Furðar sig á að VG afhendi „íhaldinu“ umhverfis- og loftlagsmálin Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 20:04 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, á fundi samfylkingarfólks árið 2014. Vísir/Stöð 2 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, furðar sig á að Vinstri græn skuli afhenda „íhaldinu“ umhverfis- og loftslagsmálin í nýrri ríkisstjórn. Þá gagnrýnir hún að flokkarnir fjölgi ráðuneytum, þvert á tillögu í rannsóknarskýrslu Alþingis um hrunið. Vinstri græn afsöluðu sér stól umhverfisráðherra til Sjálfstæðisflokknum í nýrri ríkisstjórn flokkanna tveggja og Framsóknarflokksins sem var formlega kynnt í gær. Ráðuneytum var fjölgað um eitt, þau verða nú tólf en voru ellefu áður. Þessa verkaskiptingu gagnrýnir Jóhanna, sem leiddi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á eftirhrunsárunum 2009 til 2013, á Facebook-síðu sinni í dag. Hún bendir á að í rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 hafi verið lagt til að ráðuneytum væri fækkað og þau stækkuð því mörg þeirra væru of lítil og vanmáttug til að takast á við verkefni sín. Eftir því hafi ríkisstjórn Jóhönnu farið og fækkað ráðherrum niður í átta. „Þessi ríkisstjórn undir forystu VG gefur þessari tillögu langt nef og bæði [klýfur] upp ráðneyti og fjölgar,“ skrifar Jóhanna. Íhaldið barist gegn rammaáætlun í áratug Jóhanna beinir einnig spjótum sínum að því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýtt orku- og loftslagsmálaráðuneyti. Segir hún það vekja furðu að VG hafi afhent „íhaldinu“ umhverfis- og loftslagsmál í ljósi þess að það hafi barist gegn rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda kröftuglega í heilan áratug. „Og ekki síður að íhaldið mun einnig fara með loftslagsmálin, en aðgerðir á því sviði munu geta ráðið úrslitum um hvort lífvænlegt verður á jörðinni í náinni framtíð,“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra. Stefnt er að því að ljúka rammaáætlun á þessu kjörtímabili í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Vinstri græn afsöluðu sér stól umhverfisráðherra til Sjálfstæðisflokknum í nýrri ríkisstjórn flokkanna tveggja og Framsóknarflokksins sem var formlega kynnt í gær. Ráðuneytum var fjölgað um eitt, þau verða nú tólf en voru ellefu áður. Þessa verkaskiptingu gagnrýnir Jóhanna, sem leiddi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á eftirhrunsárunum 2009 til 2013, á Facebook-síðu sinni í dag. Hún bendir á að í rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 hafi verið lagt til að ráðuneytum væri fækkað og þau stækkuð því mörg þeirra væru of lítil og vanmáttug til að takast á við verkefni sín. Eftir því hafi ríkisstjórn Jóhönnu farið og fækkað ráðherrum niður í átta. „Þessi ríkisstjórn undir forystu VG gefur þessari tillögu langt nef og bæði [klýfur] upp ráðneyti og fjölgar,“ skrifar Jóhanna. Íhaldið barist gegn rammaáætlun í áratug Jóhanna beinir einnig spjótum sínum að því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýtt orku- og loftslagsmálaráðuneyti. Segir hún það vekja furðu að VG hafi afhent „íhaldinu“ umhverfis- og loftslagsmál í ljósi þess að það hafi barist gegn rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda kröftuglega í heilan áratug. „Og ekki síður að íhaldið mun einnig fara með loftslagsmálin, en aðgerðir á því sviði munu geta ráðið úrslitum um hvort lífvænlegt verður á jörðinni í náinni framtíð,“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra. Stefnt er að því að ljúka rammaáætlun á þessu kjörtímabili í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira