Snýst pólitík um uppbyggingu eða niðurrif? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 20. nóvember 2021 08:01 Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana. Þegar ég skipti um vettvang og kom hingað í stjórnmálin uppgötvaði ég fljótt, það sem ég vissi fyrir, að stjórnmál eru stórskemmtileg. Að skiptast á skoðunum, rökræða og hafa áhrif á það hvernig samfélagið okkar þróast og breytist. Við borgarfulltrúarnir höfum mismunandi sýn á þróun Reykjavíkur. Það er eðlilegt, enda erum við kjörin til að veita mismunandi áherslum brautargöngu. Ef við værum öll sammála væri lítill tilgangur fyrir stjórnmál. Þá gæti embættisfólkið bara séð um reksturinn. Tökumst á um forgangsröðun og framtíðarsýn Innan stjórnmálanna eigum við að takast á, með augun á boltanum og afla okkar skoðunum fylgis um kosti okkar framtíðarsýnar og ókosti annarra leiða. Við þurfum að færa rök fyrir því af hverju við viljum forgangsraða takmörkuðu fjármagni í ákveðin verkefni frekar en ekki önnur. Þessi meirihluti sem nú situr hefur útskýrt af hverju hann vill forgangsraða auknu fjármagni í skóla og leikskóla, umhverfismál og stafræna þróun, því þar teljum við mikilvægast að bæta þjónustuna og umhverfi borgarinnar. Þeir sem ekki eru sammála þessari forgangsröðun færa svo rök fyrir sinni skoðun og af hverju betra sé að forgangsraða fjármagninu í önnur verkefni. Þetta er eðlileg pólitík og skemmtileg. … en ekki starfsfólk sem framfylgir stefnu Á þessu kjörtímabili hefur gagnrýni sumra borgarfulltrúa ansi oft færst frá okkur í meirihlutanum og að embættisfólki borgarinnar og öðru starfsfólki sem er í góðri trú að framfylgja okkar stefnu. Stundum hefur gagnrýnin verið persónugerð í einstaka embættismanni. Í önnur skipti hefur gagnrýnin beinst að sviðum eða deildum, þar sem starfsfólki eru gerð upp annarleg sjónarmið fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Bara á síðasta borgarstjórnarfundi var talað um “fyllerí” starfsmanna, hæðst að breytingarstjórnun, undirbúningi stórra verkefna og hugmyndavinnu til að breyta í grundvallaratriðum hvernig verkefni eru unnin til að einfalda ferla og starfsmenn voru sakaðir um að blekkja borgarfulltrúa. Þetta hefur verið endurtekið þema gagnvart þessum starfsmönnum nú um nokkurt skeið, fyrir það að framfylgja stefnu meirihlutans í borgarstjórn. Ef borgarfulltrúar eða aðrir eru ósátt við þá stefnu sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur sett og þá forgangsröðun fjármagns sem ákveðin hefur verið, er rétt að beina þeirri gagnrýni að okkur sem skipum þennan meirihluta, á málefnalegan hátt. Við höfum breitt bak og skýra framtíðarsýn um bætta þjónustu fyrir borgarbúa, betri stjórnsýslu og grænni framtíð. Okkur er ekki vandi á höndum að færa rök fyrir okkar forgangsröðun. Förum í boltann, ekki manninn Við þurfum að íhuga hvort við viljum stjórnmál sem eru uppbyggileg og þar sem kjörnir fulltrúar takast á til að leita bestu lausna fyrir borgarbúa. Eða hvort við viljum pólitík sem byggist á því að rífa niður störf þeirra sem eru að framfylgja stefnumörkun stjórnmálanna. Í upphafi stjórnmálaþátttöku fyrir hönd Viðreisnar í Reykjavík, þá einsetti ég mér að bera virðingu fyrir skoðunum kollega minna. Að í umræðum skyldi ég fara í boltann en ekki manninn. Að vera jákvæð og leggja áherslu á kosti þeirra hugsjóna sem ég brenn fyrir. Þetta er grunnurinn að orðfæri Viðreisnar sem er ein af ástæðum þess að ég sá strax að í Viðreisn ætti ég og mínar hugsjónir heima. Ef við sameinumst um þessar áherslur trúi ég að við getum byggt upp mun heilbrigðari stjórnmálaumræðu, í borgarstjórn, í öðrum sveitarstjórnum og á þingi. