Það var mikið undir á St. James´ Park í Newcastle er heimamenn fengu Burnley í heimsókn. Bæði lið voru í fallsæti fyrir leik og ljóst að menn myndu selja sig dýrt í dag. Það varð raunin en það var ekki mikið um opin marktækifæri í leik dagsins.
Eina markið kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Nick Pope, markvörður Burnley, náði ekki að meðhöndla fyrirgjöf Fabian Schär og Callum Wilson potaði boltanum í autt markið. Staðan orðin 1-0 og reyndust það á endanum lokatölur leiksins.
Jóhann Berg spilaði allan leikinn í liði Burnley.
43 - Only Joshua King (48) has scored more goals in the Premier League under Eddie Howe's management than Callum Wilson (43, 41 for Bournemouth & 2 for Newcastle). Reunited. pic.twitter.com/YubiaBah92
— OptaJoe (@OptaJoe) December 4, 2021
Það stefndi í sömu niðurstöðu á St. Mary´s-vellinum þar sem Armando Broja kom Southampton yfir í fyrri hálfleik. Það voru komnar átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Neal Maupey jafnaði metin fyrir gestina.
Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins.
Brighton er sem stendur í 9. sæti með 20 stig og Southampton er í 14. sæti með 16 stig. Burnley er í 18. sæti með 10 stig líkt og Newcastle sem er sæti neðar.