti, en hafa leikið einum leik meira. Bravo, Jungs! Großartig! 💪Dritter Auswärtssieg in Folge, die Punkte 3 und 4 in der @ehfel_official Gute Besserung an Gedeón!#tbvlemgolippe #ehfel #GemeinsamStark pic.twitter.com/x1PoC5MlYN— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) November 16, 2021 Í C-riðli máttu Kristján Örn Kristjánsson g félagar hans í PAUC Aix þola fimm marka tap er liðið tók á móti sænska liðinu Savehof. Gestirnir tóku forystuna snemma leiks og fóru inn í hlé með sex marka forskot, 16-10. Kristján og félagar náðu aðeins að klóra í bakkan, en þurftu að lokum að sætta sig við fimm marka tap, 25-30. Kristján skoraði þrjú mörk fyrir PAUC sem er enn í leit að sínum fyrstu stigum eftir þrjá leiki í riðlinum. Þá töpuðu Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í svissneska liðinu Kadetten gegn ungverska liðinu Tatabanya í D-riðli, 31-23. Kadetten hefur fengið eitt stig í fyrstu þrem leikjum liðsins. Handbolti Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en í stöðunni 5-5 skoruðu heimamenn þrjú mörk í röð og héldu þeirri forystu út hálfleikinn. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 15-16, Medvedi í vil. Í seinni hálfleik sveiflaðist foyrstan fram og til baka. Bjarki og félagar náðu eins mark forystu snemma í seinni hálfleik, en Rússarnir snéru leiknum fljótlega aftur sér í vil. Heimamenn náðu þriggja marka forskoti á ný, en leikmenn Lemgo jöfnuðu leikinni í stöðunni 22-22. Við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Að lokum voru það Bjarki og félagar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Lokatölur 28-30, en Bjarki og félagar hafa nú fengið fjögur stig úr fyrstu þrem leikjum sínum í riðlinum og eru jafnir GOG í öðru sæti, en hafa leikið einum leik meira. Bravo, Jungs! Großartig! 💪Dritter Auswärtssieg in Folge, die Punkte 3 und 4 in der @ehfel_official Gute Besserung an Gedeón!#tbvlemgolippe #ehfel #GemeinsamStark pic.twitter.com/x1PoC5MlYN— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) November 16, 2021 Í C-riðli máttu Kristján Örn Kristjánsson g félagar hans í PAUC Aix þola fimm marka tap er liðið tók á móti sænska liðinu Savehof. Gestirnir tóku forystuna snemma leiks og fóru inn í hlé með sex marka forskot, 16-10. Kristján og félagar náðu aðeins að klóra í bakkan, en þurftu að lokum að sætta sig við fimm marka tap, 25-30. Kristján skoraði þrjú mörk fyrir PAUC sem er enn í leit að sínum fyrstu stigum eftir þrjá leiki í riðlinum. Þá töpuðu Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í svissneska liðinu Kadetten gegn ungverska liðinu Tatabanya í D-riðli, 31-23. Kadetten hefur fengið eitt stig í fyrstu þrem leikjum liðsins.
Handbolti Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira