Leyfa fólki að fylla íþróttahúsin gegn bólusetningarvottorði Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2021 16:30 Stuðningsmenn sænska íshokkíliðsins Skellefteå AIK fá áfram að fjölmenna á leiki ef þeir eru bólusettir. Getty Svíar munu geta fyllt íþróttahús sín af áhorfendum þrátt fyrir hertar sóttvarnaaðgerðir sem boðaðar hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins. Á Íslandi mega í dag að hámarki 50 manns mæta á íþróttaleiki innanhúss, nema með notkun hraðprófa en þá geta 500 manns verið í sama rými. Þessar reglur, sem gilda frá 13. nóvember til 8. desember, hafa haft í för með sér að nánast engir áhorfendur eru á leikjum hér á landi. Staðan er önnur í Svíþjóð. Þarlend heilbrigðisyfirvöld tilkynntu á blaðamannafundi í dag að á leikjum þar sem fleiri en 100 manns kæmu saman yrði gerð krafa um bólusetningarvottorð. Engar fjöldatakmarkanir yrðu á leikjum vegna áhorfenda sem fengið hefðu að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni. Íþrótta- og menningarmálaráðherra Svía, Amanda Lind, segir að stjórnvöld hafi lengi haft kröfuna um bólusetningarvottorð sem „plan B“ ef herða þyrfti aðgerðir. „Núna er sú staða komin upp,“ sagði Lind. Sumir mæti ekki en aðrir nú óhræddari Krafan um bólusetningarvottorð tekur gildi frá og með 1. desember og nær til allra sem eru 16 ára og eldri. Hún gildir á innanhúsíþróttum en þar nýtur íshokkí mestra vinsælda í Svíþjóð. Notast verður við rafræn vottorð sem fólk getur framvísað þegar það mætir á leiki. Pea Israelsson, framkvæmdastjóri íshokkífélagsins Skellefteå AIK, segir menn sætta sig við nýju reglurnar í stað þess að þurfa að eiga við áhorfendabann. „Þau telja að við þurfum að berjast af meiri krafti gegn Covid-19. Við höfum áður sagt að við styðjum hugmyndir um bólusetningarvottorð,“ sagði Israelsson við Aftonbladet. Israelsson sagði ljóst að þetta hefði í för með sér að sumir myndu ekki mæta á leiki en að sama skapi gæti þetta orðið öðrum hvatning til að mæta: „Fólk verður öruggara svo að þetta er ekki bara galli. Það felst í þessu tækifæri líka,“ sagði hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski handboltinn Samkomubann á Íslandi Svíþjóð Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Fleiri fréttir Rufu einokun Inga á Íslandsmeistaratitlinum Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Messi var óánægður hjá PSG Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Á Íslandi mega í dag að hámarki 50 manns mæta á íþróttaleiki innanhúss, nema með notkun hraðprófa en þá geta 500 manns verið í sama rými. Þessar reglur, sem gilda frá 13. nóvember til 8. desember, hafa haft í för með sér að nánast engir áhorfendur eru á leikjum hér á landi. Staðan er önnur í Svíþjóð. Þarlend heilbrigðisyfirvöld tilkynntu á blaðamannafundi í dag að á leikjum þar sem fleiri en 100 manns kæmu saman yrði gerð krafa um bólusetningarvottorð. Engar fjöldatakmarkanir yrðu á leikjum vegna áhorfenda sem fengið hefðu að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni. Íþrótta- og menningarmálaráðherra Svía, Amanda Lind, segir að stjórnvöld hafi lengi haft kröfuna um bólusetningarvottorð sem „plan B“ ef herða þyrfti aðgerðir. „Núna er sú staða komin upp,“ sagði Lind. Sumir mæti ekki en aðrir nú óhræddari Krafan um bólusetningarvottorð tekur gildi frá og með 1. desember og nær til allra sem eru 16 ára og eldri. Hún gildir á innanhúsíþróttum en þar nýtur íshokkí mestra vinsælda í Svíþjóð. Notast verður við rafræn vottorð sem fólk getur framvísað þegar það mætir á leiki. Pea Israelsson, framkvæmdastjóri íshokkífélagsins Skellefteå AIK, segir menn sætta sig við nýju reglurnar í stað þess að þurfa að eiga við áhorfendabann. „Þau telja að við þurfum að berjast af meiri krafti gegn Covid-19. Við höfum áður sagt að við styðjum hugmyndir um bólusetningarvottorð,“ sagði Israelsson við Aftonbladet. Israelsson sagði ljóst að þetta hefði í för með sér að sumir myndu ekki mæta á leiki en að sama skapi gæti þetta orðið öðrum hvatning til að mæta: „Fólk verður öruggara svo að þetta er ekki bara galli. Það felst í þessu tækifæri líka,“ sagði hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski handboltinn Samkomubann á Íslandi Svíþjóð Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Fleiri fréttir Rufu einokun Inga á Íslandsmeistaratitlinum Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Messi var óánægður hjá PSG Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli