Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Þá verður rætt við pólska konu búsetta á Íslandi sem telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda geti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif.
Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en átján ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum, og til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða.
Við lítum við í Landsbankanum en hann mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku.
Þá hittum við stjörnuna í nýrri auglýsingaherferð Íslandsstofu og verðum í beinni útsendingu frá Lækjartorgi, þar sem jólakötturinn verður tendraður.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.