Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 19:12 Þeba Björt Karlsdóttir og hryssan hennar, Lán. Samsett Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. Síðan árið 2017 hefur þurft blessun tveggja manna hestanafnanefndar til að fá hreinræktuð hross skráð í gagnabankann WorldFeng. Nefndin var sett á laggirnar af „illri nauðsyn“, líkt og það var orðað í fréttum á sínum tíma, en bera tók á því að hestaeigendur nefndu hross sín klúrum nöfnum. Það vakti athygli árið 2017 þegar nefndin hafnaði nafninu Mósan með greini - sem síðar náði þó fram að ganga. Datt ekki í hug að hestanafnanefnd væri til En kynnum þá til sögunnar Lán, mósótta vetrargamla hryssu, frá Álftafirði á Austurlandi. Þeba Björt Karlsdóttir eigandi hennar óskaði eftir því í byrjun mánaðar að fá nafnið samþykkt hjá hestanafnanefnd. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu. „Af því að þetta er hvorugkynsnafnorð en ekki kvenkynsnafnorð,“ segir Þeba um rökstuðning nefndarinnar. „En mér datt ekki í hug að það væri til eitthvað sem héti hestanafnanefnd.“ Lán á beit með félaga sínum.úr einkasafni „Gjörsamlega út í hött“ Þebu, ósáttri við þessar lyktir málsins, var þá bent á að senda erindi vegna nafnsins á ensku til stjórnar WorldFengs. Hún á von á svari þaðan nú í vikunni. „En á sama tíma þá sendi ég inn til mannanafnanefndar beiðni um að fá að taka upp nafnið Lán. Og það var samþykkt núna. Þannig að ég má heita Lán, en ekki merin mín,“ segir Þeba. Mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu að nafnið Lán í kvenkyni tæki íslenskri beygingu í eignarfalli og uppfyllti þar með ákvæði mannanafnalaga. Þeba kveðst þrátt fyrir allt bjartsýn á framhaldið. „Mönnum finnst þetta gjörsamlega út í hött. Fyrst að þetta er komið í mannanafnefnd og orðið kvenkyns nafnorð þá hlýt ég að mega nefna merina mína þessu nafni.“ Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Síðan árið 2017 hefur þurft blessun tveggja manna hestanafnanefndar til að fá hreinræktuð hross skráð í gagnabankann WorldFeng. Nefndin var sett á laggirnar af „illri nauðsyn“, líkt og það var orðað í fréttum á sínum tíma, en bera tók á því að hestaeigendur nefndu hross sín klúrum nöfnum. Það vakti athygli árið 2017 þegar nefndin hafnaði nafninu Mósan með greini - sem síðar náði þó fram að ganga. Datt ekki í hug að hestanafnanefnd væri til En kynnum þá til sögunnar Lán, mósótta vetrargamla hryssu, frá Álftafirði á Austurlandi. Þeba Björt Karlsdóttir eigandi hennar óskaði eftir því í byrjun mánaðar að fá nafnið samþykkt hjá hestanafnanefnd. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu. „Af því að þetta er hvorugkynsnafnorð en ekki kvenkynsnafnorð,“ segir Þeba um rökstuðning nefndarinnar. „En mér datt ekki í hug að það væri til eitthvað sem héti hestanafnanefnd.“ Lán á beit með félaga sínum.úr einkasafni „Gjörsamlega út í hött“ Þebu, ósáttri við þessar lyktir málsins, var þá bent á að senda erindi vegna nafnsins á ensku til stjórnar WorldFengs. Hún á von á svari þaðan nú í vikunni. „En á sama tíma þá sendi ég inn til mannanafnanefndar beiðni um að fá að taka upp nafnið Lán. Og það var samþykkt núna. Þannig að ég má heita Lán, en ekki merin mín,“ segir Þeba. Mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu að nafnið Lán í kvenkyni tæki íslenskri beygingu í eignarfalli og uppfyllti þar með ákvæði mannanafnalaga. Þeba kveðst þrátt fyrir allt bjartsýn á framhaldið. „Mönnum finnst þetta gjörsamlega út í hött. Fyrst að þetta er komið í mannanafnefnd og orðið kvenkyns nafnorð þá hlýt ég að mega nefna merina mína þessu nafni.“
Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira