Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 11:53 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 66 í sóttkví. 21 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19, samanborið við 25 í gær. Þá eru fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19 eins og í gær. Af þeim átján sem liggja inni á Landspítala eru tíu óbólusettir. Fjöldabólusetning með örvunarskammt heldur áfram í Laugardalshöll en mæting hefur verið um 70 prósent og útlit fyrir svipað í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Núna á fimmtudögum og föstudögum er smá „björgunarlína“ hér í Höllinni áfram. Þá verða örfáir hjúkrunarfræðingar sem geta boðið upp á sprautur. Þá erum við einna helst að bjóða þeim sem eru óbólusettir, hálfbólusettir eða þurfa önnur efni heldur en Pfizer,“ segir Ragnheiður. Ekki er boðað sérstaklega þessa daga heldur getur fólk litið við eftir hentisemi. Hugsanlega upplýsingaskortur sem veldur Samkvæmt tölum á Covid.is eru um 90 prósent landsmanna 12 ára og eldri fullbólusett. Vonast er til að ná til þessara tíu prósenta sem eftir eru með sérútbúnum bólusetningarbíl, sem gæti farið af stað strax í næstu viku. „Þetta eru frekar karlmenn heldur en konur, þetta eru frekar yngri heldur en eldri og jafnvel frekar erlendar kennitölur heldur en íslenskar,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir uppi um að fara með bílinn á framkvæmdasvæði, þar sem mikið er af erlendum verkamönnum, verslunarmiðstöðvar og stærri fyrirtæki. Ekki sé vitað nákvæmlega af hverju umræddir hópar mæti síður í bólusetningu en aðrir. „Það er hugsanlega upplýsingaskortur, tungumálaerfiðleikar og eitthvað slíkt. Skilja ekki og hafa ekki fengið upplýsingar á sínu tungumáli, þannig að það gætu verið margar ástæður,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58 Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 66 í sóttkví. 21 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19, samanborið við 25 í gær. Þá eru fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19 eins og í gær. Af þeim átján sem liggja inni á Landspítala eru tíu óbólusettir. Fjöldabólusetning með örvunarskammt heldur áfram í Laugardalshöll en mæting hefur verið um 70 prósent og útlit fyrir svipað í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Núna á fimmtudögum og föstudögum er smá „björgunarlína“ hér í Höllinni áfram. Þá verða örfáir hjúkrunarfræðingar sem geta boðið upp á sprautur. Þá erum við einna helst að bjóða þeim sem eru óbólusettir, hálfbólusettir eða þurfa önnur efni heldur en Pfizer,“ segir Ragnheiður. Ekki er boðað sérstaklega þessa daga heldur getur fólk litið við eftir hentisemi. Hugsanlega upplýsingaskortur sem veldur Samkvæmt tölum á Covid.is eru um 90 prósent landsmanna 12 ára og eldri fullbólusett. Vonast er til að ná til þessara tíu prósenta sem eftir eru með sérútbúnum bólusetningarbíl, sem gæti farið af stað strax í næstu viku. „Þetta eru frekar karlmenn heldur en konur, þetta eru frekar yngri heldur en eldri og jafnvel frekar erlendar kennitölur heldur en íslenskar,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir uppi um að fara með bílinn á framkvæmdasvæði, þar sem mikið er af erlendum verkamönnum, verslunarmiðstöðvar og stærri fyrirtæki. Ekki sé vitað nákvæmlega af hverju umræddir hópar mæti síður í bólusetningu en aðrir. „Það er hugsanlega upplýsingaskortur, tungumálaerfiðleikar og eitthvað slíkt. Skilja ekki og hafa ekki fengið upplýsingar á sínu tungumáli, þannig að það gætu verið margar ástæður,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58 Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58
Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28
Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56