Fyrrum leikmaður Liverpool og Arsenal látinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2021 07:01 Ray Kennedy í leik með Liverpool gegn Everton í FA-bikarnum árið 1977. Tony Duffy/Allsport/Getty Images Ray Kennedy, fyrrum leikmaður Liverpool, Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta, lést í gær, sjötugur að aldri, eftir langvarandi veikindi. Kennedy hóf meistaraflokksferil sinn með Arsenal árið 1968, en þremur árum seinna varð hann tvöfaldur meistari með liðinu með því að vinna ensku 1. deildina og FA-bikarinn. Árið áður hafði liðið unnið Borgakeppni Evrópu. Hann spilaði sem sóknarmaður hjá Arsenal og skoraði 53 mörk í 158 deildarleikjum fyrir félagið. Árið 1974 gekk hann til liðs við Liverpool þegar hann var keyptur fyrir 200 þúsund pund, sem gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins á þeim tíma. Kennedy færði sig aftur á miðjuna hjá Liverpool og á átta árum hjá félaginu varð hann fimm sinnum enskur meistari og í þrígang varð hann Evrópumeistari. We are mourning legendary former player Ray Kennedy, who has passed away at the age of 70.The thoughts of everybody at Liverpool Football Club are with Ray’s family and friends at this sad and difficult time.Rest in peace Ray, 1951-2021— Liverpool FC (@LFC) November 30, 2021 Hann lék 275 deildarleiki fyrir Liverpool, en á tíma sínum hjá félaginu vann hann sér inn sæti í enska landsliðinu og spilaði þar 17 leiki. Þá lék hann einnig með Swansea og Hartlepool United. Kennedy greindist með Parkinson-sjúkdóminn árið 1984, þá aðeins 33 ára að aldri. Hann fékkst þó við þjálfun fyrstu árin eftir að hann greindist, en hafði glímt við bæði líkamleg og andleg veikindi undanfarna þrjá áratugi. Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Kennedy hóf meistaraflokksferil sinn með Arsenal árið 1968, en þremur árum seinna varð hann tvöfaldur meistari með liðinu með því að vinna ensku 1. deildina og FA-bikarinn. Árið áður hafði liðið unnið Borgakeppni Evrópu. Hann spilaði sem sóknarmaður hjá Arsenal og skoraði 53 mörk í 158 deildarleikjum fyrir félagið. Árið 1974 gekk hann til liðs við Liverpool þegar hann var keyptur fyrir 200 þúsund pund, sem gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins á þeim tíma. Kennedy færði sig aftur á miðjuna hjá Liverpool og á átta árum hjá félaginu varð hann fimm sinnum enskur meistari og í þrígang varð hann Evrópumeistari. We are mourning legendary former player Ray Kennedy, who has passed away at the age of 70.The thoughts of everybody at Liverpool Football Club are with Ray’s family and friends at this sad and difficult time.Rest in peace Ray, 1951-2021— Liverpool FC (@LFC) November 30, 2021 Hann lék 275 deildarleiki fyrir Liverpool, en á tíma sínum hjá félaginu vann hann sér inn sæti í enska landsliðinu og spilaði þar 17 leiki. Þá lék hann einnig með Swansea og Hartlepool United. Kennedy greindist með Parkinson-sjúkdóminn árið 1984, þá aðeins 33 ára að aldri. Hann fékkst þó við þjálfun fyrstu árin eftir að hann greindist, en hafði glímt við bæði líkamleg og andleg veikindi undanfarna þrjá áratugi.
Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira