Leggur landsliðsskóna á hilluna þar sem skrokkurinn þolir ekki álagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 18:05 Landsliðsskórnir eru farnir á hilluna. Vísir/Hulda Margrét Hornamaðurinn Arnór Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Brjóskeyðing í hægri mjöðm spilar þar hvað stærstan þátt en Arnór segir skrokkinn ekki ráða við það álag sem fylgir því að spila sem atvinnu- og landsliðsmaður. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið en Arnór var fyrirliði liðsins á HM í janúar á þessu ári. Arnór var valinn í 35 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar en sagði í viðtali við Akureyri.net að hann yrði ekki með á mótinu. Ástæðan er það álag sem atvinnu- og landsiðsmenn í handbolta eru að glíma við allt árið um kring. „Éger með brjóskeyðingu í hægri mjöðm og mjöðmin þolir ekki að ég leiki á tveggja eða þriðja daga fresti eins og landsliðið gerir á stórmóti eins og EM,“ sagði Arnór meðal annars í viðtali sínu. Orðinn 34 ára gamall Arnór hefur leikið sinn síðasta leik.Vísir/Vilhelm „Ég á eftir eitt og hálft ár af atvinnumannssamningi hér í Þýskalandi og verð að hugsa um að geta sinnt vinnunni sem best,“ segir Þórsarinn uppaldi sem leikur nú með Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni. Samningur hans við félagið rennur út vorið 2023 og í kjölfarið mun hann verða hluti af þjálfarateymi félagsins. Hornamaðurinn knái hafði tilkynnt Guðmundi og HSÍ ákvörðun sína áður en sætið á EM var tryggt. Hann samþykkti þó að vera hluti af 35 manna hópi fyrir EM í janúar ef svo færi að „allir hinir þrír hornamennirnir meiddust eða heltust einhverra hluta vegna úr lestinni í miðju móti þá gæti ég hjálpað til,“ sagði Arnór en tók fram að hann gæfi að öðru leyti ekki kost á sér. Þakklæti efst í huga Í viðtali sínu við Akureyri.net segist Arnór vera stoltur að hafa leikið jafn marga landsleiki og raun ber vitni. Alls lék hann 120 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var fyrst valinn í liðið af Guðmundi árið 2008 og lék þá nokkra leiki. Aron Kristjánsson tók Arnór svo með á HM á Spáni árið 2013. „Hápunkturinn með landsliðinu var EM í Danmörku árið eftir þar sem við lentum í 5. sæti.“ Þá lék hann einnig undir stjórn Geirs Sveinssonar og svo Guðmundar á ný. „Hápunkturinn hjá mér persónulega var á HM í Þýskalandi 2019. Árangur liðsins var reyndar ekkert frábær, við lentum í 14. sæti, en ég spilaði líklega best þá á landsliðsferlinum.“ „Það var, og er, mikill heiður að hafa spilað 120 landsleiki og fara á níu stórmót. Nú er þetta hins vegar orðið gott, ég verð að hugsa um heilsuna. Verð samt stuðningsmaður númer eitt í janúar. Ég fylgist vel með og verð klappstýra í sófanum heima,“ segir Arnór að endingu í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér. Arnór er hættur með landsliðinu.Vísir/Vilhelm Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið en Arnór var fyrirliði liðsins á HM í janúar á þessu ári. Arnór var valinn í 35 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar en sagði í viðtali við Akureyri.net að hann yrði ekki með á mótinu. Ástæðan er það álag sem atvinnu- og landsiðsmenn í handbolta eru að glíma við allt árið um kring. „Éger með brjóskeyðingu í hægri mjöðm og mjöðmin þolir ekki að ég leiki á tveggja eða þriðja daga fresti eins og landsliðið gerir á stórmóti eins og EM,“ sagði Arnór meðal annars í viðtali sínu. Orðinn 34 ára gamall Arnór hefur leikið sinn síðasta leik.Vísir/Vilhelm „Ég á eftir eitt og hálft ár af atvinnumannssamningi hér í Þýskalandi og verð að hugsa um að geta sinnt vinnunni sem best,“ segir Þórsarinn uppaldi sem leikur nú með Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni. Samningur hans við félagið rennur út vorið 2023 og í kjölfarið mun hann verða hluti af þjálfarateymi félagsins. Hornamaðurinn knái hafði tilkynnt Guðmundi og HSÍ ákvörðun sína áður en sætið á EM var tryggt. Hann samþykkti þó að vera hluti af 35 manna hópi fyrir EM í janúar ef svo færi að „allir hinir þrír hornamennirnir meiddust eða heltust einhverra hluta vegna úr lestinni í miðju móti þá gæti ég hjálpað til,“ sagði Arnór en tók fram að hann gæfi að öðru leyti ekki kost á sér. Þakklæti efst í huga Í viðtali sínu við Akureyri.net segist Arnór vera stoltur að hafa leikið jafn marga landsleiki og raun ber vitni. Alls lék hann 120 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var fyrst valinn í liðið af Guðmundi árið 2008 og lék þá nokkra leiki. Aron Kristjánsson tók Arnór svo með á HM á Spáni árið 2013. „Hápunkturinn með landsliðinu var EM í Danmörku árið eftir þar sem við lentum í 5. sæti.“ Þá lék hann einnig undir stjórn Geirs Sveinssonar og svo Guðmundar á ný. „Hápunkturinn hjá mér persónulega var á HM í Þýskalandi 2019. Árangur liðsins var reyndar ekkert frábær, við lentum í 14. sæti, en ég spilaði líklega best þá á landsliðsferlinum.“ „Það var, og er, mikill heiður að hafa spilað 120 landsleiki og fara á níu stórmót. Nú er þetta hins vegar orðið gott, ég verð að hugsa um heilsuna. Verð samt stuðningsmaður númer eitt í janúar. Ég fylgist vel með og verð klappstýra í sófanum heima,“ segir Arnór að endingu í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér. Arnór er hættur með landsliðinu.Vísir/Vilhelm
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn