Söfnuðu yfir 360.000 þúsund raddsýnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 09:34 Fulltrúar sigurvegara keppninnar. Menntaskólinn á Tröllaskaga er í fyrsta sæti lítilla fyrirtækja: Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga og Bjarki Þór Jónsson framhaldsskólakennara við Menntaskólann á Tröllaskaga. Elko er í fyrsta sæti millistórra fyrirtækja. Óttar Örn Sigurbergsson aðstoðarframkvæmdastjóra ELKO, Berglind Rós Guðmundsdóttir innkaupastjóri ELKO. Advania er í fyrsta sæti stórra fyrirtækja Ægir Már Þórisson Forstjóra Advania Auður Inga Einarsdóttir Markaðsstjóra Advania Aðsent Reddum málinu! vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir kepptu sín á milli í söfnun raddsýna á íslensku er nú lokið. Raddsýnin fara nú í gagnagrunn Samsróms sem verður opinn og aðgengilegur öllum sem vilja nýta hann í máltæknilausnir. Menntaskólinn á Tröllaskaga sigraði í flokki lítilla fyrirtækja, Elko í flokki millistórra fyrirtækja og Advania sigruðu í flokki stórra fyrirtækja. Í heildina voru það starfsmenn Elko sem lásu flestar setningar eða alls 47.896, Menntaskólinn á Tröllaskaga las 42.470 setningar og starfsmenn Kerecis hf. lásu 33.657 setningar. „Gríðarleg spenna myndaðist á lokasprettinum og var síðasti dagur keppninnar sá langstærsti til þessa, en þá voru lesnar upp 115.000 setningar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú afhentu sigurvegurum keppninnar viðurkenningar í móttöku á Bessastöðum á degi íslenskrar tungu. Forseti Íslands og forsetafrú eru verndarar Almannaróms,“ segir í tilkynningu um keppnina. Forsetahjón ásamt aðstandendum og vinningshöfum.Aðsent „Notkun og þróun máltæknilausna er á fleygiferð og notkun raddstýringa sífellt algengari. Í náinni framtíð tölum við ekki aðeins við tækin okkar heldur munu þau geta talað fyrir okkar hönd, hringt símtöl og sent fyrir okkur skilaboð. Allar þessar framfarir þjóta áfram án okkar og mögulega íslenskunnar ef ekkert er að gert. Söfnun raddsýna, þróun á gagnagrunni með íslensku sem nota má til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku og fleira er eitt mikilvægasta samstarfsverkefni þjóðarinnar. Saman getum við tryggt framtíð íslenskunnar og að tungumálið okkar verði hluti af stafrænni framtíð.“ Alls söfnuðust 366.241 raddsýni í Reddum málinu en 350 fyrirtæki og stofnanir voru skráð til leiks. Alls tóku 2700 manns þátt en 69% raddsýnanna voru lesin af konum. Keppt var í þremur flokkum eftir stærð vinnustaða. „Aðstandendur Reddum málinu þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir sitt framlag. Áfram má taka upp raddsýni og leggja verkefninu lið á samromur.is og hvetjum við karlmenn sérstaklega til að leggja verkefninu lið ásamt þeim sem tala íslensku ekki sem sitt móðurmál.“ Reddum málinu er samstarfsverkefni Almannaróms - Miðstöðvar máltækni, Háskólans í Reykjavík og Símans. Átakið byggir á Samrómi, lausn sem safnar raddsýnunum saman. Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
Menntaskólinn á Tröllaskaga sigraði í flokki lítilla fyrirtækja, Elko í flokki millistórra fyrirtækja og Advania sigruðu í flokki stórra fyrirtækja. Í heildina voru það starfsmenn Elko sem lásu flestar setningar eða alls 47.896, Menntaskólinn á Tröllaskaga las 42.470 setningar og starfsmenn Kerecis hf. lásu 33.657 setningar. „Gríðarleg spenna myndaðist á lokasprettinum og var síðasti dagur keppninnar sá langstærsti til þessa, en þá voru lesnar upp 115.000 setningar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú afhentu sigurvegurum keppninnar viðurkenningar í móttöku á Bessastöðum á degi íslenskrar tungu. Forseti Íslands og forsetafrú eru verndarar Almannaróms,“ segir í tilkynningu um keppnina. Forsetahjón ásamt aðstandendum og vinningshöfum.Aðsent „Notkun og þróun máltæknilausna er á fleygiferð og notkun raddstýringa sífellt algengari. Í náinni framtíð tölum við ekki aðeins við tækin okkar heldur munu þau geta talað fyrir okkar hönd, hringt símtöl og sent fyrir okkur skilaboð. Allar þessar framfarir þjóta áfram án okkar og mögulega íslenskunnar ef ekkert er að gert. Söfnun raddsýna, þróun á gagnagrunni með íslensku sem nota má til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku og fleira er eitt mikilvægasta samstarfsverkefni þjóðarinnar. Saman getum við tryggt framtíð íslenskunnar og að tungumálið okkar verði hluti af stafrænni framtíð.“ Alls söfnuðust 366.241 raddsýni í Reddum málinu en 350 fyrirtæki og stofnanir voru skráð til leiks. Alls tóku 2700 manns þátt en 69% raddsýnanna voru lesin af konum. Keppt var í þremur flokkum eftir stærð vinnustaða. „Aðstandendur Reddum málinu þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir sitt framlag. Áfram má taka upp raddsýni og leggja verkefninu lið á samromur.is og hvetjum við karlmenn sérstaklega til að leggja verkefninu lið ásamt þeim sem tala íslensku ekki sem sitt móðurmál.“ Reddum málinu er samstarfsverkefni Almannaróms - Miðstöðvar máltækni, Háskólans í Reykjavík og Símans. Átakið byggir á Samrómi, lausn sem safnar raddsýnunum saman.
Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira