Óttast að Rússar reyni að stelast í flak herþotunnar sem hrapaði örskömmu eftir flugtak Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2021 23:30 Samskonar flugvél og sú sem fór í sjóinn. Lt Cdr Lindsey Waudby RN/Ministry of Defence via Getty Images) Breski herinn hefur fundið flak herþotunnar sem hrapaði í Miðjarðarhafið örfáum sekúndum eftir flugtak við heræfingar í Miðjarðarhafinu. Þjóðaröryggisráðgjafi Breta telur líklegt að Rússar fylgist grannt með. Fregnir af atvikinu voru fyrst fluttar um miðjan nóvember en málið komst í hámæli eftir að myndband sem virðist sýna vélina hrapa í sjóinn örfáum andartökum eftir flugtak var lekið á Twitter. Flugmaðurinn skaut sér úr vélinni og slapp hann án teljandi meiðsla. Rannsókn fer nú fram á því hvað varð til þess að vélin hrapaði. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að mögulega hafi gleymst að fjarlægja hlíf af vélinni fyrir flugtak. Sir Stephen Lovgrove segir of snemmt að segja til hvað hafi gert það að verkum að flugvélin hrapaði. Hann greindi þó frá því á fundi varnarmálarnefndar breska þingsins á þriðjudaginn að búið væri að finna flak vélarinnar. Unnið væri að áætlum um hvernig væri hægt að endurheimta það. Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021 Flugvélin var af gerðinni F-35 sem kosta mikla fjármuni og eru þær hlaðnar ýmsum búnaði og tækni sem bandamenn vilja ekki að komist í hendur óvinveittra ríkja. Þannig var Lovgrove spurður út í möguleikann á því að Rússar gætu haft áhuga á að komast að vélinni áður en henni verður bjargað. „Við vitum að Rússar búa yfir mikilli neðansjávargetu og það er alveg rétt að hún er mjög nútímaleg,“ sagði Cosgrove. Lagði hann mikla áherslu á að verið væri að sníða áætlun sem gæti komið í veg fyrir að tæknibúnaður um borð vélarinnar komist í hendur óvinveittra aðila. „Sú áætlun sem við vinnum eftir nú er hönnuð til þess að tryggja að tæknin um borð í flugvélinni muni áfram vera í okkar höndum.“ Rússland Fréttir af flugi Bretland Tengdar fréttir Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2021 09:10 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Fregnir af atvikinu voru fyrst fluttar um miðjan nóvember en málið komst í hámæli eftir að myndband sem virðist sýna vélina hrapa í sjóinn örfáum andartökum eftir flugtak var lekið á Twitter. Flugmaðurinn skaut sér úr vélinni og slapp hann án teljandi meiðsla. Rannsókn fer nú fram á því hvað varð til þess að vélin hrapaði. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að mögulega hafi gleymst að fjarlægja hlíf af vélinni fyrir flugtak. Sir Stephen Lovgrove segir of snemmt að segja til hvað hafi gert það að verkum að flugvélin hrapaði. Hann greindi þó frá því á fundi varnarmálarnefndar breska þingsins á þriðjudaginn að búið væri að finna flak vélarinnar. Unnið væri að áætlum um hvernig væri hægt að endurheimta það. Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021 Flugvélin var af gerðinni F-35 sem kosta mikla fjármuni og eru þær hlaðnar ýmsum búnaði og tækni sem bandamenn vilja ekki að komist í hendur óvinveittra ríkja. Þannig var Lovgrove spurður út í möguleikann á því að Rússar gætu haft áhuga á að komast að vélinni áður en henni verður bjargað. „Við vitum að Rússar búa yfir mikilli neðansjávargetu og það er alveg rétt að hún er mjög nútímaleg,“ sagði Cosgrove. Lagði hann mikla áherslu á að verið væri að sníða áætlun sem gæti komið í veg fyrir að tæknibúnaður um borð vélarinnar komist í hendur óvinveittra aðila. „Sú áætlun sem við vinnum eftir nú er hönnuð til þess að tryggja að tæknin um borð í flugvélinni muni áfram vera í okkar höndum.“
Rússland Fréttir af flugi Bretland Tengdar fréttir Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2021 09:10 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2021 09:10