Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 23:55 Teikning úr réttarsal af því þegar kona bar vitni um brot Maxwell og Epstein. Konan hefur ekki verið nafngreind opinberlega en var nefnd Jane í dómsal. AP/Elizabeth Williams Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. Réttarhöld yfir Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu Epstein til fjölda ára, hófust í gær. Hún er sökuð um aðild að mansali Epstein á fjórum konum sem voru ungar að árum þegar brotin áttu sér stað. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Saksóknarar saka Maxwell um að hafa tælt stúlkur til fylgilags við Epstein og að hann hafi svo misnotað þær. Fyrsti ásakandi Epstein og Maxwell bar vitni í dag en hún er nú á fimmtugsaldri. Bar hún að Epstein og Maxwell hefðu nálgast sig og vinkonur sínar þegar þær gæddu sér á ís í sumarbúðum í Michigan árið 1994. Maxwell hafi í framhaldinu haldið sambandi við hana og meðal annars boðið henni í sundlaug Epstein. Hann hafi síðan misnotað hana kynferðislega á heimili sínu á Pálmaströnd á Flórída þegar hún var fjórtán ára gömul. Epstein hafi meðal annars fróað sér yfir hana sem hafi vakið viðbjóð hjá henni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá hélt hún því fram að bæði Epstein og Maxwell hafi farið með hana að nuddbekk í húsinu til að sýna henni hvernig hann vildi láta nudda sig. Hann hafi brotið kynferðislega á henni á meðan á nuddinu stóð og fullyrti hún að Maxwell hefði stundum snert brjóst sín. Maxwell neitar sök í málinu. Málsvörn hennar byggir á því að konurnar sem saka hana um aðild að brotum Epstein muni illa eftir atburðum og að þær séu aðeins á höttunum eftir peningum úr sjóði sem var komið á fót eftir að Epstein framdi sjálfsvíg. Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Réttarhöld yfir Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu Epstein til fjölda ára, hófust í gær. Hún er sökuð um aðild að mansali Epstein á fjórum konum sem voru ungar að árum þegar brotin áttu sér stað. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Saksóknarar saka Maxwell um að hafa tælt stúlkur til fylgilags við Epstein og að hann hafi svo misnotað þær. Fyrsti ásakandi Epstein og Maxwell bar vitni í dag en hún er nú á fimmtugsaldri. Bar hún að Epstein og Maxwell hefðu nálgast sig og vinkonur sínar þegar þær gæddu sér á ís í sumarbúðum í Michigan árið 1994. Maxwell hafi í framhaldinu haldið sambandi við hana og meðal annars boðið henni í sundlaug Epstein. Hann hafi síðan misnotað hana kynferðislega á heimili sínu á Pálmaströnd á Flórída þegar hún var fjórtán ára gömul. Epstein hafi meðal annars fróað sér yfir hana sem hafi vakið viðbjóð hjá henni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá hélt hún því fram að bæði Epstein og Maxwell hafi farið með hana að nuddbekk í húsinu til að sýna henni hvernig hann vildi láta nudda sig. Hann hafi brotið kynferðislega á henni á meðan á nuddinu stóð og fullyrti hún að Maxwell hefði stundum snert brjóst sín. Maxwell neitar sök í málinu. Málsvörn hennar byggir á því að konurnar sem saka hana um aðild að brotum Epstein muni illa eftir atburðum og að þær séu aðeins á höttunum eftir peningum úr sjóði sem var komið á fót eftir að Epstein framdi sjálfsvíg.
Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30
Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02