Skemmdarverk í Krónunni á Selfossi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 12:42 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Verslunarstjóri Krónunnar á Selfossi tilkynnti að verslunin hyggist hætta að gefa vörur vegna skemmdarverka. Verslunin hafði gefið vörur sem komnar höfðu verið fram yfir „best fyrirׅ“ dagsetninguna. Verslunarstjórinn birtir tilkynninguna í Facebook-hópnum „Íbúar á Selfossi,“ en þar segir hann að matvörur, og annað sem komið hafi verið fram yfir söludag, hafi ítrekað verið notað til skemmdarverka í húsinu. Hann nefnir tannkrem sem dæmi, en því var klínt á veggi og glugga í húsi Krónunnar. Þá var hnetum var dreift yfir rúllustiga og glerkrukkum með matvælum var grýtt í veggi bílakjallarans. Matthías Ingi segir í samtali við fréttastofu að málið sé auðvitað leiðinlegt og telur líklegt að börn hafi verið að verki. Hann birti færsluna í von um að foreldrar ræði við börnin sín, en tekur þó fram að hann vilji ekki ásaka börn sérstaklega. Þetta hafi auðvitað geta verið hver sem er. Aðalástæðan fyrir birtingunni hafi verið að vekja athygli á málinu. „Þetta er alveg ömurlegt“ „Þetta er alveg ömurlegt. Tannkremið sá maður út um allar koppagrundir hér innanbæjar, í klessu á gangstéttum. Alveg ótrúlegt hversu mikið er til af þessum svörtu sauðum. Veitir ekki af að fræða krakkagríslingana betur því sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ skrifar einn meðlimur hópsins undir færslu verslunarstjórans. Matthías Ingi segir að til standi að gefa matvælin - eða vörurnar - til hjálparsamtaka á næstunni, og áréttar að þetta sé ekkert stórmál. Magnið hafi ekki verið mikið og matvörurnar fara til hjálparstofnana til að byrja með. „Ég vona það að þetta sé eitthvað tímabundið sem er í gangi núna. Það hafa reglulega verið veggjakrot og svona sem hafa komið upp, en þetta er leiðinlegt mál þegar maður er að reyna að nýta nothæfar matvörur og þær eru notaðar í þessum tilgangi. Þessu verður ekki hent, við finnum bara aðrar leiðir,“ segir Matthías. Árborg Verslun Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Verslunarstjórinn birtir tilkynninguna í Facebook-hópnum „Íbúar á Selfossi,“ en þar segir hann að matvörur, og annað sem komið hafi verið fram yfir söludag, hafi ítrekað verið notað til skemmdarverka í húsinu. Hann nefnir tannkrem sem dæmi, en því var klínt á veggi og glugga í húsi Krónunnar. Þá var hnetum var dreift yfir rúllustiga og glerkrukkum með matvælum var grýtt í veggi bílakjallarans. Matthías Ingi segir í samtali við fréttastofu að málið sé auðvitað leiðinlegt og telur líklegt að börn hafi verið að verki. Hann birti færsluna í von um að foreldrar ræði við börnin sín, en tekur þó fram að hann vilji ekki ásaka börn sérstaklega. Þetta hafi auðvitað geta verið hver sem er. Aðalástæðan fyrir birtingunni hafi verið að vekja athygli á málinu. „Þetta er alveg ömurlegt“ „Þetta er alveg ömurlegt. Tannkremið sá maður út um allar koppagrundir hér innanbæjar, í klessu á gangstéttum. Alveg ótrúlegt hversu mikið er til af þessum svörtu sauðum. Veitir ekki af að fræða krakkagríslingana betur því sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ skrifar einn meðlimur hópsins undir færslu verslunarstjórans. Matthías Ingi segir að til standi að gefa matvælin - eða vörurnar - til hjálparsamtaka á næstunni, og áréttar að þetta sé ekkert stórmál. Magnið hafi ekki verið mikið og matvörurnar fara til hjálparstofnana til að byrja með. „Ég vona það að þetta sé eitthvað tímabundið sem er í gangi núna. Það hafa reglulega verið veggjakrot og svona sem hafa komið upp, en þetta er leiðinlegt mál þegar maður er að reyna að nýta nothæfar matvörur og þær eru notaðar í þessum tilgangi. Þessu verður ekki hent, við finnum bara aðrar leiðir,“ segir Matthías.
Árborg Verslun Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira