Gagnrýnir seinagang ríkisstjórnarmyndunar og skort á fjárlögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 20:52 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir seinagang Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna við stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Friðrik Þór Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir seinagang ríkisstjórnarmyndunar vekja upp spurningar um verkstjórn. Verkefnin framundan séu brýn og ríkið megi ekki við því að fjárlög frestist fram í desember. „Þingi var slitið 13. júní. Kosningar fóru fram 25. september. Í tæpar 8 vikur hefur stjórnin verið í viðræðum um það hvernig þau geta hugsað sér að starfa áfram. Og greinilega er þungur ágreiningur um mál enda hefur allur þessi tími ekki dugað til. Fjárlögin verða ekki tilbúin fyrr en í desember,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu sem hún birtir á Facebook. Hún bendir á að fjárlög séu stærsta verkefni haustþings og að jafnaði lögð fram í byrjun hausts. Þá rammi þau inn tekjuöflun ríkisins og skiptingu útgjalda. „Sem sagt sýn stórnarinnar um hvaða verkefni á að verja fjórmunum í. Pólitíkin sjálf. Hlutverk Alþingis um fjárlögin er að ræða forsendur fyrir útgjöldum og ráðstöfun fjár til málaflokka og þær áherslur sem ríkisstjórn boðar. Þingið ræðir um leið forsendur fyrir skattastefnu ríkisins og tekjuöflun.“ Hún segir að við aðstæður eins og þær sem ríki nú skipti miklu máli að vanda til verka. Það sé að hennar mati hins vegar með ólíkindum að flokkarnir þrír, sem fyrir kosningar tilkynntu að þeir myndu vinna saman fengju þau styrk til þess, skuli tæpum átta vikum eftir kosningar ekki vera tilbúnir. Hún veltir fyrir sér hvernig það megi vera. „Þungar efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs og langvinnra sóttvarnaaðgerða hafa leitt til gríðarlegrar aukningar ríkisskulda. Áskoranir blasa við. Atvinnuleysi fer lækkandi en er enn mun meira en við eigum að venjast. Heimili og fyrirtæki finna fyrir vaxtahækkunum. Og framundan eru kjarasamningar,“ skrifar Þorbjörg. „Allan heimsfaraldurinn hefur verið rætt um þunga stöðu heilbrigðiskerfisins, án þess að við hafi verið brugðist af hálfu ríkisstjórnarinnar. Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu eru ævintýralegir eftir þetta kjörtímabil.“ Hún segir þann mikla tíma sem ríkisstjórnin hafi tekið sér í viðræður muni bitna alvarlega á allri vinnu við fjárlög. Um leið muni hann bitna á þeim mikilvægu verkefnum sem bíði. „Þessi byrjun vekur upp spurningar um verkstjórn. Að geta farið svona illa með tíma þegar verkefnin framundan eru svo brýn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Tengdar fréttir Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38 Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. 3. nóvember 2021 12:04 Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. 18. október 2021 12:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Þingi var slitið 13. júní. Kosningar fóru fram 25. september. Í tæpar 8 vikur hefur stjórnin verið í viðræðum um það hvernig þau geta hugsað sér að starfa áfram. Og greinilega er þungur ágreiningur um mál enda hefur allur þessi tími ekki dugað til. Fjárlögin verða ekki tilbúin fyrr en í desember,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu sem hún birtir á Facebook. Hún bendir á að fjárlög séu stærsta verkefni haustþings og að jafnaði lögð fram í byrjun hausts. Þá rammi þau inn tekjuöflun ríkisins og skiptingu útgjalda. „Sem sagt sýn stórnarinnar um hvaða verkefni á að verja fjórmunum í. Pólitíkin sjálf. Hlutverk Alþingis um fjárlögin er að ræða forsendur fyrir útgjöldum og ráðstöfun fjár til málaflokka og þær áherslur sem ríkisstjórn boðar. Þingið ræðir um leið forsendur fyrir skattastefnu ríkisins og tekjuöflun.“ Hún segir að við aðstæður eins og þær sem ríki nú skipti miklu máli að vanda til verka. Það sé að hennar mati hins vegar með ólíkindum að flokkarnir þrír, sem fyrir kosningar tilkynntu að þeir myndu vinna saman fengju þau styrk til þess, skuli tæpum átta vikum eftir kosningar ekki vera tilbúnir. Hún veltir fyrir sér hvernig það megi vera. „Þungar efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs og langvinnra sóttvarnaaðgerða hafa leitt til gríðarlegrar aukningar ríkisskulda. Áskoranir blasa við. Atvinnuleysi fer lækkandi en er enn mun meira en við eigum að venjast. Heimili og fyrirtæki finna fyrir vaxtahækkunum. Og framundan eru kjarasamningar,“ skrifar Þorbjörg. „Allan heimsfaraldurinn hefur verið rætt um þunga stöðu heilbrigðiskerfisins, án þess að við hafi verið brugðist af hálfu ríkisstjórnarinnar. Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu eru ævintýralegir eftir þetta kjörtímabil.“ Hún segir þann mikla tíma sem ríkisstjórnin hafi tekið sér í viðræður muni bitna alvarlega á allri vinnu við fjárlög. Um leið muni hann bitna á þeim mikilvægu verkefnum sem bíði. „Þessi byrjun vekur upp spurningar um verkstjórn. Að geta farið svona illa með tíma þegar verkefnin framundan eru svo brýn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Tengdar fréttir Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38 Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. 3. nóvember 2021 12:04 Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. 18. október 2021 12:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38
Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. 3. nóvember 2021 12:04
Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. 18. október 2021 12:00