Deildarmyrkvi á tungli: „Þetta er alltaf jafn gull, gullfallegt“ Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 08:42 Myrkvinn verður sjáanlegur til rétt rúmlega tíu. Sævar Helgi Bragason Íslendingar hafa margir litið til himins í morgun, en deildarmyrkvi á tungli er nú sjáanlegur. Myrkvinn verður sjáanlegur til rétt rúmlega tíu. Sævar Helgi Sævar Helgi Bragason, stjörnuáhugamaður og vísindamiðlari, segist himinlifandi með myrkvann þegar fréttastofa náði tali af honum. „Betur fór en á horfðist. Við erum vel að sjá þetta þó að skýin fari annað slagið fyrir. Þetta blasir við núna.“ Sævar Helgi segir tilfinninguna dásamlega að fá að fylgjast með slíkum myrkvum. „Þetta er alltaf jafn gull, gullfallegt. Það er líka svo skemmtilegt að það sé eitthvað að gerast sem allir á norðurhveli jarðar geti séð samtímis. Það er ekki til margt slíkt.“ Hann segir þennan deildarmyrkva vera mjög fallegan. „Þetta er mjög djúpur deildarmyrkvi. Rauði liturinn í alskugga jarðar er mjög áberandi á tunglinu núna. Þessu lýkur svo rúmlega 10 þegar tunglið sest,“ segir Sævar Helgi. Sævar Helgi Deildarmyrkvinn hófst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur, en þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97 prósent skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Sævar Helgi Sævar Helgi Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Tunglmyrkvi sjáanlegur á föstudag ef veður leyfir Íslendingar geta barið deildarmyrkva á tungli augum á föstudagsmorgun ef veðurguðirnir verða samvinnuþýðir. Eins og sakir standa benda verðurspár til þess að þeir verði með mótþróa. 16. nóvember 2021 11:51 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sævar Helgi Sævar Helgi Bragason, stjörnuáhugamaður og vísindamiðlari, segist himinlifandi með myrkvann þegar fréttastofa náði tali af honum. „Betur fór en á horfðist. Við erum vel að sjá þetta þó að skýin fari annað slagið fyrir. Þetta blasir við núna.“ Sævar Helgi segir tilfinninguna dásamlega að fá að fylgjast með slíkum myrkvum. „Þetta er alltaf jafn gull, gullfallegt. Það er líka svo skemmtilegt að það sé eitthvað að gerast sem allir á norðurhveli jarðar geti séð samtímis. Það er ekki til margt slíkt.“ Hann segir þennan deildarmyrkva vera mjög fallegan. „Þetta er mjög djúpur deildarmyrkvi. Rauði liturinn í alskugga jarðar er mjög áberandi á tunglinu núna. Þessu lýkur svo rúmlega 10 þegar tunglið sest,“ segir Sævar Helgi. Sævar Helgi Deildarmyrkvinn hófst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur, en þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97 prósent skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Sævar Helgi Sævar Helgi
Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Tunglmyrkvi sjáanlegur á föstudag ef veður leyfir Íslendingar geta barið deildarmyrkva á tungli augum á föstudagsmorgun ef veðurguðirnir verða samvinnuþýðir. Eins og sakir standa benda verðurspár til þess að þeir verði með mótþróa. 16. nóvember 2021 11:51 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tunglmyrkvi sjáanlegur á föstudag ef veður leyfir Íslendingar geta barið deildarmyrkva á tungli augum á föstudagsmorgun ef veðurguðirnir verða samvinnuþýðir. Eins og sakir standa benda verðurspár til þess að þeir verði með mótþróa. 16. nóvember 2021 11:51