Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 23:30 Teikning af Ghislaine Maxwell í réttarsal í New York í dag. AP/Elizabeth Williams Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. Maxwell er ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein, bandaríska auðkýfingnum, ungar stúlkur sem hann svo misnotaði. Hún hafi jafnvel tekið þátt í misnotkuninni sjálf. Réttarhöld yfir henni hófust í New York í dag. Lara Pomerantz, saksóknarinn í málinu, sagði að Maxwell og Epstein hefðu tælt stúlkur allt niður í fjórtán ára gamlar með peningum og gjöfum til að „nudda“ Epstein. Hann misnotaði þær síðan kynferðislega. Fullyrti saksóknarinn að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotum Epstein sem stóðu yfir í meira en áratug enda hafi hún verið með puttana í nánast öllu daglegu lífi hans. „Hún var með í þessu frá upphafi. Sakborningurinn og Epstein tældu fórnarlömb sín með loforðum um bjarta framtíð en misnotuðu þau síðan,“ sagði Pomerantz. Bobbi Sternheim, verjandi Maxwell, dró upp allt aðra mynd af bresku yfirstéttarkonunni. Hún væri hvorki Epstein sjálfur né líktist hún honum. Þess í stað væri hún gerð að blóraböggli fyrir brot hans. Sakaði verjandinn fjórar konur sem segja að Maxwell hafi kynnt sig fyrir Epstein til að vera misnotaðar um að vera aðeins á höttunum eftir fé úr sjóði sem dánarbú Epstein stofnaði eftir að hann svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Epstein var þá ákærður fyrir mansal. „Ásakendur hafa hrist peningatréð og milljónir dollara hafa fallið í skaut þeirra,“ sagði Sternheim. Maxwell neitar allri sök í málinu en henni hefur verið haldið í fangelsi frá því að hún var handtekin í fyrra. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Maxwell er ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein, bandaríska auðkýfingnum, ungar stúlkur sem hann svo misnotaði. Hún hafi jafnvel tekið þátt í misnotkuninni sjálf. Réttarhöld yfir henni hófust í New York í dag. Lara Pomerantz, saksóknarinn í málinu, sagði að Maxwell og Epstein hefðu tælt stúlkur allt niður í fjórtán ára gamlar með peningum og gjöfum til að „nudda“ Epstein. Hann misnotaði þær síðan kynferðislega. Fullyrti saksóknarinn að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotum Epstein sem stóðu yfir í meira en áratug enda hafi hún verið með puttana í nánast öllu daglegu lífi hans. „Hún var með í þessu frá upphafi. Sakborningurinn og Epstein tældu fórnarlömb sín með loforðum um bjarta framtíð en misnotuðu þau síðan,“ sagði Pomerantz. Bobbi Sternheim, verjandi Maxwell, dró upp allt aðra mynd af bresku yfirstéttarkonunni. Hún væri hvorki Epstein sjálfur né líktist hún honum. Þess í stað væri hún gerð að blóraböggli fyrir brot hans. Sakaði verjandinn fjórar konur sem segja að Maxwell hafi kynnt sig fyrir Epstein til að vera misnotaðar um að vera aðeins á höttunum eftir fé úr sjóði sem dánarbú Epstein stofnaði eftir að hann svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Epstein var þá ákærður fyrir mansal. „Ásakendur hafa hrist peningatréð og milljónir dollara hafa fallið í skaut þeirra,“ sagði Sternheim. Maxwell neitar allri sök í málinu en henni hefur verið haldið í fangelsi frá því að hún var handtekin í fyrra.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53
Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10