Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fleiri óbólusetta hafa verið lagða inn á Landspítalann með COVID-19 síðustu daga en bólusetta. Vísir/Egill Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. Eitt hundrað fjörutíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem faraldurinn sé á hægri niðurleið en enn geti þó brugðið til beggja vona. „Þetta er náttúrulega lægra, sem betur fer, lægri tölur heldur en við sáum í fyrradag og hérna eins og við vitum þá erum við alltaf með hærri tölur svona fyrstu dagana, svona mánudag og þriðjudag eftir helgarnar. Þannig þetta er allavega ekki að fara upp þannig ég vona að þróunin verði áfram niður á við. Svona heildarþróunin ef maður lítur á marga daga þá er þetta svona að skríða heldur niður myndi ég segja og hérna við skulum bara sjá hvort það heldur ekki áfram.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum ágæta. „Það eru nítján inniliggjandi og ég held að það séu þrír á gjörgæsludeild. Þannig að það hefur ekkert bætt neitt í það og þeir hafa náð að útskrifa þannig ég vona að það haldi áfram líka.“ Undanfarna daga hafa heldur fleiri óbólusettir verið lagðir inn á spítalann en bólusettir. „Samkvæmt upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum á spítalanum þá eru þeir að öllu jöfnu veikari en þeir bólusettu og eru lengur að jafna sig.“ Nokkrar stórar hópsýkingar eru nú í gangi í samfélaginu. „Þessi stóru hópsmit eru á Patreksfirði eins og staðan er núna og á Grundarfirði. Svo vorum við náttúrulega með Dalvík líka sem er verið að ná utan um kannski.“Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaðgerðir og takmarkanir gildir til 8. desember næstkomandi. Þórólfur sér að svo stöddu ekki ástæðu til að leggja til breytingar á því.„Við erum bara að reyna að ná tökum á þessu eins og hægt er og það getur brugðið til beggja vona eins og staðan er núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 „Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Eitt hundrað fjörutíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem faraldurinn sé á hægri niðurleið en enn geti þó brugðið til beggja vona. „Þetta er náttúrulega lægra, sem betur fer, lægri tölur heldur en við sáum í fyrradag og hérna eins og við vitum þá erum við alltaf með hærri tölur svona fyrstu dagana, svona mánudag og þriðjudag eftir helgarnar. Þannig þetta er allavega ekki að fara upp þannig ég vona að þróunin verði áfram niður á við. Svona heildarþróunin ef maður lítur á marga daga þá er þetta svona að skríða heldur niður myndi ég segja og hérna við skulum bara sjá hvort það heldur ekki áfram.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum ágæta. „Það eru nítján inniliggjandi og ég held að það séu þrír á gjörgæsludeild. Þannig að það hefur ekkert bætt neitt í það og þeir hafa náð að útskrifa þannig ég vona að það haldi áfram líka.“ Undanfarna daga hafa heldur fleiri óbólusettir verið lagðir inn á spítalann en bólusettir. „Samkvæmt upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum á spítalanum þá eru þeir að öllu jöfnu veikari en þeir bólusettu og eru lengur að jafna sig.“ Nokkrar stórar hópsýkingar eru nú í gangi í samfélaginu. „Þessi stóru hópsmit eru á Patreksfirði eins og staðan er núna og á Grundarfirði. Svo vorum við náttúrulega með Dalvík líka sem er verið að ná utan um kannski.“Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaðgerðir og takmarkanir gildir til 8. desember næstkomandi. Þórólfur sér að svo stöddu ekki ástæðu til að leggja til breytingar á því.„Við erum bara að reyna að ná tökum á þessu eins og hægt er og það getur brugðið til beggja vona eins og staðan er núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 „Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40
„Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21