Handbolti

Öruggur sigur gegn Sviss

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í íslenska markinu.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í íslenska markinu. Facebook/@hsi.iceland

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í kvöld öruggan átta marka sigur, 30-22, er liðið mætti Sviss á æfingamóti í Chep í Tékklandi í kvöld.

Íslensku stelpurnar höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks og fóru með fimm marka forystu inn í hálfleikinn, 19-14.

Íslenska liðið bætti örlítið á forystu sína í seinni hálfleik og að lokum varð niðurstaðan átta marka sigur, 30-22.

Sandra Erlingsdóttir var markahæst íslensku stelpnanna með sjö mörk, en þar á eftir komu Þórey Rósa Stefánsdóttir og Thea Imani Sturludóttir með fimm mörk hvor. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í íslenska markinu og varði 18 bolta, sem geri 45 prósent markvörslu.

Stelpurnar hafa því unnið einn og tapað einum, en liðið tapaði gegn Noregi í gær. Ísland mætir heimakonum á morgun klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×