Milan aðeins stigi frá toppnum eftir að Napoli missteig sig | Markalaust hjá PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 22:15 Zlatan var á skotskónum í kvöld. Andrea Bruno Diodato/Getty Images Öll þrjú topplið Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, léku í kvöld. Inter vann sinn leik fyrr í kvöld örugglega, AC Milan gerði slíkt hið sama en topplið Napoli missteig sig gegn Sassuolo eftir að hafa komist 2-0 yfir. Topplið Napoli sótti Sassuoli heim í ítölsku úrvalsdeildinni og segja má að liðið hafi hent stigunum þremur frá sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Fabian gestunum yfir á 51. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Dries Mertens forystuna. Piotr Zielinski gerði sér lítið fyrir og lagði upp bæði mörkin. Gianluca Scamacca minnkaði muninn fyrir heimamenn á 71. mínútu og Gian Marco Ferrari jafnaði metin þegar ein mínúta var til leiksloka. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. Luciano Spalletti, þjálfari Napoli, var eitthvað pirraður undir lok leiks og lét reka sig upp í stúku. AC Milan vann svo öruggan 3-0 útisigur á Genoa. Sænska brýnið Zlatan Ibrahimović kom Milan yfir og Junior Messias tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Hann bætti svo þriðja markinu við þegar rúm klukkustund var liðin. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 3-0 sigri AC Milan. Sigurinn þýðir að nú munar aðeins stigi á Milan og Napoli á toppi deildarinnar. Napoli er með 36 stig á toppnum, Milan þar á eftir með 35 og Inter með 34. Öll þrjú liðin hafa leikið 15 leiki. Í Frakklandi gerði PSG markalaust jafntefli við Nice. Var þetta aðeins þriðji deildarleikur liðsins af 16 sem það vinnur ekki. PSG er með 41 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum meira en Marseille sem er í öðru sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35 Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Topplið Napoli sótti Sassuoli heim í ítölsku úrvalsdeildinni og segja má að liðið hafi hent stigunum þremur frá sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Fabian gestunum yfir á 51. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Dries Mertens forystuna. Piotr Zielinski gerði sér lítið fyrir og lagði upp bæði mörkin. Gianluca Scamacca minnkaði muninn fyrir heimamenn á 71. mínútu og Gian Marco Ferrari jafnaði metin þegar ein mínúta var til leiksloka. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. Luciano Spalletti, þjálfari Napoli, var eitthvað pirraður undir lok leiks og lét reka sig upp í stúku. AC Milan vann svo öruggan 3-0 útisigur á Genoa. Sænska brýnið Zlatan Ibrahimović kom Milan yfir og Junior Messias tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Hann bætti svo þriðja markinu við þegar rúm klukkustund var liðin. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 3-0 sigri AC Milan. Sigurinn þýðir að nú munar aðeins stigi á Milan og Napoli á toppi deildarinnar. Napoli er með 36 stig á toppnum, Milan þar á eftir með 35 og Inter með 34. Öll þrjú liðin hafa leikið 15 leiki. Í Frakklandi gerði PSG markalaust jafntefli við Nice. Var þetta aðeins þriðji deildarleikur liðsins af 16 sem það vinnur ekki. PSG er með 41 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum meira en Marseille sem er í öðru sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35 Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35
Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30