Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2021 16:31 Sænska þingið samþykkti í morgun að Magdalena Andersson yrði nýr forsætisráðherra landsins. Síðan þá hefur mikið dregið til tíðinda. EPA Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. Andersson, sem varð í morgun fyrsta konan til að taka við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti um afsögnina þar sem þörf er á nýrri atkvæðagreiðslu um nýjan forsætisráðherra sökum ákvörðunar Græningja að hverfa úr ríkisstjórn. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að forsætisráðherra segi formlega af sér, fari svo að flokkur hverfi úr samsteypustjórn. Hún sagðist þú reiðubúin að leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins, en til þess þarf nýja atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem meirihluti þingmanna þarf að umbera þann sem þingforseti tilnefnir til forsætisráðherra, það er ekki greiða atkvæði gegn viðkomandi. Leiðtogar Græningja, þau Per Bolund og Märta Stenevi, greindu frá ákvörðun Græningja að segja skilið við ríkisstjórnina á blaðamannafundi síðdegis í dag og rökstuddu málið á þann veg að flokkurinn gæti ekki hugsað sér að stýra landinu á fjárlögum sem hægriöfgaflokkur hafi komið að. Vísuðu þau þar til Svíþjóðardemókrata, en þeir lögðu fram sameiginlegt fjárlagafrumvarp ásamt hægriflokknum Moderaterna og Kristilegum demókrötum. Bolund og Stenevi sögðust jafnframt mjög vonsvikin með ákvörðun Miðflokksins, sem hefur varið stjórnina falli, að leggja fram sitt eigið fjárlagafrumvarp sem varð til þess að fjárlagafrumvarp stjórnarandstöðunnar varð ofan á. Þar sem Græningjar hverfa nú úr ríkisstjórn þarf nýja atkvæðagreiðslu um forsætisráðherra og segjast þau Bolund og Stenevi reiðubúin að greiða atkvæði með Andersson, verði hún tilnefnd af þingforseta á nýjan leik. Andersson hafði gegnt embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. Stefan Löfven tilkynnti í haust að hann hugðist segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins í tengslum við flokksþing Jafnaðarmannaflokksins sem fram fór í byrjun þessa mánaðar. Var Andersson valinn nýr formaður á þinginu og tók svo við sem forsætisráðherra í morgun. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07 Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Andersson, sem varð í morgun fyrsta konan til að taka við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti um afsögnina þar sem þörf er á nýrri atkvæðagreiðslu um nýjan forsætisráðherra sökum ákvörðunar Græningja að hverfa úr ríkisstjórn. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að forsætisráðherra segi formlega af sér, fari svo að flokkur hverfi úr samsteypustjórn. Hún sagðist þú reiðubúin að leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins, en til þess þarf nýja atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem meirihluti þingmanna þarf að umbera þann sem þingforseti tilnefnir til forsætisráðherra, það er ekki greiða atkvæði gegn viðkomandi. Leiðtogar Græningja, þau Per Bolund og Märta Stenevi, greindu frá ákvörðun Græningja að segja skilið við ríkisstjórnina á blaðamannafundi síðdegis í dag og rökstuddu málið á þann veg að flokkurinn gæti ekki hugsað sér að stýra landinu á fjárlögum sem hægriöfgaflokkur hafi komið að. Vísuðu þau þar til Svíþjóðardemókrata, en þeir lögðu fram sameiginlegt fjárlagafrumvarp ásamt hægriflokknum Moderaterna og Kristilegum demókrötum. Bolund og Stenevi sögðust jafnframt mjög vonsvikin með ákvörðun Miðflokksins, sem hefur varið stjórnina falli, að leggja fram sitt eigið fjárlagafrumvarp sem varð til þess að fjárlagafrumvarp stjórnarandstöðunnar varð ofan á. Þar sem Græningjar hverfa nú úr ríkisstjórn þarf nýja atkvæðagreiðslu um forsætisráðherra og segjast þau Bolund og Stenevi reiðubúin að greiða atkvæði með Andersson, verði hún tilnefnd af þingforseta á nýjan leik. Andersson hafði gegnt embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. Stefan Löfven tilkynnti í haust að hann hugðist segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins í tengslum við flokksþing Jafnaðarmannaflokksins sem fram fór í byrjun þessa mánaðar. Var Andersson valinn nýr formaður á þinginu og tók svo við sem forsætisráðherra í morgun.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07 Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07