Telja ekki ástæðu til að fagna þakkargjörðarhátíðinni Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 15:39 Frumbyggjar á bæn við minnisvarða um fórnarlömb fjöldamorðs á Wampanoag-frumbyggjum í Plymouth árið 2007. AP/Lisa Poole Bandarískir frumbyggjar ætla að minnast þakkargjörðarhátíðarinnar í dag með því að koma saman í bænum Plymouth í Massachusetts þar sem enskir landtökumenn tóku fyrst land. Þar ætla þeir að syrgja aldalanga kynþáttahyggju og ofbeldi sem þeir hafa mátt þola. Þakkargjörðarhátíðin er haldin í Bandaríkjunum í dag. Hún er rakin til uppskeruhátíðar sem fyrstu ensku nýlendubúarnir í Plymouth fögnuðu með Wampanoag-ættbálknum árið 1621. Evrópubúar áttu síðar eftir að leggja undir sig alla Norður-Ameríku og hafast afkomendur frumbyggja nú við á verndarsvæðum á víð og dreif um Bandaríkin. „Við frumbyggjaþjóðir höfum enga ástæðu til þess að fagna komu pílagrímanna,“ segir Kisha James sem kemur frá Aquinnah Wampaoag og Oglala Lakota ættbálkunum við AP-fréttastofuna. Hún segist vilja fræða fólk um að sögur um fyrstu þakkargjörðarhátíðina sem er kennd í skólum byggist á engu nema lygum. Wampanoag og aðrir frumbyggjar hafi sannarlega ekki lifað hamingjusamlega frá því að pílagrímarnir námu land. Þakkargjörðarhátíðin sé frumbyggjum sorgardagur þar sem þeir minnast milljóna forfeðra sinna sem evrópskir nýlendubúar sem birtust óboðnir myrtu. Viðburðurinn í Plymouth hefur verið árviss viðburður frá 1970. Frumbyggjarnir safnast saman við Plymouth-klett þar sem pílagrímarnir komu að landi. Þar ætla þeir að berja bumbur, biðja og fordæma kerfislæga kynþáttahyggju, kynjamisrétti, nýlendustefnu, andúð á samkynhneigðum og eyðileggingu jarðar í nafni hagnaðar. Í ár ætla þeir sérstaklega að minnast ungra frumbyggja sem voru vistaðir í heimavistarskólum á vegum alríkisstjórnarinnar þar sem reynt var að „aðlaga“ þá samfélagi hvítra manna, jafnt í Bandaríkjunum og í Kanada. Hundruð líka fundist nýlega við byggingu sem áður hýsti slíkan skóla í Kanada. Bandaríkin Tengdar fréttir Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. 12. október 2021 14:58 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Þakkargjörðarhátíðin er haldin í Bandaríkjunum í dag. Hún er rakin til uppskeruhátíðar sem fyrstu ensku nýlendubúarnir í Plymouth fögnuðu með Wampanoag-ættbálknum árið 1621. Evrópubúar áttu síðar eftir að leggja undir sig alla Norður-Ameríku og hafast afkomendur frumbyggja nú við á verndarsvæðum á víð og dreif um Bandaríkin. „Við frumbyggjaþjóðir höfum enga ástæðu til þess að fagna komu pílagrímanna,“ segir Kisha James sem kemur frá Aquinnah Wampaoag og Oglala Lakota ættbálkunum við AP-fréttastofuna. Hún segist vilja fræða fólk um að sögur um fyrstu þakkargjörðarhátíðina sem er kennd í skólum byggist á engu nema lygum. Wampanoag og aðrir frumbyggjar hafi sannarlega ekki lifað hamingjusamlega frá því að pílagrímarnir námu land. Þakkargjörðarhátíðin sé frumbyggjum sorgardagur þar sem þeir minnast milljóna forfeðra sinna sem evrópskir nýlendubúar sem birtust óboðnir myrtu. Viðburðurinn í Plymouth hefur verið árviss viðburður frá 1970. Frumbyggjarnir safnast saman við Plymouth-klett þar sem pílagrímarnir komu að landi. Þar ætla þeir að berja bumbur, biðja og fordæma kerfislæga kynþáttahyggju, kynjamisrétti, nýlendustefnu, andúð á samkynhneigðum og eyðileggingu jarðar í nafni hagnaðar. Í ár ætla þeir sérstaklega að minnast ungra frumbyggja sem voru vistaðir í heimavistarskólum á vegum alríkisstjórnarinnar þar sem reynt var að „aðlaga“ þá samfélagi hvítra manna, jafnt í Bandaríkjunum og í Kanada. Hundruð líka fundist nýlega við byggingu sem áður hýsti slíkan skóla í Kanada.
Bandaríkin Tengdar fréttir Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. 12. október 2021 14:58 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. 12. október 2021 14:58