Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2021 13:54 Kona gengur undir spjaldi þar sem sjálfstæði Barbados er fagnað. Eyjarnar ætla að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja á 55 ára sjálfstæðisafmæli sínu. Vísir/Getty Nýtt lýðveldi verður til þegar Barbadoseyjar losa sig við Elísabetu Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn í næstu viku. Þar með lýkur nær endanlega fjögur hundrað ára löngum nýlendutengslum Barbados og Bretlands. Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Lýst verður yfir lýðveldinu Barbados við hátíðlega athöfn í Bridgetown að kvöldi 29. nóvember. Karl Bretaprins ætlar að vera viðstaddur hana. Þetta verður í fyrsta skipti í tæp þrjátíu ár sem ríki ákveður að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður bresku krúnunnar segir ákvörðunina alfarið mál íbúa Barbadoseyja. Fimmtán önnur ríki hafa Elísabetu sem þjóðhöfðingja sinn, þar á meðal Ástralía og Kanada. Barbados verður áfram hluti af breska samveldinu sem 54 ríki í Afríku, Asíu, Ameríkunum, Evrópu og Kyrrahafi tilheyra. Lok nýlenduarðráns Spænskir þrælahaldarar hröktu frumbyggja á Barbados í burtu og voru eyjarnar mannlausar þegar Englendingar slógu eign sinni á þær. Þeir fylltu brátt eyjarnar af um 600.000 afrískum þrælum frá 1627 til 1833. Þeir voru látnir þræla á sykurreyrekrum og urðu enskum að féþúfu. Eyjarnar fengu fullveldi árið 1938 og réðu þá plantekrueigendur lögum og lofum en öðluðust ekki sjálfstæði fyrr en árið 1966. „Þetta eru endalok sögu nýlenduaðráns hugans og líkamans. Íbúar þessara eyja hafa barist, ekki aðeins fyrir frelsi og réttlæti, heldur til að losna undan oki heimsvalda- og nýlenduyfirráða,“ segir Hilary Beckles lávarður og prófessor í sögu Barbados. Rætt hefur verið um að fleiri fyrrverandi breska nýlendur gætu fetað í fótspor Barbados, þar á meðal Jamaíka og Sankti Vinsent og Grenadínur. Barbados Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Lýst verður yfir lýðveldinu Barbados við hátíðlega athöfn í Bridgetown að kvöldi 29. nóvember. Karl Bretaprins ætlar að vera viðstaddur hana. Þetta verður í fyrsta skipti í tæp þrjátíu ár sem ríki ákveður að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður bresku krúnunnar segir ákvörðunina alfarið mál íbúa Barbadoseyja. Fimmtán önnur ríki hafa Elísabetu sem þjóðhöfðingja sinn, þar á meðal Ástralía og Kanada. Barbados verður áfram hluti af breska samveldinu sem 54 ríki í Afríku, Asíu, Ameríkunum, Evrópu og Kyrrahafi tilheyra. Lok nýlenduarðráns Spænskir þrælahaldarar hröktu frumbyggja á Barbados í burtu og voru eyjarnar mannlausar þegar Englendingar slógu eign sinni á þær. Þeir fylltu brátt eyjarnar af um 600.000 afrískum þrælum frá 1627 til 1833. Þeir voru látnir þræla á sykurreyrekrum og urðu enskum að féþúfu. Eyjarnar fengu fullveldi árið 1938 og réðu þá plantekrueigendur lögum og lofum en öðluðust ekki sjálfstæði fyrr en árið 1966. „Þetta eru endalok sögu nýlenduaðráns hugans og líkamans. Íbúar þessara eyja hafa barist, ekki aðeins fyrir frelsi og réttlæti, heldur til að losna undan oki heimsvalda- og nýlenduyfirráða,“ segir Hilary Beckles lávarður og prófessor í sögu Barbados. Rætt hefur verið um að fleiri fyrrverandi breska nýlendur gætu fetað í fótspor Barbados, þar á meðal Jamaíka og Sankti Vinsent og Grenadínur.
Barbados Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent