Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í dag vegna óveðurs sem gengur yfir. Ruslagámar og auglýsingaskilti tókust á loft.
Hlaupið í Grímsvötnum náði sennilega hámarki sínu í dag. Rennsli í Gígjukvísl var 28 sinnum meira en vanalegt er þegar það var sem mest.
Í fréttatímanum hittum við þá sannkallaðar ofurhetjur sem ætla að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins fyrir jól.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 eru í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni klukkan 18:30.