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana. Þegar ég skipti um vettvang og kom hingað í stjórnmálin uppgötvaði ég fljótt, það sem ég vissi fyrir, að stjórnmál eru stórskemmtileg. Að skiptast á skoðunum, rökræða og hafa áhrif á það hvernig samfélagið okkar þróast og breytist. Við borgarfulltrúarnir höfum mismunandi sýn á þróun Reykjavíkur. Það er eðlilegt, enda erum við kjörin til að veita mismunandi áherslum brautargöngu. Ef við værum öll sammála væri lítill tilgangur fyrir stjórnmál. Þá gæti embættisfólkið bara séð um reksturinn. Tökumst á um forgangsröðun og framtíðarsýn Innan stjórnmálanna eigum við að takast á, með augun á boltanum og afla okkar skoðunum fylgis um kosti okkar framtíðarsýnar og ókosti annarra leiða. Við þurfum að færa rök fyrir því af hverju við viljum forgangsraða takmörkuðu fjármagni í ákveðin verkefni frekar en ekki önnur. Þessi meirihluti sem nú situr hefur útskýrt af hverju hann vill forgangsraða auknu fjármagni í skóla og leikskóla, umhverfismál og stafræna þróun, því þar teljum við mikilvægast að bæta þjónustuna og umhverfi borgarinnar. Þeir sem ekki eru sammála þessari forgangsröðun færa svo rök fyrir sinni skoðun og af hverju betra sé að forgangsraða fjármagninu í önnur verkefni. Þetta er eðlileg pólitík og skemmtileg. … en ekki starfsfólk sem framfylgir stefnu Á þessu kjörtímabili hefur gagnrýni sumra borgarfulltrúa ansi oft færst frá okkur í meirihlutanum og að embættisfólki borgarinnar og öðru starfsfólki sem er í góðri trú að framfylgja okkar stefnu. Stundum hefur gagnrýnin verið persónugerð í einstaka embættismanni. Í önnur skipti hefur gagnrýnin beinst að sviðum eða deildum, þar sem starfsfólki eru gerð upp annarleg sjónarmið fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Bara á síðasta borgarstjórnarfundi var talað um “fyllerí” starfsmanna, hæðst að breytingarstjórnun, undirbúningi stórra verkefna og hugmyndavinnu til að breyta í grundvallaratriðum hvernig verkefni eru unnin til að einfalda ferla og starfsmenn voru sakaðir um að blekkja borgarfulltrúa. Þetta hefur verið endurtekið þema gagnvart þessum starfsmönnum nú um nokkurt skeið, fyrir það að framfylgja stefnu meirihlutans í borgarstjórn. Ef borgarfulltrúar eða aðrir eru ósátt við þá stefnu sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur sett og þá forgangsröðun fjármagns sem ákveðin hefur verið, er rétt að beina þeirri gagnrýni að okkur sem skipum þennan meirihluta, á málefnalegan hátt. Við höfum breitt bak og skýra framtíðarsýn um bætta þjónustu fyrir borgarbúa, betri stjórnsýslu og grænni framtíð. Okkur er ekki vandi á höndum að færa rök fyrir okkar forgangsröðun. Förum í boltann, ekki manninn Við þurfum að íhuga hvort við viljum stjórnmál sem eru uppbyggileg og þar sem kjörnir fulltrúar takast á til að leita bestu lausna fyrir borgarbúa. Eða hvort við viljum pólitík sem byggist á því að rífa niður störf þeirra sem eru að framfylgja stefnumörkun stjórnmálanna. Í upphafi stjórnmálaþátttöku fyrir hönd Viðreisnar í Reykjavík, þá einsetti ég mér að bera virðingu fyrir skoðunum kollega minna. Að í umræðum skyldi ég fara í boltann en ekki manninn. Að vera jákvæð og leggja áherslu á kosti þeirra hugsjóna sem ég brenn fyrir. Þetta er grunnurinn að orðfæri Viðreisnar sem er ein af ástæðum þess að ég sá strax að í Viðreisn ætti ég og mínar hugsjónir heima. Ef við sameinumst um þessar áherslur trúi ég að við getum byggt upp mun heilbrigðari stjórnmálaumræðu, í borgarstjórn, í öðrum sveitarstjórnum og á þingi. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun