Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2021 14:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að nýr meðferðarkjarni spítalans laði ungt fólk í störf. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. Mönnunarvandi og húsnæðisskortur eru þau atriði sem allir á Landspítalanum nefna þegar þeir kvarta yfir ómögulegum starfsháttum sínum. Neyðarkall hefur borist frá hinum ýmsu sviðum og deildum spítalans nánast mánaðarlega síðustu misseri og gengu fimm starfsmenn svo langt að segja upp á bráðamóttökunni í vikunni. „Mér finnst þetta bara mjög alvarlegt. Og ég held það sé mjög mikilvægt að bæði stjórnendur á spítalanum og stjórnvöld leggi við hlustir þegar að kallað er eftir viðbrögðum og aðgerðum. Og ég held að við eigum stöðugt að vera að velta því fyrir okkur með hvaða hætti er hægt að gera betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Nýr meðferðarkjarni lokki ungt fólk að Það sé ómögulegt að leysa þessi vandamál einn, tveir og þrír en bygging nýs meðferðarkjarna Landspítalans eigi að létta mjög á húsnæðisskortinum. „Það er auðvitað endalaust mikilvægt og það skiptir líka máli þegar kemur að mönnuninni. Það er að segja að ungt heilbrigðismenntað starfsfólk sjái að hér sé spennandi og gaman að vinna vegna þess að hér er nútímalegur spítali með besta mögulega tækjabúnað og svo framvegis," segir Svandís. „Vegna þess að það skiptir líka máli þegar að fólk er að ákveða hvar það vill vinna.“ Heldurðu að þessar stanslausu umkvartanir séu kannski einmitt til þess fallnar að verka öfugt á ungt heilbrigðismenntað fólk; að þetta virðist kannski vera fráhrindandi vinnustaður og að við séum komin í einhvern vítahring með þetta? „Þetta er náttúrulega alltaf ákveðin hætta þegar umræðan þróast með þeim hætti að það eru fleiri gallar en kostir við viðkomandi vettvang. En ég held að svona þegar á heildina er litið þá getum við öll verið sammála um það að íslensk heilbrigðisþjónusta er í hæsta gæðaflokki á heimsvísu.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Mönnunarvandi og húsnæðisskortur eru þau atriði sem allir á Landspítalanum nefna þegar þeir kvarta yfir ómögulegum starfsháttum sínum. Neyðarkall hefur borist frá hinum ýmsu sviðum og deildum spítalans nánast mánaðarlega síðustu misseri og gengu fimm starfsmenn svo langt að segja upp á bráðamóttökunni í vikunni. „Mér finnst þetta bara mjög alvarlegt. Og ég held það sé mjög mikilvægt að bæði stjórnendur á spítalanum og stjórnvöld leggi við hlustir þegar að kallað er eftir viðbrögðum og aðgerðum. Og ég held að við eigum stöðugt að vera að velta því fyrir okkur með hvaða hætti er hægt að gera betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Nýr meðferðarkjarni lokki ungt fólk að Það sé ómögulegt að leysa þessi vandamál einn, tveir og þrír en bygging nýs meðferðarkjarna Landspítalans eigi að létta mjög á húsnæðisskortinum. „Það er auðvitað endalaust mikilvægt og það skiptir líka máli þegar kemur að mönnuninni. Það er að segja að ungt heilbrigðismenntað starfsfólk sjái að hér sé spennandi og gaman að vinna vegna þess að hér er nútímalegur spítali með besta mögulega tækjabúnað og svo framvegis," segir Svandís. „Vegna þess að það skiptir líka máli þegar að fólk er að ákveða hvar það vill vinna.“ Heldurðu að þessar stanslausu umkvartanir séu kannski einmitt til þess fallnar að verka öfugt á ungt heilbrigðismenntað fólk; að þetta virðist kannski vera fráhrindandi vinnustaður og að við séum komin í einhvern vítahring með þetta? „Þetta er náttúrulega alltaf ákveðin hætta þegar umræðan þróast með þeim hætti að það eru fleiri gallar en kostir við viðkomandi vettvang. En ég held að svona þegar á heildina er litið þá getum við öll verið sammála um það að íslensk heilbrigðisþjónusta er í hæsta gæðaflokki á heimsvísu.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira