Við gerðum of mörg mistök Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 15:46 Tuchel telur einstaklingsmistök vera kosta Chelsea leik eftir leik. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Thomas Tuchel var sár og svekktur er hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Honum fannst frammistaðan þó ekki alslæm. „Mér fannst við ekki spila það illa í leiknum, frammistaðan var allt í lagi. Það er hægt að vinna leiki með frammistöðu sem þessari.“ „Það er erfitt að spila hér, við gerðum of mörg einstaklingsmistök. Við gerðum þau líka gegn Manchester United og Watford þar sem okkur var refsað. Ef þú vilt ná árangri á þessu getustigi þá þarftu að halda mistökum í lágmarki. Við töluðum um það fyrir leik en það hjálpaði augljóslega ekki í dag.“ Varðandi vítaspyrnuna klaufalegu „Sendingin (frá Jorginho) til baka er ekki besta ákvörðunin sem hægt var að taka þar, skipulagið okkar er ekki það besta. Við getum bjargað okkur fyrir horn en ákvörðunin hjá Edu (Mendy, markverði Chelsea) var ekki heldur sú besta. „Við sköpuðum mikið af hálf-færum, áttum margar snertingar inn í vítateig West Ham en stundum þarf smá heppni. Skot sem fer í varnarmann eða bolti sem dettur rétt fyrir þig. Þriðja mark þeirra er skrýtið og einu tvö alvöru færin þeirra í fyrri hálfleik komu eftir mistök frá okkur.“ „Við gátum ekki klárað leikinn þrátt fyrir að fá betri færi en þeir. Við þurfum að vera miskunnarlausari fyrir framan mark andstæðinganna. Við áttum einnig erfitt uppdráttar varnarlega í ákveðnum aðstæðum.“ „Þó hvert tap sé ákveðið högg mun það ekki halda aftur af okkur. Mun ekki aftra okkur í að halda áfram og gera sömu kröfur og við höfum gert, við þurfum að spila betur og af meira öryggi. Þurfum einnig að fækka mistökum á ögurstundum,“ sagði Tuchel að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
„Mér fannst við ekki spila það illa í leiknum, frammistaðan var allt í lagi. Það er hægt að vinna leiki með frammistöðu sem þessari.“ „Það er erfitt að spila hér, við gerðum of mörg einstaklingsmistök. Við gerðum þau líka gegn Manchester United og Watford þar sem okkur var refsað. Ef þú vilt ná árangri á þessu getustigi þá þarftu að halda mistökum í lágmarki. Við töluðum um það fyrir leik en það hjálpaði augljóslega ekki í dag.“ Varðandi vítaspyrnuna klaufalegu „Sendingin (frá Jorginho) til baka er ekki besta ákvörðunin sem hægt var að taka þar, skipulagið okkar er ekki það besta. Við getum bjargað okkur fyrir horn en ákvörðunin hjá Edu (Mendy, markverði Chelsea) var ekki heldur sú besta. „Við sköpuðum mikið af hálf-færum, áttum margar snertingar inn í vítateig West Ham en stundum þarf smá heppni. Skot sem fer í varnarmann eða bolti sem dettur rétt fyrir þig. Þriðja mark þeirra er skrýtið og einu tvö alvöru færin þeirra í fyrri hálfleik komu eftir mistök frá okkur.“ „Við gátum ekki klárað leikinn þrátt fyrir að fá betri færi en þeir. Við þurfum að vera miskunnarlausari fyrir framan mark andstæðinganna. Við áttum einnig erfitt uppdráttar varnarlega í ákveðnum aðstæðum.“ „Þó hvert tap sé ákveðið högg mun það ekki halda aftur af okkur. Mun ekki aftra okkur í að halda áfram og gera sömu kröfur og við höfum gert, við þurfum að spila betur og af meira öryggi. Þurfum einnig að fækka mistökum á ögurstundum,“ sagði Tuchel að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira