Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2021 11:16 Páley segist ekki geta tjáð sig um rannsóknina, hún sé í eðlilegum farvegi en eitt sé þó víst að hún sé stödd í Finnlandi en ekki Reykjavík, eins og Páll staðhæfir. vísir/vilhelm/FG Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri var stödd á ráðstefnu í Finnlandi þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni síðdegis í gær til að bera undir hana þessi tíðindi. Þegar hins vegar efni bloggpistils Páls var reifað í hennar eyru hváði hún? „Já! Þetta er mjög … sérstakt,“ sagði Páley. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um rannsóknina, hún yrði að fá að hafa sinn gang. Þegar hún var spurð hvort ekki mætti hafa samband við sig þegar niðurstöðu væri að vænta, til dæmis eftir viku, sagði Páley: „Höfum það frekar tvær.“ Páley hafði samband við sitt fólk í lögreglunni sérstaklega eftir að blaðamaður Vísis, sem og fleiri fjölmiðlamenn því tilkynningar um ótal ósvöruð símtöl voru í farsíma hennar, höfðu nánast eyðilagt ráðstefnuna fyrir henni. Til að kanna sérstaklega hvort það gæti mögulega verið svo að eitthvað nýtt væri í málinu? Hún hafði svo aftur samband við blaðamann Vísis og sagði að rannsóknin væri í hefðbundnum farvegi. Sakar blaðamenn um að hafa sýnt skipstjóra banatilræði Páll Vilhjálmsson dregur á hinn bóginn ekki af sér í alhæfingum í pistli sem bæði Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar, hafa fyrir sína parta lýst yfir að sé fjarstæðukennt raus sem eigi sér enga stoð. Í bloggpistli Páls segir meðal annars: „Rannsókn málsins er langt komin. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra fer með forræði rannsóknarinnar. Hún hefur verið í Reykjavík alla þessa viku. Búið er að yfirheyra starfsmenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans. Efnisatriði í drög að skýrslu liggja fyrir. Atburðarásin, með tímalínum og atvikalýsingum, er kunn. Andleg vanheilsa grunaðra hefur verið rannsökuð og læknisvottorð metin.“ Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson stóðu að gerð sjónvarpsþáttar um umsvif Samherja í Namibíu. Páll Vilhjálmsson fullyrðir nú andleg vanheilsa þeirra sé nú rannsökuð og læknisvottorð metin. Í fyrri bloggpistli sínum segir Páll að Helgi sé nú í "veikindaleyfi að leika fórnarlamb".vísir/vilhelm Páll fullyrðir að lögreglan hafi tekið lífssýni af Páli skipstjóra í tengslum við rannsókn á „lífshættulegu tilræði þegar síma Páls var stolið 4. maí í vor.“ Páll vitnar í heimildir sem eru hans eigin pistlar um málið sem eru margir. „Síma Páls var stolið þegar hann lá í öndunarvél á gjörgæslu. Rannsókn lögreglu beinist m.a. að því að greina ástæður skyndilegra lífshættulegra veikinda skipstjórans. Í tölvupósti til Páls er hann beðinn um lífssýni til að „finna út hvort þú hafir orðið fyrir eitrun.““ Páley, sem eins og áður sagði vill ekki tjá sig um rannsóknina, bendir á að í það minnsta sé það ekki svo að hún sé í Reykjavík, hún sé í Finnlandi. Vísa staðhæfingum Páls á bug sem yfirgengilegu rugli Þegar Vísir fór að grennslast fyrir um efni pistilsins í gær, meðal annars með því að hafa samband við Aðalstein Kjartansson blaðamann spurði hann í forundran: „Ertu í alvöru að spyrja hvort ég hafi eitrað fyrir Páli Steingrímssyni?“ Hann ákvað svo sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessar ásakanir horfa við sér í pistli sem hann birtir á Stundinni og kallar „Svar við ásökun um glæp“. Aðalsteinn segir það ekki glæp að segja fréttir jafnvel þó einhverjum líki illa við það. Og þá helgi tilgangurinn meðalið: „Líka að ljúga. Stimpla blaðamenn sem „geðveika“ og saka þá um að fremja glæpi, jafnvel banatilræði. Ég veit hreinlega ekki hvað er til ráða gagnvart svona samsæriskenningum. Meiðyrðamál mun líklega engu breyta. Svona svar kannski ekki heldur. Yfirleitt næ ég að hunsa svona málflutning, hvort sem hann birtist á Moggablogginu eða í kommentakerfinu, en þetta var sérstaklega ósvífið.“ Þórður Snær hafnar þessu einnig sem yfirgengilegu og meiðandi rugli í pistili undir yfirskriftinni „Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar“. Hann segir að staðhæfingar Páls ekki í nokkru samhengi við raunveruleikann. Hvorki hann néð aðrir starfsmenn Kjarnans hafi verið yfirheyrðir. „Til að taka af allan vafa: það er enginn blaðamaður til rannsóknar fyrir að hafa reynt að drepa skipstjóra, né fyrir að stela símanum hans. Þetta er hugarburður og áróður til að reyna að grafa undan þeim blaðamönnum sem komu að umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um „skæruliðadeildina“ og RÚV fyrir að hafa opinberað Namibíumál Samherja fyrir rúmum tveimur árum,“ skrifar Þórður meðal annars um þessar kenningar. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. 27. október 2021 12:14 Anna Sigrún lætur í veðri vaka að Páll Vilhjálmsson sé siðblindur Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra Landspítala, ritar grein þar sem hún lætur að því liggja að Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari sé siðblindur. 20. október 2021 09:15 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri var stödd á ráðstefnu í Finnlandi þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni síðdegis í gær til að bera undir hana þessi tíðindi. Þegar hins vegar efni bloggpistils Páls var reifað í hennar eyru hváði hún? „Já! Þetta er mjög … sérstakt,“ sagði Páley. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um rannsóknina, hún yrði að fá að hafa sinn gang. Þegar hún var spurð hvort ekki mætti hafa samband við sig þegar niðurstöðu væri að vænta, til dæmis eftir viku, sagði Páley: „Höfum það frekar tvær.“ Páley hafði samband við sitt fólk í lögreglunni sérstaklega eftir að blaðamaður Vísis, sem og fleiri fjölmiðlamenn því tilkynningar um ótal ósvöruð símtöl voru í farsíma hennar, höfðu nánast eyðilagt ráðstefnuna fyrir henni. Til að kanna sérstaklega hvort það gæti mögulega verið svo að eitthvað nýtt væri í málinu? Hún hafði svo aftur samband við blaðamann Vísis og sagði að rannsóknin væri í hefðbundnum farvegi. Sakar blaðamenn um að hafa sýnt skipstjóra banatilræði Páll Vilhjálmsson dregur á hinn bóginn ekki af sér í alhæfingum í pistli sem bæði Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar, hafa fyrir sína parta lýst yfir að sé fjarstæðukennt raus sem eigi sér enga stoð. Í bloggpistli Páls segir meðal annars: „Rannsókn málsins er langt komin. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra fer með forræði rannsóknarinnar. Hún hefur verið í Reykjavík alla þessa viku. Búið er að yfirheyra starfsmenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans. Efnisatriði í drög að skýrslu liggja fyrir. Atburðarásin, með tímalínum og atvikalýsingum, er kunn. Andleg vanheilsa grunaðra hefur verið rannsökuð og læknisvottorð metin.“ Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson stóðu að gerð sjónvarpsþáttar um umsvif Samherja í Namibíu. Páll Vilhjálmsson fullyrðir nú andleg vanheilsa þeirra sé nú rannsökuð og læknisvottorð metin. Í fyrri bloggpistli sínum segir Páll að Helgi sé nú í "veikindaleyfi að leika fórnarlamb".vísir/vilhelm Páll fullyrðir að lögreglan hafi tekið lífssýni af Páli skipstjóra í tengslum við rannsókn á „lífshættulegu tilræði þegar síma Páls var stolið 4. maí í vor.“ Páll vitnar í heimildir sem eru hans eigin pistlar um málið sem eru margir. „Síma Páls var stolið þegar hann lá í öndunarvél á gjörgæslu. Rannsókn lögreglu beinist m.a. að því að greina ástæður skyndilegra lífshættulegra veikinda skipstjórans. Í tölvupósti til Páls er hann beðinn um lífssýni til að „finna út hvort þú hafir orðið fyrir eitrun.““ Páley, sem eins og áður sagði vill ekki tjá sig um rannsóknina, bendir á að í það minnsta sé það ekki svo að hún sé í Reykjavík, hún sé í Finnlandi. Vísa staðhæfingum Páls á bug sem yfirgengilegu rugli Þegar Vísir fór að grennslast fyrir um efni pistilsins í gær, meðal annars með því að hafa samband við Aðalstein Kjartansson blaðamann spurði hann í forundran: „Ertu í alvöru að spyrja hvort ég hafi eitrað fyrir Páli Steingrímssyni?“ Hann ákvað svo sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessar ásakanir horfa við sér í pistli sem hann birtir á Stundinni og kallar „Svar við ásökun um glæp“. Aðalsteinn segir það ekki glæp að segja fréttir jafnvel þó einhverjum líki illa við það. Og þá helgi tilgangurinn meðalið: „Líka að ljúga. Stimpla blaðamenn sem „geðveika“ og saka þá um að fremja glæpi, jafnvel banatilræði. Ég veit hreinlega ekki hvað er til ráða gagnvart svona samsæriskenningum. Meiðyrðamál mun líklega engu breyta. Svona svar kannski ekki heldur. Yfirleitt næ ég að hunsa svona málflutning, hvort sem hann birtist á Moggablogginu eða í kommentakerfinu, en þetta var sérstaklega ósvífið.“ Þórður Snær hafnar þessu einnig sem yfirgengilegu og meiðandi rugli í pistili undir yfirskriftinni „Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar“. Hann segir að staðhæfingar Páls ekki í nokkru samhengi við raunveruleikann. Hvorki hann néð aðrir starfsmenn Kjarnans hafi verið yfirheyrðir. „Til að taka af allan vafa: það er enginn blaðamaður til rannsóknar fyrir að hafa reynt að drepa skipstjóra, né fyrir að stela símanum hans. Þetta er hugarburður og áróður til að reyna að grafa undan þeim blaðamönnum sem komu að umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um „skæruliðadeildina“ og RÚV fyrir að hafa opinberað Namibíumál Samherja fyrir rúmum tveimur árum,“ skrifar Þórður meðal annars um þessar kenningar.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. 27. október 2021 12:14 Anna Sigrún lætur í veðri vaka að Páll Vilhjálmsson sé siðblindur Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra Landspítala, ritar grein þar sem hún lætur að því liggja að Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari sé siðblindur. 20. október 2021 09:15 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. 27. október 2021 12:14
Anna Sigrún lætur í veðri vaka að Páll Vilhjálmsson sé siðblindur Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra Landspítala, ritar grein þar sem hún lætur að því liggja að Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari sé siðblindur. 20. október 2021 09:15