Leiðtogar 21. aldarinnar Kristrún Frostadóttir skrifar 24. nóvember 2021 07:01 Styrkleiki þessarar ríkisstjórnar er einnig hennar mesti veikleiki; skortur á pólitískri stefnu og sýn. Þar af leiðandi hefur gagnrýnin ekki rist djúpt, því efnislega hefur lítið verið að gagnrýna. Friðurinn um stjórnina hefur ríkt því hún hefur ekki haft samstöðu til að fara fram með mál sem gætu vakið upp tilfinningar hjá fólki. En þessi nálgun mun ekki ráða fram úr þeim risastóru áskorunum í heilbrigðis-, húsnæðis- og loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir. Það þarf breiða stefnumótun þvert á ráðuneyti til að koma fram með lausnir sem virka í breyttum heimi. Í þessu samhengi kemur varla á óvart að stærstu málin sem ríkisstjórnin skreytir sig með eru mál líkt og Farsældarfrumvarp félagsmálaráðherra þar sem kostnaðurinn og útfærslan fellur að stærstum hluta á sveitarfélögin. Með því að varpa ábyrgðinni á herðar sveitarfélaganna næst samstaða í ríkisstjórn um fjármögnun, þ.e. að láta aðra borga. Smáskrefastjórnin snýr sér svo við og hneykslast á rekstrarstöðu sveitarfélaga. Reynslan af slíkri útvistun ábyrgðar er umtalsverð. Hún hefur falið í sér niðurskurð í nærþjónustu í gegnum bakdyrnar. Um 9 milljarða vantar inn í málaflokk fatlaðra á sveitarfélagastiginu vegna vanfjármögnunar í tengslum við flutning málaflokksins frá ríkinu. Þessi bakdyraniðurskurður heldur nú áfram í nafni ríkisstjórnar smárra skrefa. Ef litið er á fjármálaáætlun sem kom út í vor, og ekkert bendir til að breytist, má sjá að gert er ráð fyrir að sveitarfélagastigið skili einni bestu afkomu sem sést hefur undanfarna þrjá áratugi næstu árin þrátt fyrir að koma út úr einni erfiðustu kreppu sögunnar. Þessar kröfur eru upprunnar á borði ráðherra, ekki sveitastjórna. Hreinsa á til á ríkisstjórnarborðinu í gegnum stjórnsýslustig sem virðist ekki koma þeim við. Svona stefnuleysi er rándýrt fyrir samfélagið. Í áætlun ríkisstjórnarinnar er tekið fram að erfitt sé fyrir sveitarfélögin að afla tekna til að mæta viðbótarkostnaði næstu árin. Rúmlega helmingur rekstrarútgjalda sveitarfélaga er launakostnaður, m.v. þriðjung hjá ríkissjóði. Aðgerða- og stefnuleysi ríkisins á húsnæðismarkaði, sem setur kröfur á frekari launahækkanir, bitnar því hlutfallslega mun þyngra á sveitarfélögunum en ríkinu. Þessum vítahring er svo endanlega lokað í fjármálaáætlun smáskrefastjórnarinnar þar sem fram kemur að ein grundvallarforsenda þess að afkomuáætlun sveitarfélagastigsins gangi upp næstu árin er að fasteignaskattar skili meiru en áður var talið – vegna þess hve mikið fasteignaverð hefur og mun hækka. Afstöðuleysi smáskrefastjórnarinnar sem treystir sér ekki til að móta markaði með samfélagið að leiðarljósi hefur gert samfélagið háð fasteignaverðshækkunum. Sömu fasteignaverðshækkunum og drífa nú að áfram mikla verðbólgu í landinu. Breytingar eru erfiðar. Vandinn við stærstu áskoranir okkar tíma er að viðbrögðin við þeim þurfa að eiga sér stað jafnt og þétt annars skella þær á okkur af fullum þunga. En við höfum misst dýrmætan tíma. Og nú er svo komið að til að tryggja áframhaldandi stöðugleika þarf ákveðna róttækni til. Vandinn á húsnæðismarkaði mun vinda upp á sig ef við keyrum á sama líkaninu. Hið sama á við um stöðuna í heilbrigðiskerfinu og í loftslagsmálum. Íhaldssemi í stjórnarfari í nafni stöðugleika hefur orðið til þess að við förum á mis við tækifæri, töpum kröftum fólks og eyðum háum upphæðum í skammtímalausnir. Við blasir enn meira umrót ef þetta stjórnarsamstarf heldur áfram á sömu forsendum. Það þarf frumkvæði, ákveðin skref, til að rjúfa vítahringi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Smáskrefastjórnin er á sjálfsstýringu í stórum málaflokkum, en með svona viðhorfi getum við aldrei verið stórhuga. Þar er enginn að leiða okkur inn í 21. öldina. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Styrkleiki þessarar ríkisstjórnar er einnig hennar mesti veikleiki; skortur á pólitískri stefnu og sýn. Þar af leiðandi hefur gagnrýnin ekki rist djúpt, því efnislega hefur lítið verið að gagnrýna. Friðurinn um stjórnina hefur ríkt því hún hefur ekki haft samstöðu til að fara fram með mál sem gætu vakið upp tilfinningar hjá fólki. En þessi nálgun mun ekki ráða fram úr þeim risastóru áskorunum í heilbrigðis-, húsnæðis- og loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir. Það þarf breiða stefnumótun þvert á ráðuneyti til að koma fram með lausnir sem virka í breyttum heimi. Í þessu samhengi kemur varla á óvart að stærstu málin sem ríkisstjórnin skreytir sig með eru mál líkt og Farsældarfrumvarp félagsmálaráðherra þar sem kostnaðurinn og útfærslan fellur að stærstum hluta á sveitarfélögin. Með því að varpa ábyrgðinni á herðar sveitarfélaganna næst samstaða í ríkisstjórn um fjármögnun, þ.e. að láta aðra borga. Smáskrefastjórnin snýr sér svo við og hneykslast á rekstrarstöðu sveitarfélaga. Reynslan af slíkri útvistun ábyrgðar er umtalsverð. Hún hefur falið í sér niðurskurð í nærþjónustu í gegnum bakdyrnar. Um 9 milljarða vantar inn í málaflokk fatlaðra á sveitarfélagastiginu vegna vanfjármögnunar í tengslum við flutning málaflokksins frá ríkinu. Þessi bakdyraniðurskurður heldur nú áfram í nafni ríkisstjórnar smárra skrefa. Ef litið er á fjármálaáætlun sem kom út í vor, og ekkert bendir til að breytist, má sjá að gert er ráð fyrir að sveitarfélagastigið skili einni bestu afkomu sem sést hefur undanfarna þrjá áratugi næstu árin þrátt fyrir að koma út úr einni erfiðustu kreppu sögunnar. Þessar kröfur eru upprunnar á borði ráðherra, ekki sveitastjórna. Hreinsa á til á ríkisstjórnarborðinu í gegnum stjórnsýslustig sem virðist ekki koma þeim við. Svona stefnuleysi er rándýrt fyrir samfélagið. Í áætlun ríkisstjórnarinnar er tekið fram að erfitt sé fyrir sveitarfélögin að afla tekna til að mæta viðbótarkostnaði næstu árin. Rúmlega helmingur rekstrarútgjalda sveitarfélaga er launakostnaður, m.v. þriðjung hjá ríkissjóði. Aðgerða- og stefnuleysi ríkisins á húsnæðismarkaði, sem setur kröfur á frekari launahækkanir, bitnar því hlutfallslega mun þyngra á sveitarfélögunum en ríkinu. Þessum vítahring er svo endanlega lokað í fjármálaáætlun smáskrefastjórnarinnar þar sem fram kemur að ein grundvallarforsenda þess að afkomuáætlun sveitarfélagastigsins gangi upp næstu árin er að fasteignaskattar skili meiru en áður var talið – vegna þess hve mikið fasteignaverð hefur og mun hækka. Afstöðuleysi smáskrefastjórnarinnar sem treystir sér ekki til að móta markaði með samfélagið að leiðarljósi hefur gert samfélagið háð fasteignaverðshækkunum. Sömu fasteignaverðshækkunum og drífa nú að áfram mikla verðbólgu í landinu. Breytingar eru erfiðar. Vandinn við stærstu áskoranir okkar tíma er að viðbrögðin við þeim þurfa að eiga sér stað jafnt og þétt annars skella þær á okkur af fullum þunga. En við höfum misst dýrmætan tíma. Og nú er svo komið að til að tryggja áframhaldandi stöðugleika þarf ákveðna róttækni til. Vandinn á húsnæðismarkaði mun vinda upp á sig ef við keyrum á sama líkaninu. Hið sama á við um stöðuna í heilbrigðiskerfinu og í loftslagsmálum. Íhaldssemi í stjórnarfari í nafni stöðugleika hefur orðið til þess að við förum á mis við tækifæri, töpum kröftum fólks og eyðum háum upphæðum í skammtímalausnir. Við blasir enn meira umrót ef þetta stjórnarsamstarf heldur áfram á sömu forsendum. Það þarf frumkvæði, ákveðin skref, til að rjúfa vítahringi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Smáskrefastjórnin er á sjálfsstýringu í stórum málaflokkum, en með svona viðhorfi getum við aldrei verið stórhuga. Þar er enginn að leiða okkur inn í 21. öldina. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun