Hægriöfgamönnum gert að greiða bætur vegna Charlottesville-óeirðanna Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2021 09:25 Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og Kú Klúx Klanliðar söfnuðust saman í Charlottesville í ágúst 2017. Áður en yfir lauk drap einn þeirra unga konu og stórslasaði fjölda annarra þegar hann ók bíl inn í hóp gagnmótmælenda. AP/Steve Helber Kviðdómur í Virginíu gerði fimm samtökum hvítra þjóðernissinna og tólf skipuleggjendum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017 að greiða samtals 26 milljónir dollara, jafnvirði um 3,4 milljarða króna, í miskabætur vegna óeirða sem brutust út í kjölfar hennar. Þeir stefndu í málinu eru sumar þekktustu leiðtogar bandaríska hægriöfgamanna eins og Jason Kessler, aðalskipuleggjandi samkomunnar sem gekk undir heitinu „Sameinum hægrið“ og Richard Spencer, sem er eignaður heiður af því að finna upp á hugtakinu „hitt hægrið (e. alt right)“ sem ávarpaði samkomuna. Að nafninu til var samkomunni ætlað að mótmæla því að stytta af leiðtoga gömlu Suðurríkjanna yrði fjarlægð. Spencer þessum var meðal annars snúið við á Keflavíkurflugvelli þegar hann var á leið á viðburð öfgamanna í Svíþjóð árið 2018. Til harðra óeirða kom þegar sló í brýnu á milli hægriöfgamannanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Kona á fertugsaldri úr röðum gagnmótmælenda var drepin þegar ungur nýnasisti ók bíl sínum inn í hóp þeirra í þröngi götu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Málið gegn öfgamönnunum var einkamál sem byggði á lögum sem var ætlað að verja svarta Bandaríkjamenn fyrir Kú Klúx Klan. Almennir borgarar geta höfðað mál gegn þeim sem þeir telja að hafi brotið á réttindum fólks og lagt á ráðin um það. Málshöfðendur lögðu fram mikið magn gagna, þar á meðal færslur á samfélagsmiðlum og smáskilaboð öfgamannanna þar sem þeir skipulögðu samkomuna og ræddu um möguleikann á ofbeldi. Jason Kessler, einn leiðtoga hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum (með fána) var dæmdur til að greiða miskabætur vegna samkomunnar í Charlottesville fyrir fjórum árum.AP/Jacquelyn Martin Kviðdómur taldi að öfgamennirnir hefðu gerst sekir um að leggja á ráðin um að ógna, áreita eða beita fólk ofbeldi á samkomunni í Charlottesville. Þeir gengu meðal annars fylktu liði um borgina og hrópuðu slagorð eins og „gyðingar munu ekki skipta okkur út“. Verjendur öfgamannanna sögðu þá saklausa og að þeir hefðu ekki lagt á ráðin um ofbeldið. Þeir hafi ekki þekkt unga manninn sem ók á gagnmótmælendurna og þeir hafi því ekki getað vitað hvað hann ætti eftir að gera. Þá töldu þeir hatursorðræðu þeirra njóta verndar undir tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Washington Post segir að við réttarhöldin hafi sumir þeirra stefndu meðal annars notað níðyrði um svart fólk, lýst aðdáun á Adolf Hitler og haldið á lofti rasískum gervivísindakenningum. Þá kallaði einn verjendanna lögmann sækjenda níðyrði um gyðinga. Donald Trump, fyrrverandi forseti, sætti harðri gagnrýni eftir að hann þráaðist lengi við að fordæma hvítu öfgamennina í Charlottesville. Það gerði hann loks með semingi en lýsti síðan þátttakendum í samkomu þeirra sem „fínu fólki“. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Fjarlægðu einn stærsta minnisvarðann um Suðurríkjaleiðtoga sem eftir var Verkamenn fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja gömlu Suðurríkjanna, í höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Fögnuður braust út þegar styttunni var lyft af stalli sínum. 8. september 2021 21:17 Leiðtogi bandarískra nýnasistasamtaka sagður stjórna þeim frá Rússlandi Öfgasamtökin Undirstaðan er sögð stefna að hruni Bandaríkjanna, kynþáttastríði og stofnun ríkis hvítra þjóðernissinna. 24. janúar 2020 19:18 Nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi Hinn 22 ára gamli yfirlýsti nýnasisti James Alex Fields Jr., sem keyrði inn í hóp mótmælenda í Charlottesville, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi. 28. júní 2019 19:30 Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Þeir stefndu í málinu eru sumar þekktustu leiðtogar bandaríska hægriöfgamanna eins og Jason Kessler, aðalskipuleggjandi samkomunnar sem gekk undir heitinu „Sameinum hægrið“ og Richard Spencer, sem er eignaður heiður af því að finna upp á hugtakinu „hitt hægrið (e. alt right)“ sem ávarpaði samkomuna. Að nafninu til var samkomunni ætlað að mótmæla því að stytta af leiðtoga gömlu Suðurríkjanna yrði fjarlægð. Spencer þessum var meðal annars snúið við á Keflavíkurflugvelli þegar hann var á leið á viðburð öfgamanna í Svíþjóð árið 2018. Til harðra óeirða kom þegar sló í brýnu á milli hægriöfgamannanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Kona á fertugsaldri úr röðum gagnmótmælenda var drepin þegar ungur nýnasisti ók bíl sínum inn í hóp þeirra í þröngi götu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Málið gegn öfgamönnunum var einkamál sem byggði á lögum sem var ætlað að verja svarta Bandaríkjamenn fyrir Kú Klúx Klan. Almennir borgarar geta höfðað mál gegn þeim sem þeir telja að hafi brotið á réttindum fólks og lagt á ráðin um það. Málshöfðendur lögðu fram mikið magn gagna, þar á meðal færslur á samfélagsmiðlum og smáskilaboð öfgamannanna þar sem þeir skipulögðu samkomuna og ræddu um möguleikann á ofbeldi. Jason Kessler, einn leiðtoga hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum (með fána) var dæmdur til að greiða miskabætur vegna samkomunnar í Charlottesville fyrir fjórum árum.AP/Jacquelyn Martin Kviðdómur taldi að öfgamennirnir hefðu gerst sekir um að leggja á ráðin um að ógna, áreita eða beita fólk ofbeldi á samkomunni í Charlottesville. Þeir gengu meðal annars fylktu liði um borgina og hrópuðu slagorð eins og „gyðingar munu ekki skipta okkur út“. Verjendur öfgamannanna sögðu þá saklausa og að þeir hefðu ekki lagt á ráðin um ofbeldið. Þeir hafi ekki þekkt unga manninn sem ók á gagnmótmælendurna og þeir hafi því ekki getað vitað hvað hann ætti eftir að gera. Þá töldu þeir hatursorðræðu þeirra njóta verndar undir tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Washington Post segir að við réttarhöldin hafi sumir þeirra stefndu meðal annars notað níðyrði um svart fólk, lýst aðdáun á Adolf Hitler og haldið á lofti rasískum gervivísindakenningum. Þá kallaði einn verjendanna lögmann sækjenda níðyrði um gyðinga. Donald Trump, fyrrverandi forseti, sætti harðri gagnrýni eftir að hann þráaðist lengi við að fordæma hvítu öfgamennina í Charlottesville. Það gerði hann loks með semingi en lýsti síðan þátttakendum í samkomu þeirra sem „fínu fólki“.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Fjarlægðu einn stærsta minnisvarðann um Suðurríkjaleiðtoga sem eftir var Verkamenn fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja gömlu Suðurríkjanna, í höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Fögnuður braust út þegar styttunni var lyft af stalli sínum. 8. september 2021 21:17 Leiðtogi bandarískra nýnasistasamtaka sagður stjórna þeim frá Rússlandi Öfgasamtökin Undirstaðan er sögð stefna að hruni Bandaríkjanna, kynþáttastríði og stofnun ríkis hvítra þjóðernissinna. 24. janúar 2020 19:18 Nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi Hinn 22 ára gamli yfirlýsti nýnasisti James Alex Fields Jr., sem keyrði inn í hóp mótmælenda í Charlottesville, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi. 28. júní 2019 19:30 Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Fjarlægðu einn stærsta minnisvarðann um Suðurríkjaleiðtoga sem eftir var Verkamenn fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja gömlu Suðurríkjanna, í höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Fögnuður braust út þegar styttunni var lyft af stalli sínum. 8. september 2021 21:17
Leiðtogi bandarískra nýnasistasamtaka sagður stjórna þeim frá Rússlandi Öfgasamtökin Undirstaðan er sögð stefna að hruni Bandaríkjanna, kynþáttastríði og stofnun ríkis hvítra þjóðernissinna. 24. janúar 2020 19:18
Nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi Hinn 22 ára gamli yfirlýsti nýnasisti James Alex Fields Jr., sem keyrði inn í hóp mótmælenda í Charlottesville, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi. 28. júní 2019 19:30
Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43