Í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands segir að bilun hafi komið upp í flutningaskipinu og leitað hafi verið til Landhelgisgæslunnar vegna mikillar dráttargetu Freyju. Freyja hafi rúmlega tvöfalt meiri dráttargetu en varðskipið Þór.

Skipin hafi lagt af stað frá Straumsvík um klukkan sjö í kvöld og áætlað sé að þau komist á áfangastað á Akureyri á aðfaranótt mánudags.
Freyja kom til landsins þann 6. nóvember síðastliðinn og fór í sína fyrstu eftirlitsferð fyrr í vikunni.
Landhelgisgæslan birti myndband af undirbúningi verkefnisins á Youtube-síðu sinni og má sjá það í spilaranum hér að neðan.