Sveindís Jane komin í skærgrænt: Ég elska að skora mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 09:31 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur skipt úr appelsínugulu í skærgrænt. Hér er hún í búningi Wolfsburg. Instagram/@sveindisss Þýska stórliðið Wolfsburg kynnti íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur til leiks á miðlum sínum í dag. Það má sjá myndir af henni sem og viðtal við hana á Youtube-síðu Wolfsburg. Sveindís Jane kvaddi íslenska landsliðið eftir sigur á Kýpur á þriðjudagskvöldið en þrátt fyrir að tímabilið sé búið hjá liðsfélögum hennar Kristianstad þá er í raun annað tímabil í fullum gangi hjá íslenska landsliðsframherjanum. Lánssamningur Sveindísar hjá Kristianstad rennur út um áramót og hún er að fara að spila með þýska liðsins Wolfsburg sem hafði samið við hana fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg bauð Sveindísi velkomna á miðlum sínum í gær og birti myndir af henni í skærgrænum búningi liðsins. Sveindís fær treyju númer 32 hjá Wolfsburg en hún hefur spilað númer 23 hjá íslenska landsliðinu og sænska liðinu. Þýska landsliðskonan Sara Doorsoun spilar hins vegar númer 23 hjá Wolfsburg. Sveindís kynnti sig fyrir stuðningsmönnum Wolfsburg á Youtube-síðu félagsins. Hún talaði reyndar á ensku en mun eflaust fara strax að vinna í þýskunni. „Halló. Ég heiti Sveindís Jane Jónsdóttir, ég spila númer 32 og er framherji,“ byrjaði okkar kona en af hverju Wolfsburg? „Ég vildi spila fyrir virkilega gott lið og Wolfsburg er eitt besta lið í heimi. Ég er því mjög ánægð með að vera komin hingað,“ sagði Sveindís. „Ég spila sem framherji og elska að skora mörk. Ég er góð í því og ég er líka mjög fljót. Það eru vopnin sem ég hef,“ sagði Sveindís. „Ég myndi segja að ég sé vingjarnleg en ég get verið svolítið feimin. Þegar þú kynnist mér þá er ég ekki feimin lengur,“ sagði Sveindís. „Ég vil vinna alla leiki og ég spila fótbolta af því að sigurtilfinningin er svo góð. Ég vil kynnast þeirri tilfinningu í hvert skipti sem ég spila fótbolta,“ sagði Sveindís. „Það sem er mikilvægt er að við spilum saman sem eitt lið og séum góðar vinkonur. Við eigum síðan að fara inn á völlinn með það markmið að vinna alla leiki,“ sagði Sveindís. Sveindís kom að tíu mörkum í nítján deildarleikjum í Svíþjóð, skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Hún var einnig markahæsta landsliðskona Íslands á árinu 2021 með fjögur mörk eftir að hafa skorað í þremur síðustu landsleikjum ársins. Þýska deildin er spiluð yfir vetrartímann ólíkt því í Svíþjóð sem er í gangi yfir sumarið. Það má sjá viðtalið við Sveindísi hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dzK0cAF4tgo">watch on YouTube</a> Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Sjá meira
Sveindís Jane kvaddi íslenska landsliðið eftir sigur á Kýpur á þriðjudagskvöldið en þrátt fyrir að tímabilið sé búið hjá liðsfélögum hennar Kristianstad þá er í raun annað tímabil í fullum gangi hjá íslenska landsliðsframherjanum. Lánssamningur Sveindísar hjá Kristianstad rennur út um áramót og hún er að fara að spila með þýska liðsins Wolfsburg sem hafði samið við hana fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg bauð Sveindísi velkomna á miðlum sínum í gær og birti myndir af henni í skærgrænum búningi liðsins. Sveindís fær treyju númer 32 hjá Wolfsburg en hún hefur spilað númer 23 hjá íslenska landsliðinu og sænska liðinu. Þýska landsliðskonan Sara Doorsoun spilar hins vegar númer 23 hjá Wolfsburg. Sveindís kynnti sig fyrir stuðningsmönnum Wolfsburg á Youtube-síðu félagsins. Hún talaði reyndar á ensku en mun eflaust fara strax að vinna í þýskunni. „Halló. Ég heiti Sveindís Jane Jónsdóttir, ég spila númer 32 og er framherji,“ byrjaði okkar kona en af hverju Wolfsburg? „Ég vildi spila fyrir virkilega gott lið og Wolfsburg er eitt besta lið í heimi. Ég er því mjög ánægð með að vera komin hingað,“ sagði Sveindís. „Ég spila sem framherji og elska að skora mörk. Ég er góð í því og ég er líka mjög fljót. Það eru vopnin sem ég hef,“ sagði Sveindís. „Ég myndi segja að ég sé vingjarnleg en ég get verið svolítið feimin. Þegar þú kynnist mér þá er ég ekki feimin lengur,“ sagði Sveindís. „Ég vil vinna alla leiki og ég spila fótbolta af því að sigurtilfinningin er svo góð. Ég vil kynnast þeirri tilfinningu í hvert skipti sem ég spila fótbolta,“ sagði Sveindís. „Það sem er mikilvægt er að við spilum saman sem eitt lið og séum góðar vinkonur. Við eigum síðan að fara inn á völlinn með það markmið að vinna alla leiki,“ sagði Sveindís. Sveindís kom að tíu mörkum í nítján deildarleikjum í Svíþjóð, skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Hún var einnig markahæsta landsliðskona Íslands á árinu 2021 með fjögur mörk eftir að hafa skorað í þremur síðustu landsleikjum ársins. Þýska deildin er spiluð yfir vetrartímann ólíkt því í Svíþjóð sem er í gangi yfir sumarið. Það má sjá viðtalið við Sveindísi hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dzK0cAF4tgo">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Sjá meira