Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 13:18 Birgir Ármannsson hefur tekið við sem forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. Birgir sagði í þakkarræðu sinni að hann muni gera allt sitt besta til að starfa í sátt við aðra þingmenn og standa undir því trausti sem honum hafi verið sýnt með kjörinu. Þingsetningarfundi mun ljúka í dag en hann hefur staðið yfir í rúma viku, sem hefur ekki gerst síðan um miðja síðustu öld. Þingsetningarfundur hófst á þriðjudaginn í síðustu viku á atkvæðagreiðslu um skipun í kjörbréfanefnd og atkvæðagreiðslu um tillögur nefndarinnar vegna annmarka á kosningum í Norðvesturkjördæmi. Fimm varaforsetar af sex konur Sex varaforsetar þingsins verða Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar, Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokks, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks, Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Jódís Skúladóttir þingmaður VG. Þá verða Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks áheyrnarfulltrúar sinna flokka í forsætisnefnd. Í allsherjar- og menntamálanefnd verður Bryndís Haraldsdóttir formaður, Jakob Frímann Magnússon fyrsti varaformaður og Jóhann Friðrik Friðriksson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jódís Skúladóttir, Logi Einarsson og Bergþór Ólason eru aðalfulltrúar í nefndinni. Í atvinnuveganefnd er Stefán Vagn Stefánsson formaður, Gísli Rafn Ólafsson fyrsti varaformaður og Hildur Sverrisdóttir annar varaformaður. Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Tómas A. Tómasson eru aðalfulltrúar. Í efnahags- og viðskiptanefnd er Guðrún Hafsteinsdóttir formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson fyrsti varaformaður og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönnn Hafsteinsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalfulltrúar í nefndinni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður fjárlaganefndar, Haraldur Benediktsson fyrsti varaformaður og Inga Sæland annar varaformaður. Þá eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Ólöf Ísakssen, Kristrún Frostadóttir og Björn Leví Gunnarsson aðalfulltrúar í nefndinni. Sjálfstæðisflokkur með formennsku í flestum fastanefndum Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrsti varaformaður og Sigmar Guðmundsson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalmenn í nefndinni. Vilhjálmur Árnason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrsti varaformaður og Bjarni Jónsson annar varaformaður. Andrés Ingi Jónsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Helga Vala Helgadóttir eru aðalfulltrúar. Í utanríkismálanefnd er Bjarni Jónsson formaður, Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti varaformaður og Logi Einarsson annar varaformaður. Eyjólfur Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir eru aðalmenn. Líneik Anna Sævarsdóttir er formaður velferðarnefndar, Oddný G. Harðardóttir fyrsti varaformaður og Ásmundur Friðriksson annar varaformaður. Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Óli Björn Kárason, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen og Jódís Skúladóttir eru aðalmenn í nefndinni. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Birgir sagði í þakkarræðu sinni að hann muni gera allt sitt besta til að starfa í sátt við aðra þingmenn og standa undir því trausti sem honum hafi verið sýnt með kjörinu. Þingsetningarfundi mun ljúka í dag en hann hefur staðið yfir í rúma viku, sem hefur ekki gerst síðan um miðja síðustu öld. Þingsetningarfundur hófst á þriðjudaginn í síðustu viku á atkvæðagreiðslu um skipun í kjörbréfanefnd og atkvæðagreiðslu um tillögur nefndarinnar vegna annmarka á kosningum í Norðvesturkjördæmi. Fimm varaforsetar af sex konur Sex varaforsetar þingsins verða Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar, Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokks, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks, Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Jódís Skúladóttir þingmaður VG. Þá verða Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks áheyrnarfulltrúar sinna flokka í forsætisnefnd. Í allsherjar- og menntamálanefnd verður Bryndís Haraldsdóttir formaður, Jakob Frímann Magnússon fyrsti varaformaður og Jóhann Friðrik Friðriksson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jódís Skúladóttir, Logi Einarsson og Bergþór Ólason eru aðalfulltrúar í nefndinni. Í atvinnuveganefnd er Stefán Vagn Stefánsson formaður, Gísli Rafn Ólafsson fyrsti varaformaður og Hildur Sverrisdóttir annar varaformaður. Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Tómas A. Tómasson eru aðalfulltrúar. Í efnahags- og viðskiptanefnd er Guðrún Hafsteinsdóttir formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson fyrsti varaformaður og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönnn Hafsteinsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalfulltrúar í nefndinni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður fjárlaganefndar, Haraldur Benediktsson fyrsti varaformaður og Inga Sæland annar varaformaður. Þá eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Ólöf Ísakssen, Kristrún Frostadóttir og Björn Leví Gunnarsson aðalfulltrúar í nefndinni. Sjálfstæðisflokkur með formennsku í flestum fastanefndum Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrsti varaformaður og Sigmar Guðmundsson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalmenn í nefndinni. Vilhjálmur Árnason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrsti varaformaður og Bjarni Jónsson annar varaformaður. Andrés Ingi Jónsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Helga Vala Helgadóttir eru aðalfulltrúar. Í utanríkismálanefnd er Bjarni Jónsson formaður, Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti varaformaður og Logi Einarsson annar varaformaður. Eyjólfur Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir eru aðalmenn. Líneik Anna Sævarsdóttir er formaður velferðarnefndar, Oddný G. Harðardóttir fyrsti varaformaður og Ásmundur Friðriksson annar varaformaður. Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Óli Björn Kárason, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen og Jódís Skúladóttir eru aðalmenn í nefndinni.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira