Fjallað verður um stöðuna í þessum málum í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.
Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir tímabært að ríki heims fari að ræða bólusetningarskyldu af alvöru. Menntamálaráðherra segir að styðja þurfi betur við skóla sem lenda í slæmum hópsýkingum af völdum veirunnar.
Þá verður rætt við héraðsdómara og lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík sem segir það ekki svo að réttarkerfið trúi ekki þolendum kynferðisbrota. Hins vegar þurfi að fylgja laganna bókstaf þegar slík mál rati til lögreglu og dómstóla.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12