Nýtt hestakyn á Íslandi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2021 20:10 Kristinn Guðnason segist aldrei hafa kynnst hestum áður, sem hafa ræktað sig sjálfir í tugi ára. Það kemur honum skemmtilega á óvart hvað hestarnir líta vel út og eru gæfir eftir allan þennan tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hestamenn klóra sér nú í höfðinu vegna hesta, sem hafa verið í einangrun í stóði á bæ í Landbrot í Skaftárhreppi í sextíu ár. Hestarnir hafa aldrei komið inn í hesthús, hófarnir hafa aldrei verið klipptir, tennur ekki raspaðar og þeir hafa ekki fengið ormalyf. Hestarnir eru þó ótrúlega vel á sig komnir en allir mjög litlir og er jafnvel talað um nýtt hestakyn í því sambandi. Hrossin, sem eru átta eru nú komin frá bænum í Landbroti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum til Kristins Guðnasonar og fjölskyldu hans þar sem þau hafa verið í rannsóknum hjá sérfræðingum frá Tilraunastöðinni á Keldum með ýmsum sýnatökum. Kristinn hefur ekki kynnst hestum, sem þessum áður en þeir eru allir mikli minni en gengur og gerist hjá íslenska hestinum enda segir hann hestana hafa ræktað sig sjálfa. „Já, þau eru smá, skyldleikinn gerir það að verkum að þau eru orðin mjög smá og það fæðist lítið af afkvæmum þó að það sé stóðhestur í, það fæddist eitt folald í fyrra, ekkert núna,“ segir Kristinn. Kristinn segir að sérfræðingar séu nú að kanna með sínum rannsóknum hvort hrossin séu ekki að þeim virka reiðhestastofni, sem er á Íslandi í dag og hvort það séu þá önnur erfðamengi í þessum hestum. En hvað verður um hrossin? „Við ætlum bara að láta þeim líða vel. Það virðist sem skaplyndið sé þannig að þau sætta sig mjög vel við nýtt umhverfi. Þau eru svo gæf og óhrædd við allt, kannski hafa þau fram yfir mörg af okkar ræktuðu hrossum, það er þessi yfirvegun, það er þessi Skaftfellska ró eins og í fólkinu, það tók við eldgosi og öðru og þessi hross gerðu það líka,“ bætir Kristinn við. En hvað með hófana á þeim, sem hafa ekki verið klipptir í tugi ára? „Þeir hafa náttúrulega aldrei verið klipptir en það sá hraunið bara um. Þú getur séð hófana á þessum hrossum, þeir eru eins og þeir séu hirtir af bestu járningamönnum.“ Eftirlitsmaður frá Matvælastofnun hefur skoðað hestana og hefur gefið þeim sína bestu einkunn. „Auðvitað eru þau miklu minni en líkamlegt atgervi þeirra og ástand er gott. Þau er bara eins og annað dýrakyn eða hestakyn, þetta er mikill munur á þessu, já hestarnir eru miklu minna heldur en meðal hesturinn er já,“ sagði Óðinn Örn Jóhannsson, eftirlitsmaður þegar hann skoðaði hestana með Kristni í gær. Kristinn og Óðinn Örn að skoða hestana átta í Árbæjarhjáleigu. Óðinn segir þá helst líkjast nýju hestakyni þar sem þeir eru svo litlir og nettir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Hrossin, sem eru átta eru nú komin frá bænum í Landbroti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum til Kristins Guðnasonar og fjölskyldu hans þar sem þau hafa verið í rannsóknum hjá sérfræðingum frá Tilraunastöðinni á Keldum með ýmsum sýnatökum. Kristinn hefur ekki kynnst hestum, sem þessum áður en þeir eru allir mikli minni en gengur og gerist hjá íslenska hestinum enda segir hann hestana hafa ræktað sig sjálfa. „Já, þau eru smá, skyldleikinn gerir það að verkum að þau eru orðin mjög smá og það fæðist lítið af afkvæmum þó að það sé stóðhestur í, það fæddist eitt folald í fyrra, ekkert núna,“ segir Kristinn. Kristinn segir að sérfræðingar séu nú að kanna með sínum rannsóknum hvort hrossin séu ekki að þeim virka reiðhestastofni, sem er á Íslandi í dag og hvort það séu þá önnur erfðamengi í þessum hestum. En hvað verður um hrossin? „Við ætlum bara að láta þeim líða vel. Það virðist sem skaplyndið sé þannig að þau sætta sig mjög vel við nýtt umhverfi. Þau eru svo gæf og óhrædd við allt, kannski hafa þau fram yfir mörg af okkar ræktuðu hrossum, það er þessi yfirvegun, það er þessi Skaftfellska ró eins og í fólkinu, það tók við eldgosi og öðru og þessi hross gerðu það líka,“ bætir Kristinn við. En hvað með hófana á þeim, sem hafa ekki verið klipptir í tugi ára? „Þeir hafa náttúrulega aldrei verið klipptir en það sá hraunið bara um. Þú getur séð hófana á þessum hrossum, þeir eru eins og þeir séu hirtir af bestu járningamönnum.“ Eftirlitsmaður frá Matvælastofnun hefur skoðað hestana og hefur gefið þeim sína bestu einkunn. „Auðvitað eru þau miklu minni en líkamlegt atgervi þeirra og ástand er gott. Þau er bara eins og annað dýrakyn eða hestakyn, þetta er mikill munur á þessu, já hestarnir eru miklu minna heldur en meðal hesturinn er já,“ sagði Óðinn Örn Jóhannsson, eftirlitsmaður þegar hann skoðaði hestana með Kristni í gær. Kristinn og Óðinn Örn að skoða hestana átta í Árbæjarhjáleigu. Óðinn segir þá helst líkjast nýju hestakyni þar sem þeir eru svo litlir og nettir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira