Nú verða stjórnvöld að bregðast við! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. desember 2021 10:00 Það liggur fyrir að verðlagshækkanir frá heildsölum og framleiðendum hafa verið 3–10% í nóvember og 5–12% í desember. Nú berast tilkynningar um hækkanir í janúar sem nema frá 5 – 25%. Þetta eru svakalegar tölur. En af hverju er þetta ekkert rætt? Hvað er eiginlega í gangi hjá stjórnvöldum og Seðlabankanum? Þessar miklu hækkanir sem hrúgast yfir samfélagið eru að langmestu leiti vegna erlendra hækkana sem skýrast að mestu á hærri framleiðslukostnaði, vegna hækkun hrávöruverðs, orku og umbúða. Það blasir við að aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara. Það blasir við að verð á nauðsynjavörum, sem hefur hækkað mikið, mun hækka enn meira og mun leggjast að fullum þunga á verðlag og vísitölu á næsta ári. Er það virkilega þannig að stjórnvöld og Seðlabankinn ætli að vera með hausinn í sandinum og kenna kjarasamningum á íslenskum vinnamarkaði um stöðuna? Það blasir við að þær kenningar standast ekki nokkra einustu skoðun. Það er enn tími til að bregðast við en það er ekki von á góðu ef hið opinbera tekur áróður gegn launahækkunum sem heilagan sannleik og rót verðbólgunnar þegar annað blasir við. Við þurfum aðgerðir tafarlaust. Það er margt sem bendir til þess að þetta ástand sé tímabundið en mun hinsvegar hafa hrikalegar afleiðingar ef ekkert er gert. Afleiðingar sem munu hækka kostnað við að lifa og á endanum þrýsta enn frekar á hærri húsnæðiskostnað í formi hærri vaxta og verðbólgu á lán og leigusamninga. Það er einfaldlega ekki í boði að sitja með hendur í skauti þegar hið augljósa blasir við. Við þurfum að lækka eða afnema virðisaukaskatt á nauðsynjavöru og lækka olíugjald, tímabundið. Tímabundnar aðgerðir til að bregðast við því fyrirsjáanlega. Að öðrum kosti verður verkalýðshreyfingin nauðbeygð til að sækja hverja einustu krónu sem tapast af ráðstöfunartekjum félagsmanna okkar í næstu kjarasamningum. Ég er sannfærður um að félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar munu standa með okkur sem bendum á leiðir til lausna frekar sem sofandi stjórnvaldi sem virðist falla flatt fyrir áróðri sérhagsmuna. Það er ekki erfitt að skapa stemningu fyrir átökum á vinnumarkaði þegar þrengir að lífskjörum fólks. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skattar og tollar Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir að verðlagshækkanir frá heildsölum og framleiðendum hafa verið 3–10% í nóvember og 5–12% í desember. Nú berast tilkynningar um hækkanir í janúar sem nema frá 5 – 25%. Þetta eru svakalegar tölur. En af hverju er þetta ekkert rætt? Hvað er eiginlega í gangi hjá stjórnvöldum og Seðlabankanum? Þessar miklu hækkanir sem hrúgast yfir samfélagið eru að langmestu leiti vegna erlendra hækkana sem skýrast að mestu á hærri framleiðslukostnaði, vegna hækkun hrávöruverðs, orku og umbúða. Það blasir við að aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara. Það blasir við að verð á nauðsynjavörum, sem hefur hækkað mikið, mun hækka enn meira og mun leggjast að fullum þunga á verðlag og vísitölu á næsta ári. Er það virkilega þannig að stjórnvöld og Seðlabankinn ætli að vera með hausinn í sandinum og kenna kjarasamningum á íslenskum vinnamarkaði um stöðuna? Það blasir við að þær kenningar standast ekki nokkra einustu skoðun. Það er enn tími til að bregðast við en það er ekki von á góðu ef hið opinbera tekur áróður gegn launahækkunum sem heilagan sannleik og rót verðbólgunnar þegar annað blasir við. Við þurfum aðgerðir tafarlaust. Það er margt sem bendir til þess að þetta ástand sé tímabundið en mun hinsvegar hafa hrikalegar afleiðingar ef ekkert er gert. Afleiðingar sem munu hækka kostnað við að lifa og á endanum þrýsta enn frekar á hærri húsnæðiskostnað í formi hærri vaxta og verðbólgu á lán og leigusamninga. Það er einfaldlega ekki í boði að sitja með hendur í skauti þegar hið augljósa blasir við. Við þurfum að lækka eða afnema virðisaukaskatt á nauðsynjavöru og lækka olíugjald, tímabundið. Tímabundnar aðgerðir til að bregðast við því fyrirsjáanlega. Að öðrum kosti verður verkalýðshreyfingin nauðbeygð til að sækja hverja einustu krónu sem tapast af ráðstöfunartekjum félagsmanna okkar í næstu kjarasamningum. Ég er sannfærður um að félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar munu standa með okkur sem bendum á leiðir til lausna frekar sem sofandi stjórnvaldi sem virðist falla flatt fyrir áróðri sérhagsmuna. Það er ekki erfitt að skapa stemningu fyrir átökum á vinnumarkaði þegar þrengir að lífskjörum fólks. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar