Óboðlegt að dýr fái ekki hjálp Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 22:07 Um þarsíðustu helgi kom upp tilfelli þar sem eigendur slasaðs smáhunds náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Formaður Dýralæknafélags Íslands segir það ekki boðlegt að dýraeigendur sem reyni að ná í lækni vegna veiks dýrs fái ekki hjálp. Fjármagn skorti til þess að halda úti aukinni neyðarþjónustu dýralækna. Dýraeigendur lentu í því að þeir náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um þarsíðustu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við konu sem reyndi endurtekið að hringja í neyðarnúmerið vegna slasaðs smáhunds en enginn svaraði símanum. Eftir að hafa hringt í fjölda dýralækna á höfuðborgarsvæðinu fékkst einn til að taka við hundinum sem var á endanum svæfður. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem ríkið greiðir fyrir. Á höfuðborgarsvæðinu er einn læknir fyrir smádýr en annar fyrir stærri dýr, að því er kom fram í frétt Vísis í gær. Bára Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sagði mikið álag á dýralækna á neyðarvakt í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Oft fái þeir ekki eina klukkustund í svefn þegar þeir taki helgarvakt. Hún sagðist vel geta ímyndað sér að fleiri dæmi séu um að dýraeigendur nái ekki sambandi við lækni á neyðarvakt sem ekki rati í fjölmiðla. „Þetta er náttúrulega alveg óboðlegt að dýraeigandi sem reynir að ná í dýralækni fái ekki hjálp. Það er alveg svakalega vont á upplifa það,“ sagði Bára um málin sem komu upp um þarsíðustu helgi. Þeir sem hlaupa undir bagga fá ekkert greitt Hluti af vandanum væri að dýraeigendur viti ekki hvert þeir eigi að hringja í neyðartilfellum. Dýralæknar þurfi að vera duglegir við að skilja eftir skilaboð á símsvara ef þeir veiti ekki bráðaþjónustu. Stærsti vandinn sé að fleiri dýralækni þurfi á vakt. Dýralæknir á neyðarvakt geti lent í því að þurfa að sinna burðarhjálp í nokkrar klukkustundir og á meðan sé enginn tiltækur. Enginn sinni neyðarvakt í sjálfboðavinnu og því sé þörf sé á meira fjármagni frá því opinbera, að sögn Báru. „Allt sem kostar peninga er erfitt, eins og við vitum,“ sagði hún. Engin varaáætlun er til staðar ef dýralæknir á neyðarvakt er ekki tiltækur. Bára sagði að sumir dýralæknar reyni að hafa einhvern til liðsauka ef þeir eru uppteknir. Sá sem hleypur undir bagga með þeim sem er á neyðarvakt fái hins vegar ekker greitt. Draumaframtíðin er að dýraspítali geti verið opinn allan sólarhringinn, að mati Báru. Það kosti hins vegar peninga og enginn dýraspítali geti tekið að sér slíka þjónustu og haldið úti vöktum eins og er. „Það þarf að vera eitthvað samtaka átak sem færi þar af stað,“ sagði hún. Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Dýraeigendur lentu í því að þeir náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um þarsíðustu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við konu sem reyndi endurtekið að hringja í neyðarnúmerið vegna slasaðs smáhunds en enginn svaraði símanum. Eftir að hafa hringt í fjölda dýralækna á höfuðborgarsvæðinu fékkst einn til að taka við hundinum sem var á endanum svæfður. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem ríkið greiðir fyrir. Á höfuðborgarsvæðinu er einn læknir fyrir smádýr en annar fyrir stærri dýr, að því er kom fram í frétt Vísis í gær. Bára Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sagði mikið álag á dýralækna á neyðarvakt í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Oft fái þeir ekki eina klukkustund í svefn þegar þeir taki helgarvakt. Hún sagðist vel geta ímyndað sér að fleiri dæmi séu um að dýraeigendur nái ekki sambandi við lækni á neyðarvakt sem ekki rati í fjölmiðla. „Þetta er náttúrulega alveg óboðlegt að dýraeigandi sem reynir að ná í dýralækni fái ekki hjálp. Það er alveg svakalega vont á upplifa það,“ sagði Bára um málin sem komu upp um þarsíðustu helgi. Þeir sem hlaupa undir bagga fá ekkert greitt Hluti af vandanum væri að dýraeigendur viti ekki hvert þeir eigi að hringja í neyðartilfellum. Dýralæknar þurfi að vera duglegir við að skilja eftir skilaboð á símsvara ef þeir veiti ekki bráðaþjónustu. Stærsti vandinn sé að fleiri dýralækni þurfi á vakt. Dýralæknir á neyðarvakt geti lent í því að þurfa að sinna burðarhjálp í nokkrar klukkustundir og á meðan sé enginn tiltækur. Enginn sinni neyðarvakt í sjálfboðavinnu og því sé þörf sé á meira fjármagni frá því opinbera, að sögn Báru. „Allt sem kostar peninga er erfitt, eins og við vitum,“ sagði hún. Engin varaáætlun er til staðar ef dýralæknir á neyðarvakt er ekki tiltækur. Bára sagði að sumir dýralæknar reyni að hafa einhvern til liðsauka ef þeir eru uppteknir. Sá sem hleypur undir bagga með þeim sem er á neyðarvakt fái hins vegar ekker greitt. Draumaframtíðin er að dýraspítali geti verið opinn allan sólarhringinn, að mati Báru. Það kosti hins vegar peninga og enginn dýraspítali geti tekið að sér slíka þjónustu og haldið úti vöktum eins og er. „Það þarf að vera eitthvað samtaka átak sem færi þar af stað,“ sagði hún.
Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira