Einn er alvarlega slasaður eftir skotárás í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Skotárásin er sú þriðja á jafn mörgum dögum.
Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 70 metra og búist er við því að hlaupið nái hámarkií dag. Enginn sjáanlegur gosórói er á svæðinu.
Formaður Bændasamtakanna krefst þess að sömu kröfur verði gerðar til aðbúnaðar dýra í útlöndum og hér á landi.
Störfuðum á opinberum markaði hefur fjölgað um sjöþúsund hjá hinu opinbera á undanförnum árum og fækkað um átta þúsund á almennum markaði. Formaður BSRB og aðstoðarframkvæmdastjóri SA ræddu fjölgun opinberra starfsmanna, á Sprengisandi í morgun.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12.