Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 23:30 Teikning af Ghislaine Maxwell í réttarsal í New York í dag. AP/Elizabeth Williams Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. Maxwell er ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein, bandaríska auðkýfingnum, ungar stúlkur sem hann svo misnotaði. Hún hafi jafnvel tekið þátt í misnotkuninni sjálf. Réttarhöld yfir henni hófust í New York í dag. Lara Pomerantz, saksóknarinn í málinu, sagði að Maxwell og Epstein hefðu tælt stúlkur allt niður í fjórtán ára gamlar með peningum og gjöfum til að „nudda“ Epstein. Hann misnotaði þær síðan kynferðislega. Fullyrti saksóknarinn að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotum Epstein sem stóðu yfir í meira en áratug enda hafi hún verið með puttana í nánast öllu daglegu lífi hans. „Hún var með í þessu frá upphafi. Sakborningurinn og Epstein tældu fórnarlömb sín með loforðum um bjarta framtíð en misnotuðu þau síðan,“ sagði Pomerantz. Bobbi Sternheim, verjandi Maxwell, dró upp allt aðra mynd af bresku yfirstéttarkonunni. Hún væri hvorki Epstein sjálfur né líktist hún honum. Þess í stað væri hún gerð að blóraböggli fyrir brot hans. Sakaði verjandinn fjórar konur sem segja að Maxwell hafi kynnt sig fyrir Epstein til að vera misnotaðar um að vera aðeins á höttunum eftir fé úr sjóði sem dánarbú Epstein stofnaði eftir að hann svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Epstein var þá ákærður fyrir mansal. „Ásakendur hafa hrist peningatréð og milljónir dollara hafa fallið í skaut þeirra,“ sagði Sternheim. Maxwell neitar allri sök í málinu en henni hefur verið haldið í fangelsi frá því að hún var handtekin í fyrra. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Maxwell er ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein, bandaríska auðkýfingnum, ungar stúlkur sem hann svo misnotaði. Hún hafi jafnvel tekið þátt í misnotkuninni sjálf. Réttarhöld yfir henni hófust í New York í dag. Lara Pomerantz, saksóknarinn í málinu, sagði að Maxwell og Epstein hefðu tælt stúlkur allt niður í fjórtán ára gamlar með peningum og gjöfum til að „nudda“ Epstein. Hann misnotaði þær síðan kynferðislega. Fullyrti saksóknarinn að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotum Epstein sem stóðu yfir í meira en áratug enda hafi hún verið með puttana í nánast öllu daglegu lífi hans. „Hún var með í þessu frá upphafi. Sakborningurinn og Epstein tældu fórnarlömb sín með loforðum um bjarta framtíð en misnotuðu þau síðan,“ sagði Pomerantz. Bobbi Sternheim, verjandi Maxwell, dró upp allt aðra mynd af bresku yfirstéttarkonunni. Hún væri hvorki Epstein sjálfur né líktist hún honum. Þess í stað væri hún gerð að blóraböggli fyrir brot hans. Sakaði verjandinn fjórar konur sem segja að Maxwell hafi kynnt sig fyrir Epstein til að vera misnotaðar um að vera aðeins á höttunum eftir fé úr sjóði sem dánarbú Epstein stofnaði eftir að hann svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Epstein var þá ákærður fyrir mansal. „Ásakendur hafa hrist peningatréð og milljónir dollara hafa fallið í skaut þeirra,“ sagði Sternheim. Maxwell neitar allri sök í málinu en henni hefur verið haldið í fangelsi frá því að hún var handtekin í fyrra.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53
Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10