Á meðal þeirra sem við þjónum Ása Laufey Sæmundsdóttir, Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Hreinn Hákonarson, Kristín Pálsdóttir, Sigrún Margrétar Óskarsdóttir og Toshiki Toma skrifa 28. nóvember 2021 08:01 Öll viljum við láta gott af okkur leiða í lífinu. Á Covid-tímum höfum við sérstaklega verið minnt á hversu samskipti og samvera með samstarfsfólki, vinum og vinkonum og ekki síst þeim sem okkur þykir vænst um er mikilvæg. Við höfum þörf fyrir stuðning úr okkar nánasta umhverfi sem nærir okkur andlega og gefur okkur þá orku sem við þurfum á að halda til að takast á við öll þau fjölbreyttu verkefni sem við stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Verkefni sem geta bæði verið krefjandi og erfið en einnig fært okkur gleði og innihald í líf okkar. Covid hefur sett okkur skorður í samskiptum og sum okkar hafa þurft að passa sig betur en önnur af ýmsum ástæðum. Um leið höfum við einnig séð að fólk hefur fundið sér nýjar leiðir til að vera saman þó ekkert komi í stað þess að geta hist augliti til auglitis í eigin persónu. Aðventan og jólin hafa verið sá tími þar sem við gerum okkur dagamun og hlúum að okkur sjálfum og öðrum með því að hittast og hugsanlega fara á tónleika eða á jólahlaðborð. Allt er þetta með öðru sniði nú en áður. Við sem störfum í sérþjónustu kirkjunnar finnum hvernig sá hópur fólks sem við sinnum hefur þurft að takast á við gríðarlegar áskoranir. Störf okkar eru meðal innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda, fatlaðra og fólks með þroskahömlun, á vettvangi sjúkrahúss- og fangaþjónustu sem og þeirra sem tilheyra menningarsamfélagi heyrnarlausra. Við erum ekki staðsett í ákveðnum kirkjubyggingum heldur erum á meðal þeirra sem við þjónum. Hlutverk okkar er að veita sálgæslu sem felur m.a. í sér stuðning og samfylgd á forsendum þeirra sem þjónustuna þiggja. Stuðningurinn er oft í formi samtala bæði við einstaklinga og fjölskyldur þar sem tekist er á við margs kyns vanda og andlegan, trúarlegan, tilvistarlegan og félagslegan sársauka. Í slíkum aðstæðum verða tilvistarlegu spurningarnar og vangavelturnar ágengari en ella þar sem spurt er hver tilgangurinn sé með þessu öllu saman og hvers vegna aðstæðurnar séu með þeim hætti sem raun ber vitni. Að takast á við veikindi, að vera innilokuð í fangelsi eða að finna sig vegna fötlunar og annarra hamlandi aðstæðna vera utangarðs í okkar samfélagi er gífurleg áskorun sem á Covid-tímum hefur síst orðið auðveldari. Við undirrituð sérþjónustuprestar viljum minna okkur öll á þennan hóp fólks sem þjónusta okkar tekur til. Við teljum það afar mikilvægt að við sem samfélag stöndum vörð um sálgæsluþjónustu á heilbrigðisstofnunum, fangelsum, meðal fatlaðra og fólks með þroskahömlun, heyrnarlausra og þeirra sem hingað koma í leit að betra lífi. Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestur innflytjendaGuðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúspresturGuðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðraHreinn Hákonarson, sérþjónustuprestur á samskiptasviði BiskupsstofuKristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausraSigrúnar Margrétar Óskarsdóttir, fangapresturToshiki Toma, prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við láta gott af okkur leiða í lífinu. Á Covid-tímum höfum við sérstaklega verið minnt á hversu samskipti og samvera með samstarfsfólki, vinum og vinkonum og ekki síst þeim sem okkur þykir vænst um er mikilvæg. Við höfum þörf fyrir stuðning úr okkar nánasta umhverfi sem nærir okkur andlega og gefur okkur þá orku sem við þurfum á að halda til að takast á við öll þau fjölbreyttu verkefni sem við stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Verkefni sem geta bæði verið krefjandi og erfið en einnig fært okkur gleði og innihald í líf okkar. Covid hefur sett okkur skorður í samskiptum og sum okkar hafa þurft að passa sig betur en önnur af ýmsum ástæðum. Um leið höfum við einnig séð að fólk hefur fundið sér nýjar leiðir til að vera saman þó ekkert komi í stað þess að geta hist augliti til auglitis í eigin persónu. Aðventan og jólin hafa verið sá tími þar sem við gerum okkur dagamun og hlúum að okkur sjálfum og öðrum með því að hittast og hugsanlega fara á tónleika eða á jólahlaðborð. Allt er þetta með öðru sniði nú en áður. Við sem störfum í sérþjónustu kirkjunnar finnum hvernig sá hópur fólks sem við sinnum hefur þurft að takast á við gríðarlegar áskoranir. Störf okkar eru meðal innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda, fatlaðra og fólks með þroskahömlun, á vettvangi sjúkrahúss- og fangaþjónustu sem og þeirra sem tilheyra menningarsamfélagi heyrnarlausra. Við erum ekki staðsett í ákveðnum kirkjubyggingum heldur erum á meðal þeirra sem við þjónum. Hlutverk okkar er að veita sálgæslu sem felur m.a. í sér stuðning og samfylgd á forsendum þeirra sem þjónustuna þiggja. Stuðningurinn er oft í formi samtala bæði við einstaklinga og fjölskyldur þar sem tekist er á við margs kyns vanda og andlegan, trúarlegan, tilvistarlegan og félagslegan sársauka. Í slíkum aðstæðum verða tilvistarlegu spurningarnar og vangavelturnar ágengari en ella þar sem spurt er hver tilgangurinn sé með þessu öllu saman og hvers vegna aðstæðurnar séu með þeim hætti sem raun ber vitni. Að takast á við veikindi, að vera innilokuð í fangelsi eða að finna sig vegna fötlunar og annarra hamlandi aðstæðna vera utangarðs í okkar samfélagi er gífurleg áskorun sem á Covid-tímum hefur síst orðið auðveldari. Við undirrituð sérþjónustuprestar viljum minna okkur öll á þennan hóp fólks sem þjónusta okkar tekur til. Við teljum það afar mikilvægt að við sem samfélag stöndum vörð um sálgæsluþjónustu á heilbrigðisstofnunum, fangelsum, meðal fatlaðra og fólks með þroskahömlun, heyrnarlausra og þeirra sem hingað koma í leit að betra lífi. Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestur innflytjendaGuðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúspresturGuðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðraHreinn Hákonarson, sérþjónustuprestur á samskiptasviði BiskupsstofuKristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausraSigrúnar Margrétar Óskarsdóttir, fangapresturToshiki Toma, prestur innflytjenda
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun