Þetta kemur fram á frétt Ríkisútvarpsins þar sem segir að von sé á niðurstöðum úr sýnatökunni eftir helgi.
Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimila, segir í samtali við Vísi að aðrir heimilismenn á deildinni hafi ekki greinst smitaðir en allir hafi verið skimaðir. Búið er að loka fyrir heimsóknir á deildina.
Einn af heimilismönnunum er óbólusettur og hefur verið lagður inn á sjúkrahús samkvæmt frétt RÚV.
Aðrir hafa verið einkennalausir en Gísli segir að fylgst sé með ástandi fólksins og farið verði eftir læknisráðum.
Ekki er vitað hvernig smit barst inn á hjúkrunarheimilið.