Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. nóvember 2021 21:42 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans í ágúst. Verðbólga fór úr 4,2 prósentum í október upp í 4,5 prósent í þessum mánuði. Reiknað er með að verðbólgan verði komin upp í 4,7 prósent fyrir árslok. Samkvæmt lífskjarasamningum á launafólk að fá hækkun á taxta, eða mánaðarlaunum sínum, með svokölluðum hagvaxtarauka. Það þýðir að ofan á launin bætist allt frá 2.250 krónur upp í 13 þúsund krónur næsta vor vegna aukins hagvöxts. Seðlabankastjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta væri óheppillegt fyrir verðbólguþróunina miðað við aðstæður. „Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að láta laun ráðast af hagvexti, því sem er til skiptanna. En við fengum mikinn samdrátt á þessum tíma. Síðan kemur hagkerfið að einhverju leyti til baka og þá detta þessar launahækkanir inn. En framleiðslan er samt minni heldur en hún var fyrir faraldurinn og verðmætasköpunin minni. Þannig að þetta er að einhverju leyti að virka öfugt,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ekki koma til greina að fella úr gildi ákvæði um hagvaxtarauka. „Það kemur ekki til greina. Um þetta var samið 2019 og það kemur mér nú svolítið á óvart að seðlabankastjóri sé að lesa kjarasamningana fyrst núna. Að sjálfsögðu í þessu ástandi kemur ekki til greina að launafólk sé að segja sig frá umsömdum launasamningum,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hagvöxtur hrundi í fyrra en hagvöxtur aukist síðan þá. Seðlabankastjóri segir framleiðslu ekki hafa fylgt eftir. „Við höfum náð að halda í við framleiðsluaukninguna, íslenskt launafólk síðustu ár og við munum halda því áfram. Við skulum líka hafa það í huga að efnahagslífið er mjög misstatt. Það eru stór fyrirtæki, sem eru burðarfyrirtæki, hlutfall þeirra í launagreiðslum hefur ekkert hækkað sérstaklega mikið. Auðvitað lítum við á heildarmyndina,“ segir Drífa. „Varðandi vaxtahækkunina vil ég segja það að ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið farið of bratt í vaxtalækkun, búin til húsnæðisbóla og Seðlabankinn sé í raun að bregðast við sinni eigin heimagerðu húsnæðisbólu með því að hækka vexti núna. Það kemur náttúrulega mjög niður á launafólki.“ Kallar vaxtahækkunin núna á frekari kjarabætur? „Það er alveg ljóst að með auknum húsnæðiskostnaði, hvort sem það er leiga eða afborganir af lánum, að þá er verið að éta upp þær kauphækkanir sem við höfum samið um síðan 2019 þannig að auðvitað kemur það til skoðunar í kjaraviðræðunum sem fara fram á næsta ári.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17. nóvember 2021 20:20 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans í ágúst. Verðbólga fór úr 4,2 prósentum í október upp í 4,5 prósent í þessum mánuði. Reiknað er með að verðbólgan verði komin upp í 4,7 prósent fyrir árslok. Samkvæmt lífskjarasamningum á launafólk að fá hækkun á taxta, eða mánaðarlaunum sínum, með svokölluðum hagvaxtarauka. Það þýðir að ofan á launin bætist allt frá 2.250 krónur upp í 13 þúsund krónur næsta vor vegna aukins hagvöxts. Seðlabankastjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta væri óheppillegt fyrir verðbólguþróunina miðað við aðstæður. „Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að láta laun ráðast af hagvexti, því sem er til skiptanna. En við fengum mikinn samdrátt á þessum tíma. Síðan kemur hagkerfið að einhverju leyti til baka og þá detta þessar launahækkanir inn. En framleiðslan er samt minni heldur en hún var fyrir faraldurinn og verðmætasköpunin minni. Þannig að þetta er að einhverju leyti að virka öfugt,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ekki koma til greina að fella úr gildi ákvæði um hagvaxtarauka. „Það kemur ekki til greina. Um þetta var samið 2019 og það kemur mér nú svolítið á óvart að seðlabankastjóri sé að lesa kjarasamningana fyrst núna. Að sjálfsögðu í þessu ástandi kemur ekki til greina að launafólk sé að segja sig frá umsömdum launasamningum,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hagvöxtur hrundi í fyrra en hagvöxtur aukist síðan þá. Seðlabankastjóri segir framleiðslu ekki hafa fylgt eftir. „Við höfum náð að halda í við framleiðsluaukninguna, íslenskt launafólk síðustu ár og við munum halda því áfram. Við skulum líka hafa það í huga að efnahagslífið er mjög misstatt. Það eru stór fyrirtæki, sem eru burðarfyrirtæki, hlutfall þeirra í launagreiðslum hefur ekkert hækkað sérstaklega mikið. Auðvitað lítum við á heildarmyndina,“ segir Drífa. „Varðandi vaxtahækkunina vil ég segja það að ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið farið of bratt í vaxtalækkun, búin til húsnæðisbóla og Seðlabankinn sé í raun að bregðast við sinni eigin heimagerðu húsnæðisbólu með því að hækka vexti núna. Það kemur náttúrulega mjög niður á launafólki.“ Kallar vaxtahækkunin núna á frekari kjarabætur? „Það er alveg ljóst að með auknum húsnæðiskostnaði, hvort sem það er leiga eða afborganir af lánum, að þá er verið að éta upp þær kauphækkanir sem við höfum samið um síðan 2019 þannig að auðvitað kemur það til skoðunar í kjaraviðræðunum sem fara fram á næsta ári.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17. nóvember 2021 20:20 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30
Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17. nóvember 2021 20:20
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20