Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2021 08:58 Fjöldi mótmælenda var saman kominn í miðborg Chicago í gær. Pat Nabong/Chicago Sun-Times via AP Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. AP-fréttaveitan greinir frá því að mótmælendur hafi brotið rúður í borginni, kastað hlutum í lögreglu og til tals hafi komið meðal mótmælenda að brenna niður byggingu í eigu ríkisins í miðbæ Portland. Lögreglan hafi sektað nokkurn fjölda fólks en aðeins einn hafi verið handtekinn. Mótmælin voru til komin eftir að hinn átján ára Kyle Rittenhouse var sýknaður af ákæru fyrir morð á tveimur mönnum og fyrir að særa þann þriðja, þegar hann var viðstaddur óeirðir í borginni Kenosha í Wisconsin í ágúst í fyrra, vopnaður riffli. Óeirðirnar í Kenosha spruttu út frá mótmælum gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum, eftir að hvítur lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Trúin á réttarkerfinu upp urin Mótmæli spruttu upp víða í landinu um helgina eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir, til að mynda í New York, Los Angeles og í Chicago. Í síðastnefndu borginni gengu um þúsund manns í gegnum miðborg Chicago með skilti þar sem kynþáttahyggju og kynþáttafordómum var mótmælt ákaft. Þá báru sumir myndir af Rittenhouse þar sem hann er vopnaður rifflinum. Skilaboðin „Kill Kyle“ eða „Drepum Kyle“ sjást hér krotuð í strætóstopp í Los Angeles.AP Photo/Jae C. Hong AP hefur eftir Tönyu Watkins, einum skipuleggjenda mótmælanna í Chicago: „Þó að dómur í málinu hafi ekki komið mér á óvart þá er ég þreytt. Ég er vonsvikin. Ég er bálreið. Ég er búin að tapa hverri einustu örðu af trausti á réttarkerfinu.“ Biden og Trump á öndverðum meiði Mál Rittenhouse hefur valdið miklum titringi vestanhafs og verið afar umdeilt. Þannig lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti vonbrigðum með að Rittenhouse hafi ekki verið sakfelldur á meðan forveri hans í starfi, Donald Trump, fagnaði sýknunni ákaft. Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sýna fram á að hann hafi að yfirlögðu ráði ætlað sér að drepa mennina tvo sem hann skaut til bana. Verjendur Rittenhouse báru því við að mennirnir sem hann skaut hafi ógnað honum og hann hafi skotið þá í sjálfsvörn, sem kviðdómur í málinu féllst á. Hefði Rittenhouse verið fundinn sekur hefði hann getað átt yfir höfði sér áratugalangan fangelsisdóm. Rittenhouse ferðaðist til Kenosha í Wisconsin frá Illinois, sérstaklega til þess að vera viðstaddur óeirðirnar. Þar sagðist hann hafa ætlað sér að varna því að fyrirtæki yrðu fyrir barðinu á mótmælendum sem kynnu að reyna að vinna skemmdarverk, auk þess að veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að mótmælendur hafi brotið rúður í borginni, kastað hlutum í lögreglu og til tals hafi komið meðal mótmælenda að brenna niður byggingu í eigu ríkisins í miðbæ Portland. Lögreglan hafi sektað nokkurn fjölda fólks en aðeins einn hafi verið handtekinn. Mótmælin voru til komin eftir að hinn átján ára Kyle Rittenhouse var sýknaður af ákæru fyrir morð á tveimur mönnum og fyrir að særa þann þriðja, þegar hann var viðstaddur óeirðir í borginni Kenosha í Wisconsin í ágúst í fyrra, vopnaður riffli. Óeirðirnar í Kenosha spruttu út frá mótmælum gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum, eftir að hvítur lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Trúin á réttarkerfinu upp urin Mótmæli spruttu upp víða í landinu um helgina eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir, til að mynda í New York, Los Angeles og í Chicago. Í síðastnefndu borginni gengu um þúsund manns í gegnum miðborg Chicago með skilti þar sem kynþáttahyggju og kynþáttafordómum var mótmælt ákaft. Þá báru sumir myndir af Rittenhouse þar sem hann er vopnaður rifflinum. Skilaboðin „Kill Kyle“ eða „Drepum Kyle“ sjást hér krotuð í strætóstopp í Los Angeles.AP Photo/Jae C. Hong AP hefur eftir Tönyu Watkins, einum skipuleggjenda mótmælanna í Chicago: „Þó að dómur í málinu hafi ekki komið mér á óvart þá er ég þreytt. Ég er vonsvikin. Ég er bálreið. Ég er búin að tapa hverri einustu örðu af trausti á réttarkerfinu.“ Biden og Trump á öndverðum meiði Mál Rittenhouse hefur valdið miklum titringi vestanhafs og verið afar umdeilt. Þannig lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti vonbrigðum með að Rittenhouse hafi ekki verið sakfelldur á meðan forveri hans í starfi, Donald Trump, fagnaði sýknunni ákaft. Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sýna fram á að hann hafi að yfirlögðu ráði ætlað sér að drepa mennina tvo sem hann skaut til bana. Verjendur Rittenhouse báru því við að mennirnir sem hann skaut hafi ógnað honum og hann hafi skotið þá í sjálfsvörn, sem kviðdómur í málinu féllst á. Hefði Rittenhouse verið fundinn sekur hefði hann getað átt yfir höfði sér áratugalangan fangelsisdóm. Rittenhouse ferðaðist til Kenosha í Wisconsin frá Illinois, sérstaklega til þess að vera viðstaddur óeirðirnar. Þar sagðist hann hafa ætlað sér að varna því að fyrirtæki yrðu fyrir barðinu á mótmælendum sem kynnu að reyna að vinna skemmdarverk, auk þess að veita fyrstu hjálp ef þörf væri á.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira