Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2021 17:40 Vélin kom frá London um hádegi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Massimo Insabato/Getty Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. Í samtali við fréttastofu staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að vegna slæmra veðurskilyrða hafi allar landgöngubrýr verið teknar úr notkun á milli klukkan sjö og átta í morgun. Vélin sem um ræðir lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegi og er eina vélin sem lenti á vellinum fyrri partinn í dag. Vélin var að koma frá London. Minnstu munaði að lent yrði í Skotlandi Páll Ríkharðsson er á meðal farþega sem setið hafa fastir í vélinni, sem hefur beðið í stæði í um fimm klukkutíma. Hann segir stemninguna um borð nokkuð góða miðað við allt, en hann á langt ferðalag að baki. „Ég og kollegi minn erum að klára 26 tíma ferðalag frá Mexíkó, þannig okkur langar bara að komast heim,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir flugmann vélarinnar hafa tjáð honum að miðað við þau veðurskilyrði sem miðað er við hafi minnstu munað að ekki hafi verið hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þá hefði stefnan verið sett á Inverness í Skotlandi. Páll er ánægður að vera kominn heim þrátt fyrir að sitja fastur í vélinni sem stendur. „Þeir reikna með að geta hleypt okkur út eitthvað um sjö.“ Skrautleg lending Páll segir þá að lendingin á flugvellinum hafi verið skrautlegri en flugferðalangar megi almennt venjast, vegna veðursins. „Þetta var svolítið skemmtileg lending, allt á hlið og upp og niður, hingað og þangað.“ Þá segist Páll finna nokkuð til með áhöfninni, sem hafi átt að fara heim eftir að til Íslands væri komið. „Það er búið að koma hérna nokkrum sinnum með kaffi- og bjórvagninn.“ Vélin hristist nokkuð vegna vindsins, en Páll segir það verst fyrir farþegana aftast í vélinni, þar sem stélið taki á sig meiri vind en aðrir hlutar vélarinnar. „Aftast er alveg svakalegur hristingur. Fólk er orðið alveg grænt í framan,“ segir Páll, sem þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi síðasta sólarhringinn virðist taka málinu af æðruleysi. „Þetta er bara Ísland.“ Farþegar í vélum Icelandair sem lentu síðdegis í dag þurftu að bíða. Þar var þó um mínútur og korter að ræða, en ekki klukkustundir.Vísir/Aðsend Uppfært klukkan 18:45: Farþegar þeirra véla sem frestað var í dag og lentu á Keflavíkurflugvelli síðdegis þurftu líka að bíða um borð vegna veður, en þó heldur skemur en farþegar British Airways. Fjórtán vélar sem lenda áttu á ýmsum tímum í dag lentu nú á sjötta og sjöunda tímanum. Farþegar vélanna þurftu að bíða eftir því að vera hleypt frá borði en um klukkan hálf sjö fékk fréttastofa þær upplýsingar að landgöngubrýr hefðu verið teknar aftur í notkun og því hægt að hefjast handa við að hleypa úr vélunum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að vegna slæmra veðurskilyrða hafi allar landgöngubrýr verið teknar úr notkun á milli klukkan sjö og átta í morgun. Vélin sem um ræðir lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegi og er eina vélin sem lenti á vellinum fyrri partinn í dag. Vélin var að koma frá London. Minnstu munaði að lent yrði í Skotlandi Páll Ríkharðsson er á meðal farþega sem setið hafa fastir í vélinni, sem hefur beðið í stæði í um fimm klukkutíma. Hann segir stemninguna um borð nokkuð góða miðað við allt, en hann á langt ferðalag að baki. „Ég og kollegi minn erum að klára 26 tíma ferðalag frá Mexíkó, þannig okkur langar bara að komast heim,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir flugmann vélarinnar hafa tjáð honum að miðað við þau veðurskilyrði sem miðað er við hafi minnstu munað að ekki hafi verið hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þá hefði stefnan verið sett á Inverness í Skotlandi. Páll er ánægður að vera kominn heim þrátt fyrir að sitja fastur í vélinni sem stendur. „Þeir reikna með að geta hleypt okkur út eitthvað um sjö.“ Skrautleg lending Páll segir þá að lendingin á flugvellinum hafi verið skrautlegri en flugferðalangar megi almennt venjast, vegna veðursins. „Þetta var svolítið skemmtileg lending, allt á hlið og upp og niður, hingað og þangað.“ Þá segist Páll finna nokkuð til með áhöfninni, sem hafi átt að fara heim eftir að til Íslands væri komið. „Það er búið að koma hérna nokkrum sinnum með kaffi- og bjórvagninn.“ Vélin hristist nokkuð vegna vindsins, en Páll segir það verst fyrir farþegana aftast í vélinni, þar sem stélið taki á sig meiri vind en aðrir hlutar vélarinnar. „Aftast er alveg svakalegur hristingur. Fólk er orðið alveg grænt í framan,“ segir Páll, sem þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi síðasta sólarhringinn virðist taka málinu af æðruleysi. „Þetta er bara Ísland.“ Farþegar í vélum Icelandair sem lentu síðdegis í dag þurftu að bíða. Þar var þó um mínútur og korter að ræða, en ekki klukkustundir.Vísir/Aðsend Uppfært klukkan 18:45: Farþegar þeirra véla sem frestað var í dag og lentu á Keflavíkurflugvelli síðdegis þurftu líka að bíða um borð vegna veður, en þó heldur skemur en farþegar British Airways. Fjórtán vélar sem lenda áttu á ýmsum tímum í dag lentu nú á sjötta og sjöunda tímanum. Farþegar vélanna þurftu að bíða eftir því að vera hleypt frá borði en um klukkan hálf sjö fékk fréttastofa þær upplýsingar að landgöngubrýr hefðu verið teknar aftur í notkun og því hægt að hefjast handa við að hleypa úr vélunum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50