Fyrsta sýnishornið úr Svörtu söndum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 07:01 Svörtu sandar eru nýir þættir frá Baldvini Z. Skjáskot Á jóladag verður sýndur á Stöð 2 fyrsti þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z. Hér frumsýnum við fyrsta sýnishornið úr þáttunum sem framleiddir eru af Glassriver. Stöð 2 ætlar að bjóða upp á jólaveislu og sýna tvo þætti yfir hátíðina svo næsti þáttur verður sýndur strax kvöldið eftir á annan í jólum. Eftir það verður þáttaröðin sýnd á sunnudagskvöldum og eru í heildina átta talsins. Margir hafa tekið eftir blóðugri dagsetningu á samfélagsmiðlum síðustu daga, 25.12, en það er dagurinn sem fyrsti þáttur fer í loftið. Handritshöfundar þáttanna eru Baldvin Z, Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius sem Ragnar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elín, Ævar Þór Benediktsson sem Gústi og Kolbeinn Arnbjörnsson sem Salomon. „Aníta, þrítug lögreglukona, neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð.“ Fyrsta sýnishornið úr þessum nýju spennuþáttum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svörtu sandar - sýnishorn Svörtu sandar Aníta, þrítug lögreglukona, tekur að sér starf á æskuslóðum hennar sem er eina staðan sem henni býðst eftir að hafa verið neydd til að segja upp í Reykjavík. Hún hefur ekki komið í þorpið í 14 ár, sem er orðið túristagildra, umkringt svörtum söndum. Verst af öllu er að hún þarf að flytja inn til móður sinnar, Elínar, en samband þeirra er í molum í skugga erfiðrar fortíðar. Þegar Aníta kemur í bæinn finnst lík ungrar konu við sandfjöruna, sem virðist hafa hrapað af bjarginu fyrir ofan ströndina. Rannsókn á málinu hefst ásamt núverandi lögreglustjóranum Ragnari, þorpslækninum Salomon og lögregluteyminu á staðnum. Ekkert saknæmt virðist hafa átt sér stað fyrr en vinkona hinnar látnu finnst seinna um kvöldið, hrakin og alblóðug. Á meðan rannsóknin heldur áfram að vinda upp á sig endar Aníta í miðju eldheits ástarþríhyrnings sem er ekki að einfalda málin fyrir henni. Það kemur í ljós að lögreglan á staðnum hefur ekki sinnt rannsóknum sem skyldi og möguleg tengsl eru á milli fleiri mála. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Svörtu sandar eru frumsýndir 25. desember á Stöð 2. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Svörtu sandar Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Stöð 2 ætlar að bjóða upp á jólaveislu og sýna tvo þætti yfir hátíðina svo næsti þáttur verður sýndur strax kvöldið eftir á annan í jólum. Eftir það verður þáttaröðin sýnd á sunnudagskvöldum og eru í heildina átta talsins. Margir hafa tekið eftir blóðugri dagsetningu á samfélagsmiðlum síðustu daga, 25.12, en það er dagurinn sem fyrsti þáttur fer í loftið. Handritshöfundar þáttanna eru Baldvin Z, Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius sem Ragnar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elín, Ævar Þór Benediktsson sem Gústi og Kolbeinn Arnbjörnsson sem Salomon. „Aníta, þrítug lögreglukona, neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð.“ Fyrsta sýnishornið úr þessum nýju spennuþáttum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svörtu sandar - sýnishorn Svörtu sandar Aníta, þrítug lögreglukona, tekur að sér starf á æskuslóðum hennar sem er eina staðan sem henni býðst eftir að hafa verið neydd til að segja upp í Reykjavík. Hún hefur ekki komið í þorpið í 14 ár, sem er orðið túristagildra, umkringt svörtum söndum. Verst af öllu er að hún þarf að flytja inn til móður sinnar, Elínar, en samband þeirra er í molum í skugga erfiðrar fortíðar. Þegar Aníta kemur í bæinn finnst lík ungrar konu við sandfjöruna, sem virðist hafa hrapað af bjarginu fyrir ofan ströndina. Rannsókn á málinu hefst ásamt núverandi lögreglustjóranum Ragnari, þorpslækninum Salomon og lögregluteyminu á staðnum. Ekkert saknæmt virðist hafa átt sér stað fyrr en vinkona hinnar látnu finnst seinna um kvöldið, hrakin og alblóðug. Á meðan rannsóknin heldur áfram að vinda upp á sig endar Aníta í miðju eldheits ástarþríhyrnings sem er ekki að einfalda málin fyrir henni. Það kemur í ljós að lögreglan á staðnum hefur ekki sinnt rannsóknum sem skyldi og möguleg tengsl eru á milli fleiri mála. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Svörtu sandar eru frumsýndir 25. desember á Stöð 2. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Svörtu sandar Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira