Segir börn í sorg vera falinn hóp sem þurfi að sinna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir mikilvægt að vekja athygli á málaflokkinum. Vísir/Vilhelm Alþjóðlegur dagur barna í sorg fer fram í dag. Örninn, minningar- og styrktarsjóður, stendur fyrir vitundarvakningu í tilefni dagsins um þarfir syrgjandi barna. Prestur og verkefnastjóri Arnarins segir fólk oft ráðalaust þegar það verður fyrir missi og að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn hópur sem þarfnast aðstoðar. Í hádeginu stendur minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn fyrir málþingi í Vídalínskirkju í tilefni dagsins. Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjallar þar um sorgarviðbrögð barna og Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur, fræðir um kvíða barna. Anna Ýr Böðvarsdóttir, lögfræðingur og þriggja barna móðir, deilir einnig reynslu sinni af makamissi Klukkan fimm í dag verður síðan minningarstund fyrir syrgjendur við Vífilstaðavatn. Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Ísland er þátttakandi í alþjóðlegum degi barna í sorg. Dagurinn fór fyrst fram árið 2008 og frá þeim tíma hafa sífellt fleiri lönd tekið þátt til að vekja athygli á málefninu. „Við finnum það að fólk er mjög opið fyrir því að læra meira og það eru svo rosalega mörg börn og unglingar í okkar samfélagi sem að verða fyrir missi og fólk er stundum svolítið ráðalaust, eða veit ekki alveg við hverju það á að búast og annað slíkt. Mér finnst fólk vera bara mjög þakklát fyrir að fá upplýsingar og góð ráð,“ segir Matthildur. Hún segir að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn eða þögull hópur og hingað til hafi mögulega ekki verið nægilega mikið af úrræðum til staðar. „Út af því að sorg er ekki sjúkdómur, þetta eru ekki veik börn, þá er heilbrigðiskerfið ekki að grípa þau og þá þurfa félagasamtök, Kirkjan og aðrir á borð við Ljónshjarta og Sorgarmiðstöðina, við þurfum að grípa boltann og vinna saman,“ segir Matthildur. Hún segist vona að dagurinn í dag festi sig rækilega í sessi hér á landi og verði sá fyrsti af mörgum. „Við ætlum auðvitað að halda áfram í allan vetur að vekja athygli á þessu málefni og reyna að skrifa greinar og vera með fræðsluerindi og annað slíkt, þannig fólk finni að það er hægt að fá stuðning og það er fólk þarna úti í samfélaginu sem að getur aðstoðað þegar það verður áfallamissir,“ segir Matthildur. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og er í beinu streymi á Vísi. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Arnarsins og Heimasíðu Arnarsins. Börn og uppeldi Garðabær Tengdar fréttir „Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31 Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Í hádeginu stendur minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn fyrir málþingi í Vídalínskirkju í tilefni dagsins. Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjallar þar um sorgarviðbrögð barna og Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur, fræðir um kvíða barna. Anna Ýr Böðvarsdóttir, lögfræðingur og þriggja barna móðir, deilir einnig reynslu sinni af makamissi Klukkan fimm í dag verður síðan minningarstund fyrir syrgjendur við Vífilstaðavatn. Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Ísland er þátttakandi í alþjóðlegum degi barna í sorg. Dagurinn fór fyrst fram árið 2008 og frá þeim tíma hafa sífellt fleiri lönd tekið þátt til að vekja athygli á málefninu. „Við finnum það að fólk er mjög opið fyrir því að læra meira og það eru svo rosalega mörg börn og unglingar í okkar samfélagi sem að verða fyrir missi og fólk er stundum svolítið ráðalaust, eða veit ekki alveg við hverju það á að búast og annað slíkt. Mér finnst fólk vera bara mjög þakklát fyrir að fá upplýsingar og góð ráð,“ segir Matthildur. Hún segir að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn eða þögull hópur og hingað til hafi mögulega ekki verið nægilega mikið af úrræðum til staðar. „Út af því að sorg er ekki sjúkdómur, þetta eru ekki veik börn, þá er heilbrigðiskerfið ekki að grípa þau og þá þurfa félagasamtök, Kirkjan og aðrir á borð við Ljónshjarta og Sorgarmiðstöðina, við þurfum að grípa boltann og vinna saman,“ segir Matthildur. Hún segist vona að dagurinn í dag festi sig rækilega í sessi hér á landi og verði sá fyrsti af mörgum. „Við ætlum auðvitað að halda áfram í allan vetur að vekja athygli á þessu málefni og reyna að skrifa greinar og vera með fræðsluerindi og annað slíkt, þannig fólk finni að það er hægt að fá stuðning og það er fólk þarna úti í samfélaginu sem að getur aðstoðað þegar það verður áfallamissir,“ segir Matthildur. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og er í beinu streymi á Vísi. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Arnarsins og Heimasíðu Arnarsins.
Börn og uppeldi Garðabær Tengdar fréttir „Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31 Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
„Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31
Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00