Innlent

Óku manni heim sem stóð öskrandi úti á götu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það virðist hafa verið heldur rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Það virðist hafa verið heldur rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm

Tveir voru handteknir þegar tilkynnt var um hópslagsmál í póstnúmerinu 108 í gærkvöldi. Þá var manni í annarlegu ástandi ekið heim af lögreglu eftir að tilkynning barst um að hann væri að öskra úti á götu í miðborginni.

Í Hlíðahverfi barst tilkynning um umferðarslys þar sem ökumaður, sem er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, hafði ekið á kyrrstæða bifreið. Ökumaðurinn var slasaður eftir áreksturinn og fluttur á Landspítala til aðhlynningar.

Lögreglunni og slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst einnig tilkynning um eld í bifreið á bensínstöð í póstnúmerinu 112 en nánari upplýsingar eru ekki gefnar í tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×