ESPN greinir frá. Pochettino hefur verið sterklega orðaður við United sem er í stjóraleit eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka pokann sinn í fyrradag. Michael Carrick stýrir United gegn Villarreal í Meistaradeild Evrópu í kvöld og þar til nýr stjóri finnst.
Forráðamenn PSG vilja vera tilbúnir ef Pochettino fer til United og hafa heyrt í Zidane. Hann er án starfs eftir að hafa hætt hjá Real Madrid í sumar. Samkvæmt heimildum ESPN hefur Zidane áhuga á stjórastarfinu hjá stjörnum prýddu liði PSG.
Þrátt fyrir áhuga United hefur félagið ekki enn sett sig í samband við Pochettino og hann hefur ekki tjáð forráðamönnum PSG að hann vilji fara.
Pochettino þekkir vel til á Englandi en hann stýrði Southampton á árunum 2013-14 og Tottenham 2014-19.