Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2021 23:49 Shaye Moss að störfum á kjördag í Bandaríkjunum þann 9. júní í fyrra. Hún kom að kosningunum í Atlanta og það gerði móðir hennar einnig. AP/Alyssa Pointer Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar. Mæðgurnar Ruby Freeman og Wandrea Moss, segja meðal annars að ósannindi Gateway Pundit hafi grafið undan orðspori þeirra, leit til hótanna, neytt þær til að skipta um símanúmer og hafi valdið því að þær óttist um öryggi sitt. Þær segja ókunnuga menn hafa reynt að „handtaka“ þær. Þær hafa Gateway Pundit, Jim Hoft eiganda miðilsins, og Joe Hoft, bróðir eigandans sem skrifar reglulega á vefinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þeir svöruðu ekki fyrirspurnum fréttaveitunnar. Trump reiður yfir tapi Trump tapaði naumlega gegn Joe Biden í kosningunum í Georgíu og reiddist hann yfir því. Hann hélt því ítrekað fram að svindl hefði kostað hann sigur þar, eins og hann hefur sagt um kosningarnar í heild, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Jacki Pick, sem var í lögfræðingateymi forsetans þáverandi birti þann 3. desember myndband sem hún sagði að sýndi kosningastarfsmenn í Atlanta vísa eftirlitsaðilum Repúblikanaflokksins á brott og í kjölfarið draga fram falsaða kjörseðla til að telja. Pick hafði ekki rétt fyrir sér og sérfræðingar hafa ítrekað skotið myndbandið á kaf en Trump-liðar nota þó enn til að halda því fram að Demókratar hafi svindlað í kosningunum. Lögmaður Trumps nefndi Ruby Þegar Pick sýndi myndbandið á nefndarfundi ríkisþings Georgíu tók hún fram að ein konan á myndbandinu væri með nafnið Ruby skrifað á bol sinn. Seinna þann dag birti Gateway Pundit nafn hennar og í kjölfarið nafn dóttur hennar. Miðillinn hélt áfram að birta fréttir um þær mæðgur þó búið væri að sýna fram á að þær hefðu ekkert gert af sér og endurtalningar staðfestu niðurstöðu kosninganna. Samkvæmt Reuters bar ein frétt Gateway Pundit fyrirsögnina: „Hvað er að frétta Ruby? KENNSL BORIN Á á spilltan útsendara sem var myndaður við að taka upp ferðatösku af kjörseðlum í Georgíu,“ lauslega þýtt. Á þessum tíma rigndi hótunum frá stuðningsmönnum Trumps yfir kosningastarfsmenn í Georgíu. Þurftu að fara í felur Í kjölfar fréttaflutnings Gateway Pundit fékk Freeman fjölmargar hótanir í formi tölvupósta, skilaboða og símtala. Ókunnugt fólk fór jafnvel að birtast heima hjá þeim og starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna tóku þá ákvörðun að flytja hana um set þann 6. janúar vegna þess að hún væri ekki örugg heima hjá sér. Hótunum og rasískum skilaboðum rigndi einnig yfir son hennar sem er á táningsaldri. Þann dag brutu stuðningsmenn Trumps sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Freeman hafði áður búið hjá ömmu sinni og þangað mættu ókunnugir menn minnst tvisvar sinnum til að framkvæma það sem þeir kölluðu borgaralega handtöku, samkvæmt kæru þeirra Freeman og Moss. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13 „Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59 Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. 29. apríl 2021 23:57 Kallaði McConnell heimskan tíkarson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. 12. apríl 2021 11:35 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Mæðgurnar Ruby Freeman og Wandrea Moss, segja meðal annars að ósannindi Gateway Pundit hafi grafið undan orðspori þeirra, leit til hótanna, neytt þær til að skipta um símanúmer og hafi valdið því að þær óttist um öryggi sitt. Þær segja ókunnuga menn hafa reynt að „handtaka“ þær. Þær hafa Gateway Pundit, Jim Hoft eiganda miðilsins, og Joe Hoft, bróðir eigandans sem skrifar reglulega á vefinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þeir svöruðu ekki fyrirspurnum fréttaveitunnar. Trump reiður yfir tapi Trump tapaði naumlega gegn Joe Biden í kosningunum í Georgíu og reiddist hann yfir því. Hann hélt því ítrekað fram að svindl hefði kostað hann sigur þar, eins og hann hefur sagt um kosningarnar í heild, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Jacki Pick, sem var í lögfræðingateymi forsetans þáverandi birti þann 3. desember myndband sem hún sagði að sýndi kosningastarfsmenn í Atlanta vísa eftirlitsaðilum Repúblikanaflokksins á brott og í kjölfarið draga fram falsaða kjörseðla til að telja. Pick hafði ekki rétt fyrir sér og sérfræðingar hafa ítrekað skotið myndbandið á kaf en Trump-liðar nota þó enn til að halda því fram að Demókratar hafi svindlað í kosningunum. Lögmaður Trumps nefndi Ruby Þegar Pick sýndi myndbandið á nefndarfundi ríkisþings Georgíu tók hún fram að ein konan á myndbandinu væri með nafnið Ruby skrifað á bol sinn. Seinna þann dag birti Gateway Pundit nafn hennar og í kjölfarið nafn dóttur hennar. Miðillinn hélt áfram að birta fréttir um þær mæðgur þó búið væri að sýna fram á að þær hefðu ekkert gert af sér og endurtalningar staðfestu niðurstöðu kosninganna. Samkvæmt Reuters bar ein frétt Gateway Pundit fyrirsögnina: „Hvað er að frétta Ruby? KENNSL BORIN Á á spilltan útsendara sem var myndaður við að taka upp ferðatösku af kjörseðlum í Georgíu,“ lauslega þýtt. Á þessum tíma rigndi hótunum frá stuðningsmönnum Trumps yfir kosningastarfsmenn í Georgíu. Þurftu að fara í felur Í kjölfar fréttaflutnings Gateway Pundit fékk Freeman fjölmargar hótanir í formi tölvupósta, skilaboða og símtala. Ókunnugt fólk fór jafnvel að birtast heima hjá þeim og starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna tóku þá ákvörðun að flytja hana um set þann 6. janúar vegna þess að hún væri ekki örugg heima hjá sér. Hótunum og rasískum skilaboðum rigndi einnig yfir son hennar sem er á táningsaldri. Þann dag brutu stuðningsmenn Trumps sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Freeman hafði áður búið hjá ömmu sinni og þangað mættu ókunnugir menn minnst tvisvar sinnum til að framkvæma það sem þeir kölluðu borgaralega handtöku, samkvæmt kæru þeirra Freeman og Moss.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13 „Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59 Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. 29. apríl 2021 23:57 Kallaði McConnell heimskan tíkarson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. 12. apríl 2021 11:35 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13
„Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59
Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18
Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28
Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. 29. apríl 2021 23:57
Kallaði McConnell heimskan tíkarson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. 12. apríl 2021 11:35